Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 25
VIRK
Ferill í starfsendurhæfingu
hjá VIRK
Í upphafi þjónustu er mál einstaklings rýnt
innan mánaðar af rýniteymi sem saman-
stendur af ráðgjafa og utanaðkomandi
sérfæðingum sem eru læknir og sálfræð-
ingur. Á grunni þess er sett upp starfsendur-
hæfingaráætlun varðandi næstu skref og
áætlunin borin undir einstaklinginn. Mál eru
síðan rýnd á þriggja til sex mánaða fresti allt
starfsendurhæfingartímabilið af ráðgjafa,
sjúkraþjálfara og sálfræðingi til að tryggja
áframhaldandi faglegt starf.
Séu mál flókin í upphafi þjónustu eða ef
ekki næst árangur á fyrstu 6 mánuðum
í starfsendurhæfingu án skýringa, getur
niðurstaða rýniteymis verið að það þurfi að
greina þörfina betur fyrir frekari starfsendur-
hæfingu með sérhæfðu mati. Í sérhæfðu
mati er einstaklingurinn metinn út frá hvaða
íhlutun hefur verið reynd og árangurinn
af henni. Matið er viðamikið og byggt á
þverfaglegri sýn mismunandi fagaðila sem
meta næstu skref í starfsendurhæfingunni
út frá þörfum einstaklings og þá hvaða leiðir
eru líklegar til þess að efla færni einstaklings
til vinnu. Ráðgjafi undirbýr upplýsingagjöf
til sérfræðinga fyrir sérhæft mat með því
að taka saman starfsendurhæfingarferil
einstaklings á tilteknu eyðublaði og óska
eftir greinargerðum frá meðhöndlandi
fagaðilum ásamt öðrum tilfallandi gögnum.
Í lok mats ætti að liggja fyrir áætlun um það
hvernig einstaklingarnir eigi að haga sinni
starfsendurhæfingu og er það á ábyrgð
einstaklings ásamt ráðgjafans að halda utan
um starfsendurhæfingarferlið.
Á árinu 2015 fóru 718 einstaklingar í sér-
hæft mat eða að meðaltali 60 á mánuði sem
er 16% aukning frá árinu 2014. Sjá nánar
á mynd 2.
Starfsgetumat í lok ferils
Þegar einstaklingar hafa náð aftur sinni
fyrri starfsgetu, treysta sér aftur til vinnu, í
fulla atvinnuleit eða nám, lýkur þjónustu
VIRK hjá ráðgjafa. Í þeim tilfellum sem
einstaklingur hefur ekki náð upp sinni fyrri
starfsgetu í starfsendurhæfingarferlinu eða
treystir sér ekki aftur á vinnumarkað, fer fram
starfsgetumat þar sem læknir er kallaður til.
Í starfsgetumati er tekin afstaða til þess hvort
starfsendurhæfing sé fullreynd með tilliti til
mögulegra starfa á vinnumarkaði. Teljist
starfsendurhæfing fullreynd eru styrkleikar
og hindranir einstaklings sérstaklega skoðaðir
með hliðsjón af starfsendurhæfingarferlinu.
Styrkleikarnir eru nýttir til að skoða störf sem
talin eru raunhæf og meta hvort hindranir séu
frábending í því tilfelli. Hér er meðal annars
tekin afstaða til þess hvort hægt sé að aðlaga
starf að hindrunum einstaklingsins.
Á árinu 2015 fóru 584 einstaklingar í starfs-
getumat eða að meðaltali 49 á mánuði sem er
meira en helmings aukning á framkvæmdum
starfsgetumötum milli áranna 2014 og 2015
eins og sjá má á mynd 3.
100
80
60
40
20
0
120
100
80
60
40
20
0
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Raunhæfimöt
Sérhæfð möt
Starfsgetumöt
7
60
13
30
102
56
37
59
39
66
63
38
52
30
60
67
64
57
84
63
68
68
16
38
36
74
49
62
72
65
88
69
32
78
62
52
55
44
30
25
21
5
12
61
12
22
36
24
24
57
18
41
32
26
43
28
6
26
32
25
34
65
35
29
84
39
29
88
22
23
56
29
jan.
jan.
jan.
feb.
feb.
feb.
mars
mars
mars
apríl
apríl
apríl
maí
maí
maí
júní
júní
júní
júlí
júlí
júlí
ágúst
ágúst
ágúst
sept.
sept.
sept.
okt.
okt.
okt.
nóv.
nóv.
nóv.
des.
des.
des.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Fjöldi
Fjöldi
Fjöldi
25virk.is
2014 2015
2014 2015
2014 2015