Litli Bergþór - dec. 2018, Side 50

Litli Bergþór - dec. 2018, Side 50
50 Litli-Bergþór Í félaginu eru nú rúmlega 50 manns, en fólk er þó misjafnlega virkt. Guðni Lýðsson í Reykholti, er formaður, Sigurbjörg Snorradóttir á Galtalæk er ritari og Svavar Sveinsson á Gilbrún er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Ólafur Jónasson í Reykholti og Áslaug Jóhannesdóttir á Spóastöðum. Í haust höfum við farið í tvær ferðir saman. Í annað skiptið var farið á vegum félagsins til höfuð- borgarsvæðisins og hinsvegar með kvenfélagskonum á Þingvelli. Frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum Við byrjuðum á Bessastöðum í Stór-Reykjavíkurheimsókninni. Þar var tekið á móti okkur af staðarhaldara sem sýndi okkur húsið frá kjallara upp í ris. Fornminjar í kjallara, móttökuaðstöðu forsetans á miðhæð og geymdar gjafir frá erlendum þjóðaleiðtogum í risinu. Síðan lá leið okkar í Háaleitishverfið þar sem við skoðuðum lífrænan útivistargarð þar sem voru lífræn listaverk af ýmsum toga. Á heimleið fengum við okkur að borða í veitingahúsinu Höndum í Höfn í Þorlákshöfn. Var þessi ferð vel heppnuð í alla staði. Í Þingvallaferðinni skoðuðum við nýja aðstöðu á Hakinu og fórum í „leikjatölvur“ þar. Við skoðuðum líka Sogsvirkjunina og að lokum borðuðum við á hótel Borealis í Grímsnesi sem okkur þótti mjög frumlegt. Allt gladdi þetta okkur og kunnum við Kvenfélaginu kærar þakkir fyrir. Hefðbundin dagskrá vetrarins hófst síðan í byrjun október. Við hittumst tvisvar í viku. Fyrst á þriðjudögum kl. 16:30 í íþróttamiðstöðinni. Þar iðkum við Í móttökusal forsetaembættisins. Sigurður Erlendsson tekur í orgel Bessastaðakirkju. Með honum á myndinni, f.v. Sigurjón Kristinsson, Guðrún Mikaelsdóttir, Oddný Jósefsdóttir, Guðni Lýðsson og Ólafur Jónasson.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.