Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2015, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 31.10.2015, Qupperneq 74
Pekanhnetusúkkulaðikaka Brownie-blanda: 100 g ósaltað smjör. 230 g dökkt súkkulaði, saxað 170 g sykur 100 g ljós púðursykur 3 stór egg 1 ½ tsk. vanilluextrakt ¾ tsk. salt 100 g hveiti 3 msk. ósætt kakó Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatns- baði. Hrærið saman sykri, eggjum, vanillu og salti í annarri skál. Bland- ið báðum blöndum saman, bætið við hveiti og kakói og blandið varlega saman. Pekanblanda 200 g pekanhnetur gróft saxaðar 2 msk. ósaltað smjör 100 g ljós púðursykur 4 msk. dökkt síróp ½ tsk. vanilluextrakt Örlítið salt Hitið ofninn í 175 gráður. Hellið brownie-blöndunni í smurt, eld- fast mót. Best er að nota kringl- ótt mót með lausum botni. Bakið í um 20 mínútur. Á meðan er pekanblandan undirbúin með því að hræra öll hráefni í skál. Takið kökuna úr ofninum, dreifið pekanblönd- unni yfir. Bakið áfram í um 15 mín- útur. Látið kólna áður en kakan er tekin úr mótinu. Stökk karamella með hnetum 250 g sykur 100 g vatn 110 g ósaltað smjör 70 g síróp ½ tsk. matarsódi 340 g ristaðar salthnetur Sjávarsalt Blandið sykri, vatni, smjöri og sírópi saman í stórum potti og hitið að suðu. Látið sjóða við miðlungshita og hrærið í annað veifið þar til kara- mellan er orðin ljósbrún og hit- inn er kominn í 150 gráður. Þetta tekur um 10 mínútur. Takið af hitanum og hrær- ið matarsódanum varlega saman við. Blandið nú hnet- unum saman við og skafið blönduna strax á bökunarpapp- ír. Dreifið úr blöndunni og strá- ið salti yfir. Látið kólna í hálftíma og brjótið karamelluna síðan í stóra bita. Seigir haframjölsbitar 220 g ósaltað smjör 150 g hunang 100 g sykur 1 kg af haframjöli 80 g sólblómafræ 225 g ósaltaðar ristaðar möndlur 225 g þurrkuð trönuber 1 msk. hveiti 1 klípa salt Hitið ofninn í 160 gráður. Setjið bökunar pappír í ferkantað eldfast mót. Setjið smjör, hunang og sykur í stór- an pott og hitið á miðlungshita þar til smjörið er bráðið. Takið af hitanum. Blandið haframjöli, sólblómafræjum, möndlum, trönuberjum, hveiti og salti í skál. Blandið nú þurrefnunum saman við smjörblönduna. Setjið í mótið og þrýstið varlega ofan á blönduna. Bakið í um 30-35 mínútur. Látið kólna alveg. Færið kökuna á skurðarbretti og skerið í þægilega bita. Nokkrar góðar á kökubasarinn Kökubasar er klassísk fjáröflunarleið. Þá sameinast hópar um að hver og einn innan hans komi með eina eða fleiri kökur til að selja. Úrvalið á slíkum basörum er ávallt mikið en hér má finna þrjár hugmyndir sem auðvelt er að gera. Seigir haframjölsbitar. Pecan-hnetusúkkulaðikaka. Stökk karamella með hnetum. Kökugerð HP býður upp á frábærar vörur í fjár-öf lun,” segir Andrea Ýr Grímsdóttir, sölustjóri Köku- gerðar HP á Selfossi, en fyr- irtækið framleiðir f latkökur, kleinur, kanilsnúða, pitsur og einnig hið vinsæla HP-rúgbrauð, bæði fyrir verslanir, mötuneyti og hvers kyns fjáraflanir félaga- samtaka og hópa. Gott í frystinn Andrea segir alltaf jafn vinsælt að selja flatkökur í fjáröflun. „Við bjóðum til að mynda okkar einu sönnu HP flatkök- ur, kanilsnúða, kleinur og einn- ig pitsur í fjáröflun. Þetta er eitt- hvað sem fólki finnst gott að eiga í frystinum og grípa til, til dæmis í nesti fyrir krakkana í skólann. Bæði er hægt að selja einstakar vörutegundir eða búa til samsetta pakka, til dæmis með flatkökum og kanilsnúð- um og kleinum. Það er einn- ig vinsælt að selja þrjár pitsur í pakka,“ útskýrir Andrea. Allt nýbakað „Allar okkar vörur eru nýjar og ferskar við afhendingu og við leggjum okkur fram um að veita persónulega og mjög góða þjón- ustu. Það stendur öllum til boða að panta hjá okkur hvar sem fólk er statt á landinu. Við keyrum pantanir heim að dyrum á Stór- Reykjavíkursvæðinu og á flutn- ingsaðila fyrir landsbyggðina.“ Úrvalið á heimasíðunni. „Úrvalið má skoða á heimasíð- unni flatkaka.is og leggja má inn pantanir í gegnum netfangið hpflatkokur@simnet.is. Gott er að panta með tveggja daga fyr- irvara. Ef fólk er með einhverj- ar spurningar ætti það ekki að hika við að senda okkur fyrir- spurn á hpflatkokur@simnet.is og við svörum um hæl.“ Flatkökur vinsæl fjáröflun Kökugerð HP býður dýrindis flatkökur, kleinur, kanilsnúða og pitsur í fjáraflanir fyrir hvers kyns hópa og félagasamtök. Allt er afgreitt nýbakað og vörurnar keyrðar upp að dyrum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá sendir fyrirtækið vörur um allt land. „Allar okkar vörur eru nýjar og ferskar við afhendingu og við leggjum okkur fram um að bjóða persónulega og mjög góða þjónustu,“ segir Andrea Ýr Grímsdóttir, sölustjóri Kökugerðar HP á Selfossi. Vörur Kökugerðar HP á Selfossi eru frábærar til fjáröflunar. Bæði er hægt að selja einstakar vörutegundir eða búa til samsetta pakka. Nánari upplýsingar á www.flatkaka.is. MyndiR/KöKuGERð HP Kynning − auglýsing 31. oKtóBer 2015 LAUGArDAGUr4 Fjáröflun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.