Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 5
 VIRK GYLFI ARNBJÖRNSSON formaður stjórnar VIRK og viðurkenna að einstaklingar geti misst vinnugetu að hluta líkt og örorkubótaréttur lífeyrissjóðanna miðast við 50% vinnugetu. Samkomulag við stjórnvöld Aðilar vinnumarkaðarins tóku mikilvægt frumkvæði að því að tryggja öllum viðunandi tækifæri til farsællar endurkomu til vinnu með gerð kjarasamnings um stofnun og rekstur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Því miður hefur þetta frumkvæði ekki leitt til þess að koma á fyrrgreindu samstarfi, þrátt fyrir að allir sem að umræðunni koma séu sammála um að slíkt sé forsenda fyrir því að þetta mikilvæga verkefni takist. Afar miklir hagsmunir eru hér í húfi, bæði þeirra ein- staklinga sem lenda í veikindum og slysum en ekki síður samfélagsins í heild sem stendur frammi fyrir miklum vinnumarkaðslegum og fjárhagslegum áskorunum vegna þessa. Það var því mikið fagnaðarefni að sam- komulag tókst á síðasta ári milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um fjár- mögnun VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og í leiðinni samkomulag um megináherslur í uppbyggingu þessarar þjónustu og stað- setningu hennar. Á grundvelli þess anda sem lá að baki þessu samkomulagi hafði stjórn VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs frumkvæði að því að lækka tímabundið framlög til sjóðsins næstu ár vegna þess að innleiðing starfsgetumatsins hefur seinkað og þar með fyrirsjáanleg útgjaldaaukning vegna þjónustu við þá einstaklinga sem koma inn í kerfið á þeim grundvelli. Upptaka starfsgetumats og einföldun bótakerfis Aðilar vinnumarkaðar hafa þegar sett í gang viðræður um endurskoðun bæði veikinda- og slysaréttar og réttindakerfi lífeyrissjóðanna og þar er lögð áhersla á að endurskoða þessi réttindi út frá þessum meginsjónarmiðum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á þessu ári þannig að nýtt bótakerfi geti tekið gildi sem fyrst, ef um semst. Að sama skapi lauk vinnu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins nýverið og skilaði ráðherra félags- og húsnæðismála skýrslu sinni. Því miður tókst ekki að tryggja breiða samstöðu um niðurstöðu nefndarinnar þar sem Öryrkjabandalag Íslands skilaði séráliti með stuðningi stjórnarandstöðunnar. Þó hægt sé að hafa skilning á því að ÖBÍ vilji ganga lengra í bæði bótarétti og bóta- fjárhæðum, eru það mikil vonbrigði að bandalagið sjái ekki sóknarfærin í ein- földun almannatryggingakerfisins, upptöku hlutabótaréttar í örorku og innleiðingu starfs- getumatsins. Í allt of langan tíma hefur þessu stagbætta og löngu úrelta kerfi verið haldið gangandi vegna samstöðuleysis um breytingar og ekki með nokkrum hætti hægt að sætta sig við óbreytt ástand lengur. Aðilar vinnumarkaðarins sameinuðust um áherslur í þessari vinnu með áherslu á upptöku starfs- getumatsins og einföldun bótakerfisins. Jafnframt áréttuðu aðilarnir mikilvægi þess að stjórnvöld og Alþingi horfist í augu við að núverandi fyrirkomulag barnalífeyris hamlar verulega árangri í starfsendurhæfingu og hvetja til þess að aðstoð við barnafjölskyldur verði óháðar því hvaðan tekjur foreldra koma. Það er mín skoðun að ef bæði aðilar vinnu- markaðarins í sínum samningum um veikinda- og slysaréttinn og stjórnvöld og Alþingi með breytingum á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð nái landi muni okkur takast að koma þessu verkefni um að tryggja fleiri einstaklingum sem lenda í veikindum og slysum farsæla endurkomu til vinnu og þátttöku á vinnumarkaði. Það er til mikils að vinna og væntingarnar til okkar eru miklar. Það er jafnframt ljóst að reynsla okkar hjá VIRK – Starfsendurhæfingarsjóði bendir óneitanlega til þess að fyrirkomulag bótaréttar einstaklinga skiptir orðið sköpum í árangri í starfsendurhæfingu. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða kjarasamningsbundin réttindi hjá atvinnurekanda til greiðslu veikindalauna, bótarétt í sjúkrasjóði stéttar- félaganna eða lífeyrissjóðunum eða bótarétt hjá almannatryggingum vegna örorkumissis. Hér er mikilvægt að leggja áherslu á samræmingu þessara réttinda og stilla betur saman forsendur bótaréttarins þannig að hann beinist allur í sömu átt – þá átt að bæði hvetja fólk og aðstoða við endurkomu til vinnu og þátttöku á vinnumarkaði. Í þessu sambandi er afar brýnt að breyta þeim fyrirvara sem nú er í almannatryggingum um að orkuskerðing verði að vera 75% eða meiri til að einstaklingur eigi rétt á viðunandi bótum Aðilar vinnu- markaðarins sam- einuðust um áherslur í þessari vinnu með áherslu á upptöku starfsgetumatsins og einföldun bótakerfisins. Jafnframt áréttuðu aðilarnir mikilvægi þess að stjórnvöld og Alþingi horfist í augu við, að núverandi fyrirkomulag barnalífeyris hamlar verulega árangri í starfsendurhæfingu og hvetja til þess að aðstoð við barnafjölskyldur verði óháðar því hvaðan tekjur foreldra koma.“ 5virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.