Litli Bergþór - des. 2018, Síða 19

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 19
Litli-Bergþór 19 Aðalfundur og uppskeruhátíð Hrossa ræktar félags Biskupstungna var haldinn í Skjóli þ. 17. október 2018. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Örvar Baldvinsson Geysi, formaður, Sólon Morthens Hrosshaga, ritari og Bent Larsen Fróðason Fellskoti, gjaldkeri. Starfsemi síðasta árs var minni en til stóð, því aflýsa þurfti ræktunardegi á Flúðum sem fyrirhugaður var 5. maí 2018 og skemmtiferð, sem fyrirhuguð var í október, vegna ónógrar þátttöku. Hinsvegar var farin hópferð á stóðhestasýningu í Sprettshöllinni í lok apríl, þar sem var mikið af góðum hrossum. Um 20 manns tóku þátt í þeirri ferð, sem endaði með heimboði í hesthús þeirra Valdimars Grímssonar og frú Kristínar, sem tóku höfðinglega á móti hópnum. Á uppskeruhátíðinni í Skjóli nú í október var gestur fundarins Pétur Halldórsson. Hann er margreyndur sýn ingar stjóri kyn bótasýninga og deildi hann reynslu sinni með fundar gestum. Þar voru að vanda veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross og ræktunarbú ársins 2018 og er skemmst frá því að segja að Magnús Einarsson í Kjarnholtum sópaði til sín öllum verðlaunum fyrir Hrossaræktarfélag Biskupstungna Jón Örvar færði Maríu Þórarinsdóttur í Fellskoti þakkir fyrir góð störf fyrir félagið. Eigendur hæst dæmdu ræktunarmeranna. F.v. Guðný Höskuldsdóttir Reykholti, Trausti Hjálmarsson Austurhlíð, Sjöfn Kolbeins Dalsholti og Ólafur Einarsson Torfastöðum.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.