Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 35
VIÐTAL
Breytti hrunið miklu í þínu starfi hjá
félagsþjónustunni?
„Það breyttist margt á árunum frá 2006
til 2008. Atvinnuleysið jókst gríðarlega á
þessum tíma og mikill þungi félagsþjónustu
færðist í að vinna að málefnum atvinnu-
lausra. Þar var þörfin mest aðkallandi. Það
verkefni var gríðarlega áhugavert og gaman
að byggja upp þjónustu á þeim vettvangi.
Mikið var gert til að mæta þörfum þeirra
sem höfðu misst vinnu og voru í atvinnuleit.
Við bjuggum til úrræði og námskeið og
reyndum að mæta þessu fólki eftir bestu
getu. Við gátum kannski ekki boðið fólki
atvinnu en við gátum boðið upp á ákveðna
virkni og þátttöku í ýmsum verkefnum.
Mikil reiði ríkti hjá þeim, sem misst höfðu
vinnu, í garð bankamanna, ráðamanna
og kerfisins, sem fólki fannst að hefði
brugðist.“
Fór beint í „djúpu laugina“
Hvernig varstu í stakk búinn til að takast á
við þessi verkefni?
„Eftir námið í Háskóla Íslands fannst mér
ég vel undir það búinn að fara í þessi flóknu
og erfiðu verkefni. Þegar ég hóf störf fór ég
beint „út í djúpu laugina“. Ég fékk bunka
af verkefnum: „Gerðu svo vel og gangi þér
vel með þetta.“ Það var í sjálfu sér góður
skóli. Ég fékk leiðbeiningar hjá reyndu fólki
og þetta gekk allt saman.“
Hvers vegna valdir þú að starfa á vettvangi
félagsráðgjafar?
„Mér fannst að þar gæti ég nýtt mér reynslu
af ýmsum störfum. Ég er fæddur í Reykjavík
1977 og lauk námi frá Menntaskólanum
í Kópavogi 1997. Eftir stúdentspróf fór ég
að leggja vatnslagnir fyrir Kópavogsbæ,
starfaði við hitaveitulagnir og vann sem
gröfumaður í tvö ár. Í tíu ár starfaði ég sem
barþjónn, byrjaði að vinna sem slíkur sextán
ára meðfram námi. Maður heyrði margt á
barnum, bæði gleði- og sorgarsögur. Í eitt
ár vann ég svo í Portúgal við veitingastörf.
Þegar ég kom þaðan fór ég að hugsa minn
gang, hvað ég vildi læra.“
Hefur þú reynslu af starfi á
landsbyggðinni?
„Já, fjölskylda mín á jörðina Hróarsdal í
Skagafirði. Afi minn var bóndi þar og ég
var þar í sveit sem strákur. Ég hef síðan
alltaf átt búfénað, bæði hesta og kindur.
Þetta ásamt því sem ég hef nefnt gaf mér
fjölþætta reynslu sem mig langaði til að
nýta. Eftir að hafa sest niður með sjálfum
mér og hugsað um hvað mig langað til að
gera varð félagsráðgjöfin fyrir valinu. Þessi
vettvangur höfðaði til mín svo ég skráði mig
í þetta nám hjá HÍ og sé ekki eftir því.“
Hvers vegna sóttir þú um starf hjá VIRK?
„Félagslega kerfið sem unnið er eftir í
Reykjavík byggir á lögum og margvíslegum
reglum sem sníða félagsráðgjafa sem
fagmanni nokkuð þröngan stakk. Maður
upplifði sig ekki geta mætt þörfum fólks á
þann hátt sem maður vildi vegna þess að
reglurnar ná ekki til allra þeirra sem höfðu
mikla þörf fyrir aðstoð sem ekki var hægt
að veita vegna strangra skilyrða og reglna.
Slíkar aðstæður eru ekki sérlega nærandi
fyrir fagmann á þessu sviði og því ákvað ég
að skipta um starfsvettvang og sækja um
starf hjá VIRK.“
Hugmyndafræði VIRK
notendavæn
Kynntist þú starfsemi VIRK í þínu fyrra
starfi?
„Já, en þá voru reglur aðrar en nú gilda.
