Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Page 38
VIRK KENNDI MÉR AÐ VIRKJA HÆFILEIKANA „Fyrst missti ég vinnuna og svo fékk ég í ofanálag heilsubrest, eftir rösklega ár klemmdist taug í hálsinum á mér og leiddi verkurinn út í handlegg. Ég fékk ranga greiningu fyrst en fór fljótlega til annars læknis, þá kom hið sanna í ljós í sneiðmyndatöku. Ég þurfti að bíða rúma tvo mánuði eftir myndatökunni, það eru jú bara tvö svona tæki í landinu að því er ég best veit. Læknirinn minn hvatti mig til að fara til sjúkraþjálfara og ég gerði það.“ Varstu kominn í samstarf í VIRK þegar þetta var? „Nei, það gerðist skömmu síðar í framhaldi af heimsóknum mínum til Vinnumála- stofnunar. Þar var ráðgjafi sem beindi mér til VIRK. Hann sagði: „Viltu fara í samstarf við VIRK?“ Svo lýsti ráðgjafinn fyrir mér hvað mér gæti staðið til boða í slíku samstarfi og ég ákvað að sækja um þetta. Ég var um þetta leyti orðinn eins og drukkn- andi maður, leitandi að hjálp alls staðar. Ég var þarna búinn að vera atvinnulaus í nærri eitt og hálft ár og orðinn mjög örvæntingarfullur. Ekki bætti úr skák að ég og konan mín skildum á þessu tímabili. Skilnaðurinn fór ekki fram með neinum illindum en hann reyndi mjög á mig eftir þrjátíu ára hjónaband. Það var ekki ég sem vildi skilja og þess vegna var þetta mér þess meira áfall. MAGNÚS HALLDÓRSSON framhaldsskólakennari, smiður og iðnfræðingur En ráðgjafinn hjá VIRK var mjög lausna- miðaður. Þegar ég gat farið að snúa baki við fortíðinni þá sagði hann við mig: „Nú skulum við fara að greina hvar styrkleikar þínir og veikleikar liggja og hvað þér finnst ógna þér og einnig hvar þú sérð tækifæri til beita þér.“ Þetta skilaði mér miklu og var stærsti liðurinn í að koma mér út á vinnumarkaðinn á ný.“ Hvar sástu tækifærin? „Ráðgjafinn sannfærði mig um að það væri aðeins tímaspursmál hvenær ég fengi vinnu. Ég vil geta þess að auk þess að hafa lokið kennaranámi er ég útlærður smiður og iðnfræðingur frá Tækniskóla Íslands. Annað hjálpaði mér, ég var þegar þarna var komið sögu búinn að ná mér alveg í hálsinum. Það var fyrir gott starf sjúkraþjálfarans sem hafði greint nákvæmlega hvar klemman væri. Ég var búin að vinna með sjúkraþjálfaranum þegar ég komst í samstarfið við VIRK, annars hefði Afleiðingarnar af skilnaðinum voru meðal annars þær að ég fékk nýtt húsnæði, gat ekki lengur verið á fyrrum sameiginlegu heimili og þurfti í framhaldi af því að flytja inn á gistiheimili. Þetta var ekki slæmur staður sem slíkur en þröngt um mann. Allt var nýlega uppgert og engin óregla eða truflun af öðru tagi. En samt voru þetta mikil viðbrigði frá því að búa í ágætu einbýlishúsi með fjölskyldu sinni.“ VIRK lausnamiðað Hvað gerði VIRK fyrir þig í upphafi? „Í fyrsta lagi fór ráðgjafinn með mig í gegn- um harða greiningu með það að markmiði að komast að hvað hefði gerst í mínu lífi undanfarin ár. Í kjölfar þess fékk ég sex tíma hjá sálfræðingi. Hann hlustaði á mig en ég hafði ekki eins mikið gagn af þessu úrræði og ég hafði vænst. Ég var heldur ekki tilbúinn til þess að koma með lausnir sjálfur á þessum tíma. „TIL ÞESS AÐ GERA LANGA SÖGU STUTTA ÞÁ HRUNDI LÍFIÐ HJÁ MÉR ALLT Í EINU EN NÚ ER ÉG KOMINN Á BEINU BRAUTINA FYRIR TILVERKNAÐ VIRK OG VINNUMÁLASTOFNUNAR SEM BEINDI MÉR ÞANGAÐ,“ SEGIR MAGNÚS HALLDÓRSSON SMIÐUR OG IÐNFRÆÐINGUR. 38 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.