Litli Bergþór - dec. 2018, Side 26

Litli Bergþór - dec. 2018, Side 26
26 Litli-Bergþór Sveitarstjórn samþykkti deiliskipulagsbreytingu, vegna hótelbyggingar og baðlóns á Efri- Reykjum, á fundi sínum 31. október. Kynnt hefur verið endurskoðað deiliskipulag fyrir Reykholt sem gerir m.a. ráð fyrir íbúðargötu sunnan við Kistuholt, Brekkuholti þar sem gert er ráð fyrir 11 lóðum með 23-31 íbúðum og byggð sunnan við þjóðveginn, vestan Bjarnabúðar, Tungurima og Borgarrima, þar sem gert er ráð fyrir 46 lóðum með 94-143 íbúð- um. Skipulagstillagan er í kynningarferli. Opnun facebook síðu Bláskógabyggðar. Á 200. fundi byggða ráðs 1. nóvember opnaði for- maður byggðaráðs, Valgerður Sævarsdóttir nýja facebooksíðu Bláskógabyggðar, en henni er ætlað að koma á framfæri upplýsingum og tilkynningum til íbúa sveitarfélagsins og annarra. Viðgerð á steindum gluggum Gerðar Helga- dóttur í Skálholtskirkju er nú lokið. Síðustu gluggarnir voru settir aftur á sinn stað í lok nóvember. Það voru starfsmenn þýska fyrirtækisins Oidtmann í Þýskalandi sem sáu um verkið, en það verkstæði smíðaði upphaflega glugga Gerðar. Einnig gerðu Þjóðverjarnir við altarisverk Nínu Tryggvadóttur, en það skemmdist nokkuð í Suðurlandsskjálfunum í upphafi aldarinnar. Verkið var hreinsað og mosaikflísarnar slípaðar upp. Þann 16. desember var haldið upp á lok viðgerða á þessum þjóðargersemum, með messu og samkomu í kirkjunni. Tónleikar. Þann 1. desember var 100 ára fullveldis á Íslandi m.a. minnst með tón- leikum í Skálholti. Þar tóku þátt Skálholtskór- inn, Kirkjukór Stóra-Núps og Ólafsvallakirkju, Karlakór Selfoss auk kóra úr Rangárvallasýslu, ein söngvara og hljóðfæraleikara. Var það skemmti leg samkoma og vel mætt. Jólamarkaður. Kvenfélag Biskupstungna hélt upp á fullveldisdaginn 1. desember með sínum árlega jólamarkaði. Var markaðurinn mjög fjölbreyttur í þetta sinn og mikið af fallegu handverki. Veglegt kaffihlaðborð Kven- félagsins var á sínum stað sem og tombólan og piparkökuhúsakeppnin. Voru það skóla- bræðurnir Gunnar Tómasson, Magnús Haf- steinsson og Skírnir Eiríksson, sem reyndust eiga flottasta piparkökuhúsið í þetta sinn. Styrkir: Á jólamarkaðinum afhenti formaður Kvenfélagsins, Agnes Geirdal, formlega 20 standborð með dúkum til afnota í Aratungu, að verðmæti kr 543.000. Kvenfélagið styrkti líka fleira á árinu. M.a. gaf félagið: ¼ hluta kostnaðar eða kr 225.000 til smíði nýrrar harmóníkuhurðar milli salanna í Aratungu, kr 250.157 til kaupa á 5 spjaldtölvum fyrir unglingastigið í Bláskógaskóla, kr 100.000 til kaupa á nýju hlaupabretti í þreksalinn í íþróttahúsinu og 20.000 til viðhalds ljósakeðju á Iðubrú. Kr. 200.000 runnu í Sjóðinn góða og 200.000 til annarra samfélagslegra verkefna. Einnig má telja 29.500 kr í ritunarsjóð SSK og 25.000 til kaupa á lífsmarkamæli fyrir HSu á Selfossi, í félagi við önnur kvenfélög í uppsveitunum.. Samtals gaf Kvenfélagið því um 1,6 milljónir til samfélagsins á árinu. Bragi Þorsteinsson á Vatnsleysu lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 12. september. Útför hans var gerð frá Skálholts - dómkirkju 22. september. Vigdís Kristjánsdóttir, Ásakoti lést á heimili sínu 28. október. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Bræðratungukirkju 3. nóvember. Andlát Fyrirhugað hótel við Efri Reyki.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.