Félagsráðgjafar hjá félagsþjónustu gátu
vísað fólki á VIRK sem úrræði. Nú þarf
að koma beiðni frá lækni til þess að
einstaklingur geti sótt um að komast í
samstarf við VIRK. Ég sá að hjá VIRK var
hægt að mæta fólki með heilsubrest á
breiðum grundvelli. Hugmyndafræði VIRK
er notendavæn, bæði fyrir fagmann og
ekki síst fyrir einstaklinginn sem þarf á
aðstoðinni að halda.“
Hverjir sækja til þín sem ráðgjafa hjá VR?
„Allir sem leita hingað eru með undir-
liggjandi heilsubrest. Skilyrðin til að fá
að komast í samstarf við VIRK er að fólk
eigi við veikindi að stríða sem hamla
atvinnuþátttöku. Langstærstur hluti þeirra
sem hingað leita glímir við andleg veikindi.
Annað er það að óregla kemst oft á líf
þeirra sem missa vinnu vegna veikinda.
Fólk sem hefur dottið út af vinnumarkaði
vegna líkamlegra veikinda getur þróað
með sér andlegan vanda í kjölfarið. Sú
regla í lífsháttum sem okkur er mikilvæg til
að viðhalda andlegu heilbrigði getur verið
fljót að detta út þegar fólk missir vinnu og
heilsu.“
Eru úrræðin sem VIRK býður upp á
fullnægjandi?
„Já við höfum úrræði sem eiga að geta
mætt þörfum allflestra þeirra sem vísað er
hingað á réttum forsendum. Stundum er
fólki þó vísað til VIRK sem í raun er of veikt
til að geta haft gagn af samstarfinu. Allar
umsóknir eru teknar fyrir á svokölluðum
beiðnafundi. Þar meta sérfræðingar hvort
viðkomandi sé tækur í samstarf. Sé ekki
svo er viðkomandi vísað í réttan farveg
innan heilbrigðiskerfisins.
Samstarf við VIRK stendur yfirleitt að
meðaltali í eitt ár. Sjaldnast er meðferð
styttri en sex mánuðir. Algengustu
úrræðin eru sálfræðiviðtöl, hópmeðferð
við sálrænum vanda, sjúkraþjálfun og
líkamsrækt með stuðningi. Einnig fær fólk
stuðning við atvinnuleit. Það fer gjarnan
á námskeið sem heitir Hugtak til að læra
hvernig það geti sem best hagað leitinni svo
hún beri árangur.
Við hjá VR erum með tvo atvinnuráðgjafa
fyrir félagsmenn sem eru án atvinnu.
Framboð á vinnu er gott um þessar mundir.
Mikilvægt er að fólki standi atvinna til boða
þegar það hefur jafnað sig. Slæmt er ef
atvinnulífið er ekki tilbúið til að taka á móti
fólki sem er í slíkri stöðu. Í nýlegri greiningu
kemur fram að fólk 55 ára og eldra gangi
nú betur en áður að fá vinnu. Eitthvað hefur
gerst undanfarna mánuði sem gerir það að
verkum að atvinnurekendur vilja fremur nú
en áður ráð eldra fólk í vinnu.
Mér finnst mjög gefandi að starfa sam-
kvæmt hugmyndafræði VIRK. Hún er byggð
upp til að mæta þörfum einstaklingsins.
Rannsóknir sýna að heppilegast er að rödd
hans fái að hljóma og hann hafi sitt að segja
um það hvaða aðstoð hann geti nýtt sér.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Framboð á vinnu er gott um þessar mundir.
Mikilvægt er að fólki standi atvinna til boða þegar
það hefur jafnað sig. Slæmt er ef atvinnulífið er ekki til-
búið til að taka á móti fólki sem er í slíkri stöðu. Í nýlegri
greiningu kemur fram að fólk 55 ára og eldra gangi nú
betur en áður að fá vinnu. Eitthvað hefur gerst undanfarna
mánuði sem gerir það að verkum að atvinnurekendur vilja
fremur nú en áður ráða eldra fólk í vinnu.“
ÞÓRARINN ÞÓRSSON ráðgjafi VIRK hjá VR
35virk.is