Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 4

Fréttablaðið - 26.09.2015, Page 4
MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA 16. JAN. – 27. FEB. Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega frá 16. jan. – 27 feb. með Icelandair. Farastjóri, Níels Hafsteinsson á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli á tímabilinu 16.–23. janúar. 99.900 KR. VERÐ FRÁ HÓPAR? SENDU FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS Tölur vikunnar 21.9.2015 - 27.9.2015 2.300 milljarða króna sekt á VW yfir höfði sér frá Umhverfiseftirliti Banda­ ríkjanna (EPA) 520 milljarðar króna yrði lágmarkskostnaður vegna hópmálsóknar bíla­ eigenda í Bandaríkjunum 940 milljarða króna hefur Volkswagen lagt til hliðar til að mæta kostnaði vegna málsins Þýskaland Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílafram- leiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áfram- haldandi erfiðleikum og fleiri mál- sóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskipta- vina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bíl- arnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verk- efnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu eru með hugbúnaðinn. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræð- ingur ING bankans, í samtali við Reu- ters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýska- land flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkj- unum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmál- sókn. Á síðasta ári þegar slík hóp- málsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaða- bætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæp- lega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakk- land hefur nú þegar hafið rann- Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen Ef í ljós kemur að svindlhugbúnaður hafi verið í Volkswagen-bílum sem fluttir voru inn til Íslands, þá er tollstjóra heimilt að endurheimta vanreiknuð gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Nýr forstjóri Volkswagen í Þýskalandi var kynntur til leiks í gær. Yfirvöld ríkja í Evrópu eru byrjuð eða búa sig undir að rannsaka útblásturshneykslið sem uppgötvast hefur í Bandaríkjunum. 30 milljónir hafa verið greiddar þingmönnum í dagpeninga á ferðalögum á þessu kjörtímabili. 33 milljörðum króna vörðu einstaklingar til heil- brigðismála á síðasta ári. 50 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi í síðasta mánuði. 250 milljarða fjárfesting er áætluð í fjórum stóriðjuverk- efnum fram til ársins 2018. 113.000 manns heimsóttu gesta- stofur orkufyrir- tækjanna árið 2014. 14,8 ár er meðalaldur ökutækja sem er fargað á Íslandi. 12 metra hækkun varð í Háls- lóni á aðeins tveimur vikum í september. 370.000 krónur er hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi – en var yfir 800.000 árið 2008. 25 milljarða evra lækkun varð á markaðs- verðmæti Volks wagen í vikunni. Volkswagen á sér langa sögu og var stofnað árið 1937. Adolf Hitler réð þá Ferdinand Porsche til að fylgja fordæmi Henry Ford og hanna „bíl fólksins“ fyrir Þýskaland. Hitler nefndi bílinn fyrst KdF-Wagen, en al- menningur kallaði bílinn Volkswagen, bókstaflega bíll fólksins. Bílafram- leiðandinn er sá næststærsti í heiminum í dag, á eftir Toyota. Þrír bílar VW eru á lista 24/7 Wall St yfir 10 mest seldu bíla allra tíma, það eru Volkswagen Golf, Volkswagen-bjallan og Volkswagen Passat. sókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í ein- hverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í öku- tækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrir- tækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lög- festi strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfis- vænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu. saeunn@frettabladid.is Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is 2 6 . s e p T e m b e r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 21. september VW stað- festir að 11 milljónir bíla út um allan heim hafi verið með búnaðinn. Sektin gæti numið 18 milljörðum doll- ara. Lögfræðistofa í New York leggur fram dómsmál fyrir hönd eigenda og leigjenda bifreiðanna. 21.- 22. september Hlutabréfaverð hríðfellur og lækkar um 33% á tveimur dögum, nær lágpunkti í dagsbyrjun 23. september. 22. september Frönsk yfirvöld hefja rannsókn á því hvort svindl- hugbúnaður sé notaður þar í landi. 106,4 Hlutabréfaverð við lokun markaða í gær eftir að það fór að hækka á ný. 162,4 Hlutabréfaverð áður en hneykslismálið var upplýst. 102,5 Hlutabréfaverð lækkaði um 37% þegar það var lægst. Gengi hlutabréfa í Volkswagen lækkar verulega Næstum áttatíu ára saga maí 2014 Rannsóknasetur í Vestur- Virginíuháskóla birtir rannsókn sem sýnir mun hærri losun frá dísil- bílum en áður var haldið fram. Tvær gerðir dísilbíla rannsakaðar, 2012 Jetta og 2013 Passat. Háskólinn lætur Umhverfisstofnun Kaliforníu (CARB) og Umhverfiseftirlit Banda- ríkjanna (EPA) vita. desember 2014 Volkswagen inn- kallar um það bil 500 þúsund bíla til að vinna úr losunarvand- anum. 6. maí 2015 CARB ásamt EPA prófar aftur bílana og sér að innköllunin hafði einungis tímabundin jákvæð áhrif. Tæknileg atriði sem Volks- wagen bendir á geta ekki útskýrt hærri losunina sem kom fram í frekari athugunum CARB. 3. september Á fundi játa forsvarsmenn VW að þeir hafi hannað og komið fyrir svindlhug- búnaðinum. 18. september CARN og EPA birta opinberlega niðurstöður sínar og segja að VW hafi brotið lög. Umhverfiseftirlit Bandaríkj- anna tilkynnir að VW verði sektað vegna 482 þúsund bifreiða með hugbúnað- inum í Bandaríkjunum. 23. september Forstjóri VW, martin Winterkorn, tilkynnir af- sögn sína. 25. september Matthias Müller skipaður nýr for- stjóri Volks- wagen. Hluta- bréfaverð Volks - wagen fer hækk- andi á ný 23.-25. september. desember 2014 september 2015maí 2014 maí 2015 ✿ Í meira en ár hefur leikið grunur á að ekki væri allt með felldu hjá volkswagen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.