Litli Bergþór - Dec 2018, Page 51
Litli-Bergþór 51
leikfimi af miklum móð og æfum snilli okkar í boccia. Að því loknu fáum við okkur smá sundsprett
og látum síðan fara vel um okkur í heita pottinum þar sem landsins gagn og nauðsynjar eru krufin til
mergjar og væri betur ef ríkisstjórnin hefði nú smá samráð við svona skynsamt fólk.
Alla fimmtudaga hittumst við kl. 14:00 í
Aratungu og eigum góða stund saman við
alls konar spil, prjónaskap, boccia, spjall
og fleira, eftir því hvað hver kýs. Þessir
fundir voru fluttir úr Bergholtinu í byrjun
nóvember yfir í Aratungu, þar sem við
lánuðum leikskólanum Bergholt tímabundið.
Við verðum líkast til í Aratungu a.m.k. fram
að áramótum, jafnvel lengur, en það fer eftir
því hversu hratt og vel gengur að setja í stand
viðbótina við Bergholtsaðstöðuna.
Sveitarfélagið bauð okkur í ferð að skoða
virkjunina á Brú einn fimmtudaginn í nóvem-
ber til að bæta okkur upp að Aratunga var upptekin
á okkar tíma. Var það fróðlegt og skemmtilegt að
sjá og var okkur boðið að þiggja kaffi á Hótel
Geysi á eftir.
Að venju er það þannig að fyrsta fimmtudag
í mánuði eru „fínni“ fundir, sem merkir að þá
fáum við einhverja til að tala yfir hausamótunum
fína kaffið en hitt sem er mjög fínt líka kostar 500 krónur. Það er Brynja Eyþórsdóttir sem
hefur séð um kaffið hjá okkur það sem af er vetrar.
Við höfum verið í lauslegu samstarfi við síðuna 60+ um að koma upplýsingum á framfæri
til þeirra sem eru með Fésbókina og vonumst við til að það samstarf eflist frekar en hitt.
Þá viljum við að venju bjóða alla 60 ára og eldri velkomna í félagið. Við hlökkum til að fá
ykkur og sjá ykkur.
Fyrir hönd og eftir leiðsögn, ritara Félags eldri borgara í Biskupstungum.
Svava Theodórsdóttir.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Eru
„febbarar“
á hrakhólum í
þessari sveit?
á okkur um hin ýmsu málefni. Þegar
því er lokið eru kaffiveitingar sem
slá hverri meðal fermingarveislu við
í fínheitum enda kostar það meira en
kaffið hina fimmtudagana. Þessu er
þó öllu stillt í hóf, 1000 krónur kostar
Við listaverk Dagnýjar Guðmundsdóttur í Safamýri.
Hlustað á fyrirlestur í Bergholti.