Litli Bergþór - Dec 2018, Page 53
Litli-Bergþór 53
fermdur í Hruna vorið 1877 og fær þennan vitnisburð:6 „les dável, kann ágætlega, skilur ágætlega,
siðferði ágætt“.
Árið 1880 er Lárus enn á Kotlaugum, þá 18 ára vinnumaður, en fyrir 1890 er hann kominn að Tungufelli
og er þar vinnumaður til 1897.7 Þá urðu ábúendaskipti þar og Lárus fluttist norður að Eiðsstöðum í
6 Prestþjónustubók Hrunakirkju. Tekið er fram að ekkert fermingarbarnanna sé „sveitarbarn“, þ.e. á framfærslu hreppsins.
7 Í skrá um örnefni í Tungufellslandi eftir Guðmund Jónsson á Kópsvatni (1930 – 1989) er tvívegis vitnað til Lárusar
um tóftir beitarhúsa frá Tungufelli. Annað þeirra hefði verið í svonefndri Gulltorfu, frá 18. öld að talið var, en hitt
(Dalhúsið) hafði verið flutt „vegna aðfennis áður en Lárus kom að Tungufelli fyrir 1880“. Hann er reyndar skráður á
Kotlaugum í manntalinu 1880 en hefur líklega komið að Tungufelli skömmu síðar.
Húnaþingi. Þar var hann skráður vinnumaður í manntali árið
1901, sagður „fjármaður og sláttumaður“. Fjármennskan,
helsta vetrarstarf margra vinnumanna, var talsvert
ábyrgðarstarf. Það fólst einkum í vetrarfóðrun sauðfjárins
sem víðast hvar var undirstaða afkomunnar hjá bændafólki.
Vandinn var sá að fóðra nægilega vel með hóflegri heygjöf,
nýta vetrarbeitina eins og mögulegt var til að spara hey.
Nú er komið að tilefni þessara skrifa. Þegar Lárus var
í Tungufelli hélt hann í fimm vetur, 1889/90 til 1893/94,
skýrslu um fóðrun fjár í tveimur beitarhúsum á Tungufellsdal,
Dalhúsi og Skógarkoti. Lárus sá um gegningar í þeim báðum
og skráði nákvæmlega hvaða daga var gefið og hversu mikið
af heyi í hvert skipti. Í lok hvers vetrar reiknaði hann út
hve mikið hafði verið gefið yfir veturinn og hvað það var
mikið á hverja kind. Þetta skrifaði Lárus skilmerkilega í litla
vasabók sem enn er til. Bókina hefur hann líklega skilið eftir
í Tungufelli þegar hann fór þaðan árið 1897, svo mikið er
víst, og hún varðveittist í ætt húsbændanna sem þá tóku þar
við.
Í Dalhúsinu voru 60-70 ær á þessum árum og svipaður
fjöldi sauða í Skógarkoti. Vetrarbeitin var að sjálfsögðu
nýtt eins og hægt var, einkum fyrir sauðina sem þurftu þess
vegna mun minna heyfóður en ærnar. Ágætt beitarland var á
Dalnum, þar með víði- og birkikjarr í grennd við bæði fjárhúsin. Dagsgjöf á hvort hús
reiknaði Lárus í „kýrlaupum“ sem tóku sem svaraði málsgjöf af heyi handa kú. Eftir
veturinn umreiknaði hann heyið í hestburði eða pund á hverja kind.
Taflan hér á eftir sýnir helstu þætti í gjafatöflum Lárusar. Hér er reiknað með 5 kg af
heyi í hverjum kýrlaup en Lárus reiknaði að jafnaði með 10 pundum. Ekki var gefið
daglega svo að gjafadagar eru mun færri en dagarnir í tímabilinu frá því fyrst er gefið
þangað til gjöf er alveg hætt.
ær sauðir ær sauðir ær sauðir ær
Fjöldi fjár 62 61 70 70 68 67 64
Fyrst gefið 20. des 20. des 8. jan 23. jan 30. nóv 4. des 29. nóv
Síðast gefið 16. apr 7. apr 15. apr 29. mar 2. maí 14. apr 3. maí
Gjafadagar 114 91 73 34 127 86 103
Gefið, kýrlaupar 763 511 536 278 928 525 747
Gefið alls, kg 3815 2555 2680 1390 4640 2625 3735
Gefið, kg/kind 62 42 38 20 68 39 58
1889/90 1891/92 1892/931890/91
sauðir ær sauðir
66 63 66
13. des 7. des 13. des
9. apr 21. apr 1. apr
45 101 54
300 761 401
1500 3805 2005
23 60 30
1893/94
Kýrlaupar
og hestburðir....
dásamlegir tímar
Forsíða vasabókar Lárusar.