Litli Bergþór - des. 2018, Síða 3

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 3
Litli-Bergþór 3 Formannspistill Ágætu félagar! Ég vil byrja á að óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Nú er ritnefnd að ljúka við síðara blað Litla Bergþórs á þessu ári. Ekki er við öðru að búast en að þetta blað verði stútfullt eins og verið hefur undanfarin ár. Í vor bauð íþróttadeild til sölu nýjar buxur og peysur merktar ungmennafélaginu og á sama tíma gaf aðaldeild félagsins öllum grunnskólabörnum, sem vildu, stuttbuxur og treyjur merktar ungmennafélaginu. Virkilega gaman að sjá krakkana í réttu litunum. Núna í haust hefur íþróttadeild boðið upp á körfubolta, fótbolta, glímu og bland og fjör. Síðasta sumar hélt samstarf Ungmennafélaga Biskupstungna, Laugdæla og Hrunamanna áfram í fótbolta. Á sama tíma var gerð tilraun með rútuferðir á milli Reykholts og Laugarvatns. Vonandi að samstarf sem þetta verði enn meira á komandi árum. Ungmennafélagið ákvað á síðasta aðalfundi að styrkja kaup og uppsetningu á hurð á milli litla og stóra salar í Aratungu, en sú sem fyrir var er úr sér gengin. Er jafnvel mögulegt að nýja hurðin verði komin upp fyrir áramót. Með bestu kveðjum, Oddur Bjarni Bjarnason, formaður Ungmennafélags Biskupstungna. Gleðileg jól og farsælt komandi ár

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.