Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 13

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 13
 VIRK aðstoð sem veitt er sé aðstoð til aukinnar sjálfshjálpar þar sem ábyrgð þjónustuaðila, framfærsluaðila og einstaklings sé skýr. Hér á landi koma fjölmargir aðilar að fram- færslugreiðslum til einstaklinga í veikindum. Atvinnurekendur gegna miklu hlutverki í upphafi, síðan taka við sjúkrasjóðir stéttar- félaga, lífeyrissjóðir, Tryggingastofnun ríkisins og jafnvel tryggingafélög. Þessir aðilar starfa eftir mismunandi lögum og/eða reglum og það er oft erfitt fyrir einstaklinga að átta sig á rétti sínum. Kerfið er flókið og ógagnsætt fyrir einstaklingana og veldur það oft streitu og álagi á erfiðum tímum. Það er þannig vel þekkt hjá ráðgjöfum VIRK að streita einstaklinga vegna óvissu um framfærslu næstu mánaða veldur því að minni árangur næst í starfsendurhæfingu og hún tekur lengri tíma en ella. Sumir framfærsluaðilanna líta einnig á sig eingöngu sem greiðendur bóta samkvæmt tilteknu reglukerfi en gera engar kröfur á þátttöku í starfsendurhæfingu eða mati á getu einstaklinga í starfsendurhæfingarferli. Þeir sjá hlutverk sitt meira sem fjármála- stofnanir eða tryggingaraðila sem beri að greiða tiltekna framfærslu eða tilteknar bætur ef vottað er af lækni að viðkomandi glímir við heilsubrest. Það er hins vegar ekkert endilega samasemmerki á milli þess að glíma við heilsubrest og geta tekið þátt á vinnumarkaði enda eru fjölmargir einstaklingar sem glíma við heilsubrest af ýmsum toga virkir á vinnumarkaði á hverjum tíma. Rannsóknir og reynsla benda ennfremur til þess að vinna er almennt góð fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu og langur tími frá vinnumarkaði getur ógnað heilsu og lífsgæðum meira en margir hættulegir sjúkdómar. Einnig þarf að fræða og virkja heilbrigðis- starfsfólk hvað þetta varðar þannig að bæði læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk fari varlega í að meta og dæma einstaklinga af vinnumarkaði vegna heilsubrests, þar sem hæfileg vinna getur oft flýtt verulega fyrir bata og verið forsenda þess að einstaklingar nái að hámarka starfsgetu sína og möguleika á vinnumarkaði. Til að ná árangri og tryggja það að ein- staklingar fái nógu snemma viðeigandi þjónustu á sviði starfsendurhæfingar þá er mikilvægt að tryggja aukna samvinnu og betra samspil milli starfsendurhæfingar, framfærsluaðila og heilbrigðiskerfis. Það er sú leið sem OECD hefur mælt með og sú leið sem mörg ríki innan OECD hafa verið að setja upp og þróa með það að markmiði að draga úr fjarveru á vinnumarkaði vegna heilsubrests. Sem dæmi um það má nefna að í Noregi er skýrt kveðið á um ábyrgð einstaklings, atvinnurekenda og heilbrigðisstarfsfólks og eftir atvikum endurhæfingaraðila hvað varðar áætlun um endurkomu til vinnu og strax eftir fjórar vikur í veikindum þá ber starfsmanni og atvinnurekanda að útbúa formlega áætlun þess efnis. Markmiðið er að koma í veg fyrir langa fjarveru frá vinnumarkaði og draga þannig úr örorku til framtíðar. Hér á landi eru mikil tækifæri til að gera betur í þessum efnum með aukinni sam- vinnu ólíkra aðila undir hatti samræmd- rar stefnumörkunar í þessum málaflokki. Í dag er það þannig að einstaklingar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK fá oft og tíðum allt önnur skilaboð frá fram- færsluaðilum en þau sem gefin eru hjá VIRK þar sem markvisst er stefnt að aukinni atvinnuþátttöku og dæmi eru um það að einstaklingar hafi hætt í árangursríku ferli starfsendurhæfingar um leið og þeir fá niðurstöðu um rétt til fullrar örorku hjá framfærsluaðila. Hér eru því klárlega tækifæri til að bæta kerfið í heild sinni og mikilvægt að hefja þá umræðu og vegferð sem allra fyrst. Kerfislægar hindranir við aukna atvinnuþátttöku Vinnumarkaðsþátttaka einstaklinga í kjölfar starfsendurhæfingar ræðst af fjölmörgum þáttum svo sem möguleikum á vinnumarkaði, félagslegri stöðu og stuðningi í umhverfi einstaklinga. Einnig getur fyrirkomulag framfærslukerfisins haft mikil áhrif á það hvort einstaklingur hafi möguleika á virkri atvinnuþátttöku í kjölfar starfsendurhæf- ingar. Þó nokkur hópur einstaklinga lýkur þjónustu hjá VIRK án þess að ná fullri starfsgetu en hefur þó getu til að takast á við ýmis störf í hlutastarfi. Þessir einstaklingar þurfa að hafa möguleika á því að fá bætur að hluta á móti launuðu starfi en í dag er sá möguleiki í raun ekki fyrir hendi hjá Tryggingastofnun ríkisins nema að takmörkuðu leyti þar sem ekki er mögulegt að fá hálfar örorkubætur á móti t.d. hálfu starfi. Þannig má t.d. nefna að um þriðjungur þeirra einstaklinga sem fór í gegnum starfsgetumat hjá VIRK og síðan á fullan örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins var metinn með yfir 50% starfsgetu í lok þjónustu VIRK. 50% örorkulífeyrir er hins vegar ekki fyrir hendi hjá TR og því hafa þessir einstaklingar ekki möguleika á öðru en að sækja þar um fullan örorkulífeyri. Til að ná árangri og tryggja það að einstaklingar fái nógu snemma viðeigandi þjónustu á sviði starfsendurhæfingar er mikilvægt að tryggja aukna samvinnu og betra samspil milli starfsendur- hæfingar, framfærsluaðila og heilbrigðiskerfis.“ 14 12 10 8 6 4 2 0 Rekstrarkostnaður og ávinningur af starfi VIRK á árunum 2013-2015 í milljörðum króna 2013 2014 Ár Milljarðar kr 2015 9,7 2,22,0 1,3 13,8 11,2 Rekstrarkostnaður VIRK Metinn ávinningur af starfsemi VIRK Mynd 10 13virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.