Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 44

Fréttablaðið - 12.03.2016, Page 44
Kalkúnabringa er einstaklega góður og hollur matur. Kalkúnabringu er hægt að mat- reiða á ýmsan hátt. Til dæmis er hægt að setja fyllingu í hana. Hér er hún hins vegar sett í maríner- ingu. Best er að leggja bringuna í kryddblönduna kvöldið áður en ef það næst ekki þá í að minnsta kosti þrjár klukkustundir. Bakaða grænmetið má rekja til Provence í Frakklandi en það passar sérstak- lega vel með ljósu kjöti. Uppskriftin miðast við 8 manns. Um 1.500 g kalkúnabringa með skinni 4 msk. fersk minta 4 msk. blaðsteinselja 4 msk. ferskt kóríander 2 hvítlauksrif, smátt skorin 1 sítróna, safi og fínt rifinn börkur 1 tsk. cumin ½ dl ólífuolía 1 dl hvítvín Salt og nýmalaður pipar Grænmetisform 1 eggaldin 1 kúrbítur 1 tómatur 4 msk. ólífuolía 1 tsk. salt Nýmalaður pipar 2 tsk. tímían 2 hvítlauksrif, pressuð 100 g ferskur mozzarella-ostur Þerrið kalkúnabringu með eldhús- pappír. Setjið allt sem á að fara í krydd- lög í matvinnsluvél. Leggið kal- kúnabringu í skál og hellið krydd- blöndunni yfir. Látið þekja kjötið vel og vandlega. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 220°C. Takið bringuna úr kryddblöndunni og leggið í eldfast fat. Geymið krydd- ið þar til síðar. Eldið bringuna í 20 mínútur en lækkið þá hitann í 125°C. Eldið áfram þar ti l kjöthita- mælir sýnir 65°C í þykk- asta hluta bringunn- ar. Þegar þeim hita er náð er kjöt- ið tekið út og látið standa á borði í 15 mín- útur áður en það er skorið niður. Skerið eggaldin, kúr- bít og tómatinn í þunnar sneiðar. Smyrjið lítið eldfast mót með olíu. Rúllið sneiðunum upp og leggið í formið. Það má líka bæta við fleiri grænmetis tegundum eftir smekk. Penslið yfir grænmetið með ólífu- olíu og kryddið með salti, pipar, tímían og hvítlauk. Setjið grænmetið inn í ofn- inn þegar hann er 125°C með kalkúnabring- unni. Þegar kjötið er tilbúið og tekið út er hitinn hækk- aður í 180°C og grænmetið bakað áfram. Þegar grænmet- ið er fullsteikt er bitum af mozz- arella-osti stráð yfir. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með grænmeti. Einföld sósa 60 g smjör 60 g hveiti 8 dl kjúklingakraftur 2 dl rjómi Salt og pipar Ostur Kalkúnakrydd Smá hvítvín Bræðið smjör og hrærið hveiti saman við. Þá er kjúklingasoðið hrært saman við smátt og smátt svo sósan verði kekkjalaus. Loks er rjóma og hvít- víni bætt við. Gott er að setja ost í sós- una, pipar ost, villi- sveppaost eða gráðost. Ef not- aður er gráðost- ur þarf líka að setja matskeið af rifsberjahlaupi. Bragðbætið sósuna með salti, pipar og kalkúnakryddi eftir því sem þarf. Tíramísú Þetta er einn vinsælasti ítalski eftirrétturinn. Öllum finnst rétt- urinn góður og það er hægt að laga hann daginn áður sem er þægilegt. 3 eggjarauður 3 msk. sykur 250 g mascarpone-ostur 3 eggjahvítur ¼ tsk. salt 20 Lady fingers kökur 3 dl kalt espressokaffi 2 msk. koníak eða amaretto 4 msk. rifið dökkt súkkulaði Þeytið eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá mascarpone-osti við og hrærið allt vel saman. Stífþeyt- ið eggjahvítur með salti. Blandið þeim síðan saman við ostablönd- una. Setjið ostablöndu í botninn á fallegri skál. Dýfið Lady fingers í kaffi sem hefur verið bland- að með koníaki. Leggið kökurn- ar yfir blönduna. Setjið annað lag af ostablöndu yfir og síðan kaffi- vættar kökur. Þetta er endurtek- ið þar til allt er búið. Dreifið rifnu súkkulaði yfir og kælið. elin@365.is KryddUð KalKúnabringa og Tíramísú Ætlar þú að halda matarboð um helgina? Maríneruð kalkúnabringa, borin fram með bökuðu grænmeti, er veislumatur sem hentar öllum og er bæði hollur og ljúffengur. Tíramísú í eftirrétt kætir bragðlaukana. SUÐURLANDSBRAUT 24 | 108 REYKJAVÍK SÍMI 516 0100 | WWW.HEIMILIOGSKOLI.IS AÐALFUNDUR HEIMILIS OG SKÓLA Aðalfundur Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verður haldinn mánudaginn 11. apríl kl.17:00. Fundurinn verður haldinn hjá SAMFOK í fundarsal á 4. hæð, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og eru félagsmenn hvair til að mæta. Nánari upplýsingar á Texasborgarar.is og Facebook Texas-kántrí á sunnudögum Goðsögnin Johnny King ríður á vaðið 13. mars kl. 15. Kóngurinn flytur eigin lög og annarra ásamt gestaspilurum og -söngvurum. Skotheldur sunnudagsbíltúr. Frítt inn. Nýir sælkeraréttir Nautalundaborgari – 1.690 kr. með frönskum, laukstráum og bernaise Lúxus-humarpítsa – 1.990 kr. með humri, rauðlauk, papriku og hvítlauk Johnny King á Texasborgurum! af Texas- ostborgara með frönskum. Aðeins 1.290 kr. fyrir tvo. Klipptu miðann út og hafðu með þér. Gildir til 15.4. 2016. 2 FYRIR 1 ER Í LOFTINU SPRENGISANDUR SIGURJÓN M. EGILSSON OG UMRÆÐA SEM SKIPTIR MÁLI KL. 10:00 12:00SUNNUDAG 1 2 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.