Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 44

Fréttablaðið - 26.09.2015, Síða 44
FÓLK| HEILSA Matreiðsluáhugi Birnu vaknaði fyrir alvöru á unglingsárunum. „Ég prófa mig áfram í eldhúsinu og má segja að mataráhuginn hafi fyrst og fremst þróast í gegnum til- raunamennsku,“ segir Birna sem leggur mesta áherslu á heilsusam- legt mataræði sem tengist einnig hinum hugðarefnum hennar, nær- ingarfræði og íþróttum, en Birna æfir hlaup með FH. Birna stofnaði Facebook-síðu undir nafninu Birnumolar árið 2012. Þegar fjöldi uppskrifta var orðinn nokkur langaði hana að koma þeim á einn stað og stofnaði því síð- una www.birnumol- ar.com í sumar. Á síðunni er að finna hollar, einfaldar og bragðgóðar uppskriftir. „Mig langar að sýna fólki að það er hægt að gera ótrú- lega fjölbreytta hluti frá grunni úr hollu og nær- ingarríku hráefni. Það þarf alls ekki að vera einhæft, dýrt og leiðinlegt,“ segir Birna. Sjálfri þykir henni skemmtilegast að elda fisk og grænmetisrétti. „Það er hráefni sem býður upp á svo marga möguleika.“ Birna er dugleg að elda fyrir sig og fjölskyldu sína. „Ég elda gjarnan meira en minna og nýti afganga í skólann. Ég er dugleg að útbúa nýja rétti úr afgöngum enda mikilvægt að halda matarsóun í lágmarki. Þá er líka góð regla að flýta fyrir og útbúa meðlæti fyrir fleiri en eitt kvöld hverju sinni, t.d. hýðishrísgrjón, kínóa, kartöflur og steikt grænmeti.“ Birna gefur hér uppskriftir að tveimur girnilegum réttum. KEMPURÆKJUR Í KÓKOSSÓSU 500-700 g risarækjur 3-4 vorlaukar 1 hvítlauksrif 2 cm engifer 1/2 tsk. túrmerik 1 lítil dós tómatpúrra 1 tómatur Gul paprika Rauð paprika 3 dl kókosmjólk (ekki lite-útgáfa) Olía til steikingar Salt og pipar Steinselja Þíðið rækjurnar ef þarf. Kryddið með salti og pipar og látið standa í skál í ís- skáp í hálftíma. Skerið vorlauk og engifer smátt. Hitið olíu á pönnu og steik- ið vorlauk- inn þar til hann byrj- ar að mýkj- ast. Bætið við pressuð- um hvítlauk og engifer og steikið áfram í 2-3 mínútur. Bætið við túrmeriki, tómatpúrru og svörtum pipar. Skerið papriku og tómat smátt og bætið út á pönnuna. Steikið áfram á miðlungs hita þar til tómaturinn hefur linast vel (um 10 mín). Hellið kókosmjólk á pönnuna og blandið öllu vel saman. Náið suð- unni upp og leyfið þessu endilega að krauma í 5-10 mínútur. Hrærið reglu- lega í. Bætið við rækjum og látið malla í 5 mínútur eða þar til rækjurnar hafa rétt náð sínum bleika lit. Færið rækjurnar á fallegan disk og skreytið með saxaðri steinselju. MOLAPÆJA MEÐ EPLUM BOTN 125 g möndlur 125 g pekanhnetur 1 tsk. lyftiduft Salt á hnífsoddi 2-3 msk. góð olía FYLLING 1-2 msk. olía 1 rautt epli 1 gult epli 3 msk. pekanhnetur 3 msk. kókosmjólk 2 msk. hnetusmjör 2 msk. hunang 2 msk. gylltar rúsínur eða trönu- ber 8-10 döðlur Dass af kanil 1 msk. malaðar möndlur Kókosflögur til skreytingar Myljið möndlur og hnetur fínt í mat- vinnsluvél og hrærið svo lyftidufti, salti og olíu saman við. Vinnið þar til þið eruð komin með þokkalega „blautt“ deig sem þið getið þrýst í fat með fingrunum. Smyrjið hringlaga fat eða mót með olíu. Þrýstið hnetublöndunni ofan í form- ið og upp með hliðunum. Bakið botninn í 15 mín. við 175°C. Hitið olíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit. Saxið epli og 3 msk. af pekanhnet- um og steikið saman í 3-5 mínútur. Bætið kókosmjólk, hnetusmjöri og hunangi við og steikið áfram í nokkr- ar mínútur. Að lokum bætið þið við rúsínum/ trönuberjum, döðlum, kanil og möndlumjöli – látið malla á miðl- ungshita. Takið botninn út úr ofninum og hell- ið fyllingunni ofan í. Ef það er afgangs botn með hliðun- um (fyrir ofan fyllinguna) þá er gott að kroppa það af og dreifa yfir. Skreytið með kókosflögum. Bakið við 175°C í 15-20 mínútur. HOLLIR BIRNUMOLAR UPPSKRIFTIR Birna Varðardóttir er 21 árs nemi í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún heldur úti síðunni www.birnumolar.com þar sem hún gefur upp- skriftir að hollum, einföldum og bragðgóðum réttum. KEMPURÆKJUR Í KÓKOSSÓSU GIRNILEGT Birna með girnilega molapæju. MYND/GVA Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eaust auga á eitthvað ljómandi gott. H E I L N Æ M T O G N Á T T Ú R U L E G T LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.