Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 93
halda við aðra konu. Hann átti mörg ást- arsambönd að baki sem hvert um sig hafði ekki enst lengur en þrjú til fjögur ár. Sambandið við Rick Jason olli henni miklu hugarangri og blæðandi magasár fylgdi í kjölfarið. „Þar lærði ég að mikið stressandi samband hentar mér ekki. Nú veit ég hvar takmörk mín ligga í þeim efnum. Og veit það líka að ef við hefðum verið lengur saman hefði hann eyðilagt mig bæði fjárhags- og tilfinningalega." Hún segist þó alltaf vera með ein- hverja í takinu: „Það eru karlmenn í kippum í kringum mig.“ Stríðnisglampi skín úr augum hennar. Þó blaðamaður efist ekki um það svo ungleg og frískleg sem hún er. „Mér er sama þó sá sem ég ætla að eyða restinni af ævinni með sé ekki ridd- arinn á hvíta hestinum. Hann má vera á grárri meri mín vegna. En þegar maður er búinn að vera svona lengi einn er maður farinn að elska sjálfstæði sitt. Það yrði að vera einhver ógurlega sérstakur maður sem ég myndi fórna þessu sjálf- stæði fyrir. Maður er ekki eins hvatvís og á tvítugsaldrinum. Ég treysti mér ekki út í samband þar sem maður segist skilja ef sambandið gengur ekki upp. Ég vil síður lenda í skilnaði á gamals aldri. Ég myndi gera eins og ungu stúlkurnar í dag, prufa að búa með honum áður en framhaldið yrði ákveðið. Maður kynnist engri mann- eskju vel fyrr en maður hefur búið með henni.“ Þetta segir hún af reynslu. hún segir ástandið þó ekki það slæmt að hún hafi ekki grætt eitthvað andlega á þeim mönnum sem hún hefur átt vingott við. Hún segir frá nýlegum vini sem hún hitti meira og minna í eitt ár: „Hann var afskaplega takmarkaður sá maður. Hann var forríkur, það vantaði ekki, mjög vel menntaður og ansi huggulegur. Hann virtist hafa allt til alls svo ég bugs- aði með mér að nú ætlaði ég virkilega að gefa sjálfri mér tækifæri. Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki alltaf verið að leita að einhverri rómantík. En ég komst að því þegar ég fór að kynnast honum betur að hann var algjört fagidjót, eins og við myndum segja á íslensku. Hann var flug- vélaverkfræðingur með þrjú áhugamál; flugvélar, sem ég get ekkert tjáð mig um, jazzpíanóleik, sem er áhugaverður að mínum dómi en ekki hægt að tala enda- laust um, og pólitík, þar vorum við á öndverðum meiði. Ég fór meira að segja í píanótíma til að ná betri tökum á um- ræðuefninu. En ég hafði ekki jafn mik- inn áhuga og hann. Hann æfði sig í fjórar klukkustundir á dag og taldi sig geta orð- ið jafn færan bestu píanistum. Það gætu raunar allir orðið sem æfðu mikið. Ég var algjörlega á öndverðum meiði. Ég tel einfaldlega að þeir sem skari fram úr hafi einhverja hæfileika sem við hin höf- um ekki. Ég gæti æft mig í 10 tíma á dag án þess að verða snillingur í píanóleik. I þriðja áhugamálinu hans, stjórnmálum, vorum við hvergi sammála. Ég telst nú frekar til hægri í pólitík en hann var til hægri við Atla Húnakonung. Það sorg- legasta við það að ef ég hefði sagt við hann að hann væri til hægri við Atla Húnakonung þá myndi hann hafa spurt: hver var Atli Húnakonungur? Hann var svo fáfróður um mannkynssöguna og heiminn. En þar liggja öll mín áhugamál. Við gátum hvergi mæst.“ halla sagði manninn ekki einu sinni hafa haft áhuga á að ferðast þrátt fyrir að hann ætti sína eigin átta sæta flugvél. Hann vildi bara ferðast þangað sem hann gæti verið á góðu hóteli og borðað góðan mat. „Ég sagði honum að þá gæti hann alveg eins verið heima hjá sér.“ Hún kvaðst hafa spurt hann hvort það væri enginn staður í heiminum sem hann langaði að ferðast til. Jú, hann langaði á einn stað. Það var Modestó í Kaliforníu að heimsækja vin sinn sem hann hafði kynnst í stríðinu. „Hann var svona takmarkaður, bless- aður maðurinn. Hann gat þó ráðlagt mér í einu en það var í peningamálunum. Hann beindi mér á rétta braut í þeim efnum, benti mér á mann sem ráðlagði mér hvernig ég ætti að fjárfesta, ungan mann sem hugsaði um mig eins og móð- ur sína“, segir hún og hlær innilega. „Þegar ég fer út með mönnum er það aldrei svo aumt að ég fái ekki eitthvað út úr því.