Litli Bergþór - dec. 2018, Side 23

Litli Bergþór - dec. 2018, Side 23
Litli-Bergþór 23 Íslands styrkti efniskaup að hluta. Brúin mun auðvelda göngu- og hjólreiðafólki að komast á milli Hvítárness og Árbúða á sumrin, en á veturna verður hún tekin upp. Merkingar reiðleiða á Biskupstungnaafrétti. Í samvinnu við Landssamband hestamanna, hafa heimamenn í Biskupstungum unnið í haust að því þarfa verkefni að kortleggja og merkja reiðleiðir á Biskupstungnaafrétti, til að stýra þar umferð og vernda með því viðkvæm gróðursvæði. Voru settir upp 15 vegprestar og eru á þeim 42 vegvísar. Sá syðsti er við Gullfoss og svo rekja þeir sig norður allan afrétt inn á Hveravelli. Við helstu áningarstaði hafa svo verið sett upp fræðslu- og upplýsingaskilti, þ. við Fremstaver, Árbúðir, Svartárbotna, og í Sóleyjardal fyrir þá sem fara um Þjófadali. Á skiltunum er kort af nærliggjandi svæði, örnefni, stutt ágrip af sögu viðkomandi svæðis og upplýsingar um það hvernig ferðast á um hálendið. Skiltin eru bæði á ensku og íslensku. Á hverjum vegpresti eru hlaupandi númer 801.01 til 15. Þau eru hnitsett í kortasjá LH, og þar með tengd neyðarlínunni. Þetta eykur því til muna öryggi vegfarenda. Vinna við verkefnið er unnin í sjálfboðavinnu. Eini kostnaður við verkefnið er framleiðsla skiltanna, sem var greiddur af LH. Á Skálholtshátíð 22. júlí vígði frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Kristján Björnsson, til embættis vígslubiskups í Skálholti, í stað Kristjáns Vals Ingólfssonar, sem lét af störfum, ári síðar en aldur hans leyfir. Prestar og biskupar gengu hempuklæddir og skrýddir úr skóla til kirkju með öðrum vígslu- vottum og gestum. Eftir messuna bauð biskup Íslands uppá kaffi í Skálholtsskóla. Í tengslum við Skálholtshátíð undirritaði biskup Íslands samning við Skógræktarfélag Íslands um að félagið fái afnot af 230 ha úr landi Skálholts til 90 ára. Er ætlunin að rækta þar yndisskóg með göngustígum, sem yrði hluti af framlagi kirkjunnar til kolefnisjöfnunar. Gjaldtaka í Skálholti. 1. september var byrjað að taka gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum sem koma með farþega í rútum í Skálholt. Er gjaldið kr 3.000 fyrir stórar rútur og 1.500 fyrir minni rútur, en það veitir aðgang að safnahúsi og kjallara kirkjunnar auk salerna. Er fyrirtækjunum sendur reikningur eftir á fyrir þessari þjónustu. Nýr sveitarstjóri. Þann 10. júlí sam þykkti sveitar stjórn ein róma að ráða Ástu Stefáns dóttur, fyrrum bæjarstjóra Ár- borgar, sem sveitar stj óra Blá skógabyggðar. Ásta er lög fræðingur að mennt og var hún ein af 24 um- sækjendum um embættið, en Hagvangur sá um ráðningarferlið. Hún tók við starfinu þ. 16. ágúst. Ásta var síðan í liði bæjar- og sveitarstjóra í Útsvari 2. nóvember. Andstæðingur þeirra var lið Norðurþings. Lið Ástu sigraði ekki. Á Spóastöðum er verið að byggja fjós sem er um 1550 fermetrar að stærð og með 140 legubásum fyrir mjólkurkýr. Í því er einnig gert ráð fyrir stíu Brúin við Árbúðir. Ásta Stefánsdóttir. Kristján Björnsson nývígður (mynd pms). Þorfinnur í nýja fjósinu (mynd Ólafur Sæmundsson).

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.