Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 30
R
annsóknir hafa sýnt að því fyrr sem einstaklingar reyna
endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys því líklegra er að þeir
komist aftur til vinnu. Það er því ávinningur bæði einstaklingsins
og þjóðfélagsins í heild að einstaklingum, sem eru með
starfsgetu, sé gefið tækifæri til að komast í vinnu við hæfi snemma í
starfsendurhæfingarferlinu. Sérstakir verkferlar sem vinnustaðir hafa
möguleika á að innleiða geta haft áhrif á hversu árangursrík endurkoma
til vinnu verður hjá starfsmönnum sem hafa verið fjarverandi vegna
veikinda eða slysa og getur samtenging starfsendurhæfingar við
vinnustaðinn einnig auðveldað einstaklingum og vinnustaðnum þessa
endurkomu. Í þessari grein mun verða fjallað um innleiðingu slíkra
verkferla á vinnustað og nýtt þróunarverkefni, sem lýtur að aukinni
atvinnutengingu í starfsendurhæfingu hjá VIRK þar sem leitað verður
eftir samstarfi við fyrirtæki og vinnustaði um þátttöku.
Eins og fram kemur í framtíðarsýn VIRK þá er hlutverk VIRK að efla
starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri
starfsendurhæfingarþjónustu. Í því skyni vinnur VIRK með fagaðilum,
fyrirtækjum og stofnunum að því að skapa fjölbreytt tækifæri á vinnu-
markaði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Árið 2015 útskrif-
uðust 1.346 manns úr þjónustu frá VIRK og af þeim fóru 584 í formlegt
starfsgetumat. Þetta eru einstaklingar sem ljúka þjónustu hjá VIRK án
þess að hafa náð fullri starfsgetu en af þeim var rúmlega helmingur
metinn með 50% eða meiri starfsgetu, eða um 300 einstaklingar. Hluti
þeirra sem fóru í starfsgetumat fór aftur út á vinnumarkaðinn (um 10%)
en stór hluti, eða tæplega 40% þeirra, voru ekki með vinnusamband
við útskrift. Ætla má að í sumum tilfellum sæki þessir einstaklingar þá
um fullan örorkulífeyri því kerfið leyfir ekki hlutfallslegan örorkulífeyri á
móti starfsgetu. Hér má því tala um ákveðnar kerfislægar hindranir sem
eru að hafa áhrif á getu fólks til að komast aftur inn á vinnumarkaðinn.
Margir vinnustaðir telja oft mikilvægt að starfsmenn hafi staðfest
starfshæfnisvottorð til 100% starfsgetu í það starf sem þeir voru ráðnir
í og því fá þeir ekki tækifæri til að koma aftur til vinnu ef þeir hafa ekki
náð því. Hér geta ástæðurnar líka verið kerfislægar hindranir þar sem
sumir starfsmenn byrja strax að vinna sér inn veikindarétt þegar þeir
koma til vinnu burtséð frá því hvert starfshlutfall þeirra er oft og tíðum.
AUKIN ATVINNUTENGING
Í STARFSENDURHÆFINGU
JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ deildarstjóri atvinnudeildar VIRK
Sú staðhæfing að „hvíld frá
vinnu er nauðsynlegur hluti af
meðferðinni“ er röng því þvert á
móti þá er í dag lögð áhersla á að
einstaklingar haldi áfram við sína
daglegu iðju og það að snúa aftur
til vinnu eins fljótt og hægt er, er
mikilvægur hluti af meðferðinni.“
30 virk.is