Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 87

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 87
án þess að hún þyrði að segja frá.“ Móðirin heldur áfram að rifja upp hvernig þessi maður gat að því er virðist hvenær og hvar sem er komið vilja sínum fram. „Einhvern tímann var hann ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn hjá okkur og allir, börn og fullorðnir, settust niður til að horfa á Hemma Gunn í sjónvarpinu. Við vorum svo mörg að við þurftum að þjappa okkur saman í sófanum og það endaði með því að hann tók dóttur mína í fangið og sat með hana. Par sá hann sér leik á borði. Hann var með puttana í buxunum hennar og við tókum ekki eftir neinu.“ Hún starir fram fyrir sig þegar hún talar. „Maður er svo grunlaus. Ég reyndi alltaf að passa þau svo vel. Ég skildi þau hvergi eftir nema hjá þessum hjónum, mömmu minni og einstaka sinnum tengdamömmu. Ég var alltaf hrædd um þau en taldi mig vera fullkomlega örugga um þau hjá öllu þessu fólki. Við höfðum meira að segja sérstak- lega rætt það við börnin, eftir að hafa horft á þátt í sjónvarp- inu um kynferðislega misnotk- un, að ef einhver gerði eitthvað við þau sem þeim þætti dóna- legt yrðu þau að segja okkur frá því. Ég spurði dóttur mína um daginn hvort hún myndi eftir þessu samtali okkar. Hún sagðist muna vel eftir því og sagði að hann hafi löngu verið byrjaður að áreita hana þegar þetta var en að hún hefði ein- faldlega ekki þorað að segja frá, hann hafði hótað henni því að drepa mig ef hún segði frá.“ Pað var nánast fyrir tilviljun að upp komst að dóttir hennar hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Það var skömmu eftir jól að hún kom heim og spurði hvort Helga, móðir vinkonu hennar, hefði hringt. „Ég hélt helst að þær hefðu gert eitt- hvað af sér, brotið rúðu, eða rispað bíl, og reyndi að fá hana til að segja mér hvað hefði gerst. Loksins fór hún með mig inn á baðherbergi, læsti að okk- ur og þegar við vorum báðar sestar á baðkersbrúnina sagði hún mér að þessi maður hafi verið dónalegur við sig. Ég spurði hana hvað hann hefði gert og þá sagði hún frá því að hún hefði verið í pössun með bróð- ur sínum og hinir farið út að leika en hún orðið ein eftir inni hjá manninum. Hann hafi látið sig opna buxnaklaufina og sett tannburstann inn í buxnaklaufina. Mér brá hrikalega, tók utan um hana, mest megnis til að róa sjálfa mig, og sagði við hana að það yrði að kalla í lögregluna, svona mætti ekki gera við börn.“ Móðirin hikar stutta stund og heldur þéttingsfast um kaffibollann. „Ég var strax alveg ákveðin í að kæra þetta. Dóttir mín bað mig um að segja engum frá þessu og þess vegna beið ég með að segja pabba hennar frá þessu enda var ég hrædd um að hann myndi ekki geta hamið reiðina. Daginn eftir hafði ég svo samband við þær niður í Stígamótum og var sagt að koma strax næsta dag í viðtal. Pær bentu mér á að ég yrði að segja manninum mín- um frá, þetta væri stórmál. Hann varð ekkert síður fyrir áfalli en ég. Svo líður helgin og ég og dóttir mín erum að tala saman þegar hún fer að gráta og segir að þetta hafi oft gerst. Pá kom á daginn að hann hafði misnotað hana í þrjú ár, síðan hún var fimm eða sex ára. Á þeirri stundu fór allt í hnút innan í mér, ég er búin að vera andvaka nótt eftir nótt, keyra upp á gangstéttir, kasta upp og frjósa í verslunum. Maður verður algjörlega rugl- aður. Ég veit ekki hvernig við hefðum komist í gegnum þetta ef þeirra í Stígamótum nyti ekki við. Pær gerðu strax skýrslu um málið og sendu barnaverndarnefnd í Kópa- vogi. Par rakst ég á fyrsta vegginn. Ég fékk á tilfinning- una að við skiptum engu máli og fannst eins og alltaf væri verið að reyna að tala mann niður. Það var til dæmis stöð- ugt verið að benda mér á að hann ætti fjölskyldu og að ég yrði að gera mér grein fyrir því hvað ég væri að gera þeim með því að kæra.“ Málið tafð- ist hjá barnaverndarnefnd og „Ekkert átta ára bam gœti búið til sögur eins og þœr sem hún segir. Hann þuklaði hana, sleikti, og tróð einhverju upp í kyn- íœri hennar þannig að hana verkjaði í marga daga á ettir. “ HEIMSMYND 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.