Litli Bergþór - des. 2018, Síða 5

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 5
Litli-Bergþór 5 Óperan Carmen eftir Georges Bizet og þýska skáldið Heinz Erhard Samantekt: Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum Bizet reyndar dauður frá því í júní, varð aðeins 37 ára eins og hann Jónas okkar. Dó hann úr vonbrigðum, eða var eitthvað að ganga? Hver veit, en þjóðsögurnar eru margar. Árið 1954 kom fram kvikmyndin „Carmen Jones,“ tekin dýpst í Suður ríkjunum og ein - göngu með svörtum leik urum. Líka bylting! Þar var Harry Bela fonte, þó hann fengi ekki að syngja með eigin rödd. Þessi mynd þótti Cult, líka á Íslandi, og allir þurftu að sjá hana. Um þýska skáldið Heinz Erhard Þýska kímniskáldið, uppi stand ar inn og kvik- mynda leikarinn, Heinz Erhardt (1909-1979) var upp á sitt besta á þeim árum sem ég var viðloðandi í Þýskalandi,1959-63. Hann var með vinsæla þætti í útvarpi og sjónvarpi með áheyrendur í sal, þar sem hann hélt fólki á tánum og í hláturskrampa með sínum kostulegu útúrsnúningum á klassískum ljóðum sem og alfrumgerðum kvæðum, oft um efni úr dýraríkinu. Hann þótti snillingur í framsögn og sérfræðingur í „kúnstþögnum“ sem fékk áheyrendur til að halda niðri í sér andanum. Uppistandarar nútímans, þýsk ir, róma hann enn sem lærimeistara. Erhardts biðu hörð örlög, hann fékk slag árið 1971 og var lamaður og málstola eftir það til dauðadags árið1979. Hann gaf út bók árið 1970, sem ég fékk mér strax og hún kom út og kenglas fyrstu árin. Síðan fór ég að feta mig áfram við að snúa ljóðunum á íslensku, sem er ekki auðvelt. Mikið um orðaleiki og orðfæri sem ekki er hægt að þýða beint. Mér telst svo til að ég hafi snúið um 30 ljóðum Erhardts og hafa þau flest komið í Vísnahorni Moggans. Óperan Carmen er ein vinsælasta og mest uppfærða ópera allra tíma en byrjunin lofaði ekki góðu. Höfundurinn Georges Bizet var franskur og frumuppfærslan var í mars 1875 í París. Áhorfendur kunnu ekki að meta slíka uppfærslu, enda byltingarkennt efni á ferðinni. Efnið var eftir franskri smásögu og fjallaði um sígaunastúlku í tóbaksverksmiðju og annað almúgafólk á Spáni, en ekki síst um hvernig ást og afbrýði gat eyðilagt jafnvel vænstu menn, sem þó höfðu klifrað metorðastigann í hernum. Vaninn var að óperur fjölluðu um greifa og aðalskonur og einstöku skálka og svindlara. Þarna var natúralisminn kominn inn í óperuna og fólk þurfti að venja sig við. Svo má ekki gleyma því að nítjánda öldin var tími breytinga og allskyns frelsistilrauna almúgans, og að ein aðalpersóna óperunnar, Don Hosé (José), var herforingi og þannig hluti ríkjandi stéttar. Og hann fær sannarlega á baukinn. Hans hrakföll taka engan enda út alla sýninguna, svo ekki var von að fína fólkinu hafi verið rótt að horfa upp á slíka niðurlægingu. Ekki var þess þó langt að bíða að verkið slægi í gegn, en það var í Vín strax um haustið. Þá var

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.