Litli Bergþór - dec 2018, Qupperneq 24

Litli Bergþór - dec 2018, Qupperneq 24
þar sem smákálfar upp að 2 mánaða aldri verða aldir, þar til þeir verða fluttir yfir í „gamla“ fjósið, þar sem kálfa og geldneytauppeldið verður. Gert er ráð fyrir að mjólkurkýrnar verði færðar í nýja fjósið fyrir jól en þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvort það tekst. Tveir róbótar af gerðinni Lely A5, eru komnir í hús. Þegar starfsemin á neðri hæðinni verður komin í gagnið verður hafist handa við að innrétta skrifstofu og kaffistofu á efri hæðinni. Eins og nærri má geta er hér um að ræða hátæknifjós með allan besta aðbúnað fyrir kýr og menn, velferðarstíu, rafmagnsbursta og sköfuróbót. Bygging nýs leikskóla hafin. Eins og lesendum Litla-Bergþórs er kunnugt, hefur Leikskólinn Álfaborg í Reykholti verið á hrakhólum með húsnæði síðan mygla greindist í gamla barnaskólahúsinu, þar sem leikskólinn var til húsa í mörg ár. Var þá rýmt til fyrir starfsemina í vesturálmu grunnskólans, en nú hillir loks undir betra ástand í húsnæðismálum skólans. Í september hófst uppsteypa nýrrar byggingar fyrir leikskólann Álfaborg, á lóð milli grunnskólans og sundlaugar. Húsið verður 540 fm, þrjár deildir og rúmar 60 börn. Stefnt er að því að skólahúsið verði tekið í notkun 1. ágúst 2019. Það eru VA- arkitektar sem hanna húsið, en Verkís sér um verkfræðihlið hönnunarinnar. Ari Oddsson ehf sér um uppbyggingu fyrsta áfanga, þ.e. sökkul, uppsteypu, einangrun, klæðningu, glugga, hurðir og frágang á þaki. Annar áfangi, þ.e.innanhúsfrágangur og lóð leikskólans, var boðinn út í haust og eru viðræður í gangi við lægstbjóðanda, HK verktaka. Bergholt. Vegna fjölgunar leikskólabarna og tilheyrandi þrengsla í bráðabirgðahúsnæði leikskólans í grunnskólanum, var eldri deild Leikskólans Álfaborgar flutt yfir í Bergholt í haust. Eldri borgarar, sem jafnan hafa aðstöðu þar, hafa því tímabundið flutt sig um set yfir í Aratungu og jafnvel víðar, til að liðka um fyrir leikskólastarfseminni þar til nýi leikskólinn verður tekinn í notkun. Ekki varð af því að Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum væri haldin í ágúst þetta árið, eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Var viss þreyta hlaupin í mannskapinn sem haldið hefur utan um hátíðina frá upphafi og aðrir ekki tilkippilegir til aðstoðar. Verður áframhaldið skoðað að ári. Sindri bakari er nú hættur starfsemi á Flúðum. Sveitungar geta samt nálgast bakarísgóðgæti í Bjarnabúð frá Guðna bakara á Selfossi. Borað var eftir heitu vatni í Höfða í sumar og fengust ca 3-4 sekúndulítrar af 43 gráða heitu vatni á rúmlega 400 metra dýpi. Ný vefsíða um Laugarás. Þann 29. september, í tilefni af því að þá var öld liðin frá fæðingu Skúla Magnússonar í Hveratúni, var opnuð forsýning á vefnum laugaras.is, þar sem fjallað er um sögu Þorpsins í skóginum í máli og myndum. Þann 11. nóvember, þegar öld var liðin frá því að heimstyrjöldinni fyrri lauk, voru opnaðir fleiri þættir og síðan enn fleiri þann 1. desember, þegar öld var liðin frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Hvað gerist þann 30. desember? Páll M. Skúlason vinnur að þessu verki og Guðný Þórfríður Magnúsdóttir frá Hveratúni er honum til aðstoðar við veftæknilega þætti. Vinnan við þennan vef nýtur stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Slow food. Í september fékk Dóra Svavarsdóttir frá Drumboddsstöðum, sem situr í stjórn Slow food á Íslandi, þær Sigríði í Arnarholti og Jórunni systur sína með sér á Slow food matvælasýningu í Torino á Ítalíu. Er ráðstefna þessi haldin á tveggja ára fresti. Kjörorð samtakanna er "Food for change". Viðtöl birtust við þær í Landanum að því tilefni. Það sem felst í kjörorðunum er að láta matar- innkaupin gera það besta fyrir jörðina okkar Höfði.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.