Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 19
Litli-Bergþór 19 Aðalfundur og uppskeruhátíð Hrossa ræktar félags Biskupstungna var haldinn í Skjóli þ. 17. október 2018. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Örvar Baldvinsson Geysi, formaður, Sólon Morthens Hrosshaga, ritari og Bent Larsen Fróðason Fellskoti, gjaldkeri. Starfsemi síðasta árs var minni en til stóð, því aflýsa þurfti ræktunardegi á Flúðum sem fyrirhugaður var 5. maí 2018 og skemmtiferð, sem fyrirhuguð var í október, vegna ónógrar þátttöku. Hinsvegar var farin hópferð á stóðhestasýningu í Sprettshöllinni í lok apríl, þar sem var mikið af góðum hrossum. Um 20 manns tóku þátt í þeirri ferð, sem endaði með heimboði í hesthús þeirra Valdimars Grímssonar og frú Kristínar, sem tóku höfðinglega á móti hópnum. Á uppskeruhátíðinni í Skjóli nú í október var gestur fundarins Pétur Halldórsson. Hann er margreyndur sýn ingar stjóri kyn bótasýninga og deildi hann reynslu sinni með fundar gestum. Þar voru að vanda veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross og ræktunarbú ársins 2018 og er skemmst frá því að segja að Magnús Einarsson í Kjarnholtum sópaði til sín öllum verðlaunum fyrir Hrossaræktarfélag Biskupstungna Jón Örvar færði Maríu Þórarinsdóttur í Fellskoti þakkir fyrir góð störf fyrir félagið. Eigendur hæst dæmdu ræktunarmeranna. F.v. Guðný Höskuldsdóttir Reykholti, Trausti Hjálmarsson Austurhlíð, Sjöfn Kolbeins Dalsholti og Ólafur Einarsson Torfastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.