Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 50

Litli Bergþór - des. 2018, Blaðsíða 50
50 Litli-Bergþór Í félaginu eru nú rúmlega 50 manns, en fólk er þó misjafnlega virkt. Guðni Lýðsson í Reykholti, er formaður, Sigurbjörg Snorradóttir á Galtalæk er ritari og Svavar Sveinsson á Gilbrún er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Ólafur Jónasson í Reykholti og Áslaug Jóhannesdóttir á Spóastöðum. Í haust höfum við farið í tvær ferðir saman. Í annað skiptið var farið á vegum félagsins til höfuð- borgarsvæðisins og hinsvegar með kvenfélagskonum á Þingvelli. Frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum Við byrjuðum á Bessastöðum í Stór-Reykjavíkurheimsókninni. Þar var tekið á móti okkur af staðarhaldara sem sýndi okkur húsið frá kjallara upp í ris. Fornminjar í kjallara, móttökuaðstöðu forsetans á miðhæð og geymdar gjafir frá erlendum þjóðaleiðtogum í risinu. Síðan lá leið okkar í Háaleitishverfið þar sem við skoðuðum lífrænan útivistargarð þar sem voru lífræn listaverk af ýmsum toga. Á heimleið fengum við okkur að borða í veitingahúsinu Höndum í Höfn í Þorlákshöfn. Var þessi ferð vel heppnuð í alla staði. Í Þingvallaferðinni skoðuðum við nýja aðstöðu á Hakinu og fórum í „leikjatölvur“ þar. Við skoðuðum líka Sogsvirkjunina og að lokum borðuðum við á hótel Borealis í Grímsnesi sem okkur þótti mjög frumlegt. Allt gladdi þetta okkur og kunnum við Kvenfélaginu kærar þakkir fyrir. Hefðbundin dagskrá vetrarins hófst síðan í byrjun október. Við hittumst tvisvar í viku. Fyrst á þriðjudögum kl. 16:30 í íþróttamiðstöðinni. Þar iðkum við Í móttökusal forsetaembættisins. Sigurður Erlendsson tekur í orgel Bessastaðakirkju. Með honum á myndinni, f.v. Sigurjón Kristinsson, Guðrún Mikaelsdóttir, Oddný Jósefsdóttir, Guðni Lýðsson og Ólafur Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.