“ Hláturinn magnast enn eini sinni. Aðalkostur Höllu Linker er sjálfsagt sá að hún á jafn auðvelt með að hlæja að sjálfri sér sem öðrum. Hún segir að margur myndi halda að hún og sonur hennar Davíð væru ekki alveg með öll- um mjalla ef það heyrði hvernig þau töl- uðu saman: „Við hlæjum svo mikið að hrakförum hvors annars að það hálfa væri nóg. Við hreinlega brjálumst af hlátri yfir hlutum sem sumt fólk teldi hinar verstu tragedíur:‘ í bók sinni greinir Halla frá froska- prinsinum en það var þegar hún fór í fyrsta sinn á það sem Ameríkanarnir kalla blind date, það er að fara á stefnu- mót við einhvern sem maður hefur aldrei séð. Vinkona hennar kom því á. „Ég var svo vör um sjálfa mig að ég ákvað frekar að fara til þess að hitta hann en að láta hann koma að sækja mig. Veðrið var vont þetta kvöld. Þegar ég kom að húsinu hans var það ekki einu sinni upplýst. Það var eins og draugahús. Þegar ég bankaði upp á hjá honum kom maður til dyra sem líktist Peter Larry úr myndinni Casablanca. Hann var lítill með útstandandi augu og satt að segja hélt ég að þetta væri butlerinn hans.“ I bókinni segir hún: „Ég lét engan bilbug á mér finna held- ur heilsaði honum kurteislega og sagði honum hvað ég hefði hlakkað til að hitta hann.“ allt gekk á afturfótunum þetta kvöld. Þau ætluðu í leikhús en leikhúsmiðarn- ir giltu á sýningarnar kvöldið áður. Þegar hann svo ætlaði á ná í bílinn var hann inni- króaður í 40 mínútur og Halla þurfti að bíða í anddyri leikhússins á meðan. Loksins þegar hann birtist stakk Halla upp á því að þau fengju sér að borða. Þegar þau komust á veitingastaðinn tímdi hann ekki að fá sér mat sjálfur. Hún þurfti að narta ein í matinn sinn á meðan hann dreypti á gini í tónik. Allt kvöldið var hreinasta martröð. Þarna lærði hún þá lexíu að fara aldrei út alls- laus því ef hún hefði verið með peninga á sér hefði hún löngu verið farin heim. Þessa sögu hefur Halla margoft sagt og alltaf hlær hún jafn mikið: „Þegar ég segi þessa sögu nefni ég aldrei nafn þessa manns. Engu að síður vissu kunningjar mínir um leið um hvern ég var að tala. Hann er mjög sérstakur vægast sagt.“ Þetta mál átti sér eftirleik tíu árum síðar. Hann hringdi í hana í febrúar síð- astliðnum. Ástæðan var að sameiginlegir kunningjar þeirra frá Evrópu voru gestir í hans stóra sloti, eða draugahúsinu eins og hún kallar það. Hann vildi halda þeim kvöldverð og gestir hans höfðu látið hann fá gestalista þar sem Halla Linker var efst á blaði. Froskaprinsinn hringdi því í Höllu Linker og bauð henni að koma. Höllu langaði auðvitað ekkert að fara. „Ég var í ógurlegri klípu því ég vildi ekki þiggja boð hans en ég vildi auðvitað ekki særa þá vini mína sem ég var efst á óskalistanum hjá. Ég svaraði því að ég yrði laus þetta kvöld og gæti komið. Þá sagði hann: „Miss Linker, ég hef heyrt að þú talir svo illa um mig.“ Hún skellir upp úr. „Það er ekki rétt Mr. Hermann, það er algjör misskilningur.“ Þá sagði hann: „Þetta var ömurlegt kvöld sem við áttum saman '' Nei, nei“, svaraði ég,“ það var ekkert ömurlegt. Mér fannst allt sem gerðist þetta kvöld ægilega fyndið og skemmtilegt og svoleiðis tala ég um þetta kvöld. Það kalla ég ekki að tala illa um fólk.“ að var lán í óláni að næsta dag var hringt í hana frá íslandi þar sem henni var tilkynnt að móðir hennar væri veik. Hún varð því að afboða sig í veisluna. „Með hreinni samvisku gat ég því afþakkað boð- HEIMSMYND 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.