Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór Móðir mín var alin upp í hörmungum stríðsins. Hún vissi hvað það var að vera svöng eða geta ekki útvegað mat til næsta dags. Ég man að hún talaði um öryggið sem í því fólst að geta framleitt eigin mat, - enginn veit hvenær næsta stríð skellur á. Það mætti stundum halda að við sem nú lifum á Íslandi trúum því að skortur og stríð geti ekki hent okkur, að við munum aldrei svelta, að við munum alltaf geta keypt allt sem hugurinn girnist erlendis frá. Farið hvert sem okkur langar. - Samt heyrum við á hverjum degi um fólk sem flýr skort og stríð heima hjá sér, og aðrar þjóðir sem ekki vilja taka við landflótta fólki. Við búum á eyju, og ef skipa- eða flugsamgöngur leggjast af erum við einangruð. Það þarf ekki svo mikið til. Eitt stríð, sem fer úr böndunum, - hér á okkar slóðum – það er ekki langt síðan seinni heimstyrjöldin geisaði. Annað eins hefur gerst og gerist enn samkvæmt fréttaflutningi. - Eða matvælaframleiðsla heimsins hrynur vegna loftslagsbreytinga? Erum við kannski þegar byrjuð að sjá það? – Eða eldgos, sem hamlar flugsamgöngum í einhvern tíma eða eyðileggur samgöngumannvirki. Við búum ekki bara á eyju, við búum á eldfjallaeyju. Nú skulum við vona að ekkert af þessu svartagallsrausi eigi eftir að rætast. En allur er varinn góður. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og höfum því allar aðstæður til að framleiða þann mat sem við þurfum, bæði í okkur og ferðamennina. Það er til mikil þekking í landbúnaði og fiskiðnaði. Ef við gætum þess að varðveita þekkinguna, halda landinu í rækt og ganga ekki á auðlindirnar, stöndum við af okkur áföll. Það væri mikil skammsýni að glutra niður matvælaframleiðslunni okkar í stundargóðæri meðan ódýrt er að kaupa matvöru erlendis frá. Það er næsta víst að það sem fer upp kemur aftur niður. Líka íslenska krónan, og þá hækka innflutt matvæli. Þá er betra að íslensk matvælaframleiðsla standi sterk. Fórnum ekki gæðunum til að keppa við ódýrari erlendan innflutning, t.d. með því að taka upp lyfja- og hormónanotkun í kjötframleiðslu eða nota eiturefni. Stöndum vörð um gæðin og gefum engan afslátt á því. Glatað orðspor er erfitt að endurvinna. Verum svo ekkert feimin við að auglýsa íslenskar landbúnaðarvörur sem hreinar og lyfjalausar og selja þær okkur og ferðafólkinu hér heima. Það er ekki hægt að stóla á útflutning fyrir örmarkað eins og okkar. Íslenska sumarið er stutt og framleiðslan er of lítil til að anna stórum erlendum markaði. Ef tekst að auglýsa lambakjöt eða aðrar landbúnaðarvörur svo þær seljist erlendis, eru þær búnar eftir nokkrar vikur og koma ekki aftur fyrr en að ári. Það er að vísu gott fyrir þá sem hafa Hrútasæði flutt utan, svo flytjum við kjötið bara inn. Ritstjórnargrein – um matvælaöryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.