Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 39

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 39
Litli-Bergþór 39 Það var sjaldan messað á sumrin á þessum árum, en þó kom það fyrir. Kirkjan var og er lítil og falleg en óupphituð. Þarna upp í turninum voru klukkurnar og í nokkur ár verpti þarna máríuerla enda klukkunum ekki hringt nema þegar boðað var til guðsþjónustu. Þegar messað var komu flestir inn í kaffi og ræddu málin. Fyrsta messan er mér mjög minnisstæð. Það hafði verið kosinn nýr prestur, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og fólk fjölmennti mjög til þess að hlusta á kenningu nýja prestsins. Ég man að í ræðunni hafði hann orð á því að nútímamenn töluðu mikið. Svo stríddi Svenni bróðir þinn mér á því allt sumarið að ég væri nútímamaður af því að ég talaði mikið. Skúli var oddviti og margir þurftu að hitta hann af þeim sökum. Svo komu nágrannarnir mikið, sérstaklega fólkið frá Hvítárbakka og Ásakoti. Heima við hjá Hvítárbakka var rétt og þar var rúið á vorin, reyndar var rétt í Grænaskarði og víðar var féð rúið og lömb mörkuð. Á Galtalæk voru börnin Jonni og Unna á svipuðum aldri og ég svo ég kynntist þeim nokkuð. Á sunnudögum var oft farið í útreiðartúra enda var ég mikið fyrir hesta. Krakkarnir voru misjafnlega mikið fyrir hesta og sumir voru frekar hræddir við að fara á hestbak. Þeir hefðu átt að leita sér sumardvalar annars staðar. En flestir fengu þá afþreyingu sem þeim hentaði. Þú spyrð mig að því hvernig heimilslífið hafi verið eða hvað mér er minnisstætt úr daglega lífinu. Þegar ég kom fyrst, vorið 1955 voru þau Svenni og Sigga nýgift. Þau bjuggu í einu herbergi á miðhæðinni, en Svenni var farinn að efna til húsbyggingar sem eðlilegt var. Guðrún fæddist svo veturinn eftir, svo það voru þarna tvær fjölskyldur fyrstu sumrin sem ég var þarna. Það var alltaf töluvert af vinnufólki. Ég man eftir Guðmundi Stefánssyni bróður Siggu, Jóni „sterka“ Guðlaugssyni maraþonhlaupara. Hann hefur sagt þér að þarna hafi hann átt gott atlæti, en hann átti víst erfiða æsku. Það verð ég að segja að aldrei var gert grín að þeim sem voru minni máttar. Ég man eftir minka-Gvendi, Guðmundi Gunnarssyni frænda mínum. Hann hafði mikla veiðináttúru og þjálfaði heimilishundinn til að þefa uppi minka og það voru verðlaun fyrir hvern veiddan mink. Svo var Haukur Daðason í eitt ár, skemmtilegur og töluverður gæi. Hann var mjög barngóður, við hændumst að honum. Við strákarnir sváfum uppi á lofti, sem kallað var. Þar voru fjögur rúm og ágætt að vera. Þarna voru líka stúlkur sem ég man eftir, t.d. Guðný Jónasdóttir(Guðmundssonar) úr Reykjavík sem var í tvö eða þrjú sumur og Ragnhildur Benediktsdóttir úr Hafnarfirði, sem var líka eitthvað viðloðandi sveitina lengi. Svo voru krakkar sem stóðu skemur við en sumir voru þó mjög lengi viðloðandi heimilið. Það var sem sagt mjög fjölmennt við eldhúsborðið og hefur þurft mikið að elda ofan í okkur. Í eldhúsinu var olíueldavél ; AGA og þetta hefur verið kostagripur því aldrei bilaði hún. Þarna í kjallaranum var búr þar sem reynt var að hafa kalt eftir því sem hægt var, þarna var þvotthús og hefur mikið þurft að þvo, því við vorum alltaf úti, ekki alltaf mjög hreinleg. Annars man ég lítið frá því en þær Sigga og mamma þín hafa séð um það. Ég á sem sagt góðar minningar frá þessum árum og mér leiddist aldrei. Ég er ekki frá því að sumum hafi leiðst, sem Magnús Gunnarsson í vorverkum við Urriðaá. Páll Skúlason á gömlum Ferguson. Ég man líka eftir Jóni sterka. Karl í krapinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.