Litli Bergþór - des. 2018, Síða 41

Litli Bergþór - des. 2018, Síða 41
Litli-Bergþór 41 Um miðjan ágúst ár hvert fer að magnast spennan meðal sauðfjárbænda í Biskupstungum og velunnara þeirra; það styttist í fund fjallskilanefndar. Fjallskilaseðill Biskupstungna er gefinn út að loknum fundi og við taka vangaveltur og bollaleggingar manna á milli um það hverjir fari til fjalls. Er Rúnar á Vatnsleysu búinn að manna? En Trausti? Hverjir fara fyrir Egil? Fer ekki Villa fyrir Snorra? Fara allir Kotskrakkarnir? Hver skildi fara fyrir Óla í Úthlíð núna? Farið þið Kjartan bæði, ætlar ekki pabbi þinn? Sér ekki Nagli um trússinn, fer ekki kerran hans Agnars? Ætla ekki Camilla og Gudda að elda? Þessum spurningum og mörgum fleiri er ekki auðsvarað og við sumum fást ekki svör fyrr en að kvöldi fjallreiðardags. Í seinni tíð hefur skipulag fjallferða aðeins tekið breytingum. Frá 2012 hefur fyrsti náttstaður fjallmanna verið í Svartárbotnum (Gíslaskála), en var áður í Árbúðum og þar áður í Hvítárnesi eða til 1992. Við þetta breyttist nokkuð yfirbragð fjallreiðardagsins. Flestir keyra hesta sína í Árbúðir og ríða þaðan hina fallegu leið Aðeins af smalamennskum fyrr og nú á Biskupstungnaafrétti er munaður sem við búum við alla fjallferðina. Þennan góða aðbúnað má að miklu leyti þakka þeim Lofti og Vilborgu í Myrkholti, en þau hafa séð um rekstur skálanna á afréttinum undanfarinn áratug af miklum myndarskap. Við eru lánsöm Tungnamenn, það hefur alltaf verið ásókn í að fara til fjalls með okkur, ólíkt því sem er víða annarsstaðar. Það eiga að fara 26 smalar í fyrsta safn, í haust voru smalarnir 29 þar sem þrír sóttust eftir að fara þó þeir hefðu ekki leit. Það er þó viss kjarni sem fer alltaf og sumir hafa Guðrún S. Magnúsdóttir: upp með Svartá og um Gránunes í Svartárbotna. Þó er alltaf að færast í aukana að fjallmenn séu keyrðir alla leið inn í Svartárbotna með hesta sína. Við þessa breytingu breyttist einnig fyrsti smaladagur og er nú stærsti hluti Kjalhrauns smalaður þann dag, auk Hveravallasvæðisins eins og áður var. Áður var allt hraunið smalað annan smaladag. Fyrir breytinguna var svæðið fyrir vestan Fúlukvísl frá Þverbrekkum inn í Fögruhlíð smalað fyrsta smaladag, auk Þjófadala. Nú er þetta svæði smalað annan smaladag. Smölun á austurhluta afréttarins, austurhraunið og Austurkrókinn inn að Hofsjökli, hefur haldist lítið breytt í áratugi. Þar smala 8 menn og sjá um það svæði fyrstu tvo smaladagana. Árið 2015 var svo ákveðið að hætta að gista á Hveravöllum, keyra heldur fjallmenn í náttstað í Svartárbotna og nýta betur það góða hús sem Gíslaskáli er. Þetta hefur gefið góða raun og er til mikilla þæginda bæði fyrir fjallmenn og ráðskonur, sjaldnar þarf að pakka öllum farangri og flytja milla skála. Óvíða er aðbúnaður fjallmanna eins góður og á Biskupstungnaafrétti. Rafmagn, sturtur og vatnssalerni Fjallkóngurinn Guðrún S. Magnúsdóttir. Áð við Þjófafell. Vilborg í Myrkholti, Brynjar á Heiði og Egill Björn á Vatnsleysu.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.