Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 58

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 58
á aðstæður hans í heild sinni (McMahon and Watson, 2012). Á undanförnum árum hefur meðferðarnálgun sem byggir á sýn hugsmíðahyggjunnar verið mikilvægt leiðar- ljós í ráðgjöf. Einkenni hennar er heildræn lífsráðgjöf, þar sem einstaklingurinn er virkur þátttakandi og lögð er áhersla á jafnræði og samvinnu ráðþega og ráðgjafa (Watson, 2006). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu þeirra sem hafa þurft að endurskoða starfsferil sinn vegna heilsubrests eða slyss og hvernig þeir upplifðu samskipti sín við fagfólk í þessum kringumstæðum. Fyrri rannsóknir um reynslu fólks af viðmóti fagfólks sýna hversu mikilvægt er að fagfólk leitist við að skilja reynslu þeirra. Hins vegar er frekari rannsókna þörf á sjónarhorni þjónustuþegans (Henkelman og Paulson, 2006; Stead o.fl., 2012). Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru lagðar til grundvallar í rannsókninni: (a) Hver er reynsla fólks af því að takast á við skerta starfsgetu? (b) Hver er upplifun þeirra á viðmóti fagfólks í þeim aðstæðum? Aðferðafræði Til að svara rannsóknarspurningunum var valin fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð sem nefnist Vancouver-skólinn í fyrirbæra- fræði. Meginmarkmið hans er að auka skilning á mannlegri reynslu út frá sjónarhóli þeirra sem þekkja til og byggir á þeim skilningi að hver einstaklingur líti heiminn sínum augum og að sú sýn sé mótuð af fyrri reynslu og túlkun hans á henni (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Þátttakendur Í rannsókninni voru tekin ítarleg viðtöl við fjórar konur og fjóra karla á aldrinum 40-60 ára. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa lent í veikindum eða slysum sem orsökuðu skerta starfsgetu. Viðmælendur voru valdir samkvæmt tilgangsúrtaki. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd og allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki um þátttöku í henni. Framkvæmd rannsóknar Í rannsókninni var beitt óstöðluðum og opnum viðtölum til að laða fram lýsingar á reynslu og upplifun þátttakenda. Liðin voru tvö ár eða meira frá þeirri reynslu sem fjallað var um, þegar viðtölin voru tekin, svo að allnokkur úrvinnsla hafði átt sér stað hjá viðmælendum (Brinkman og Kvale, 2014). Viðtölin voru hljóðrituð og skráð niður frá orði til orðs. Þau voru frá 38 til 70 mínútur að lengd, þar sem þátttakendur deildu reynslu sinni og upplifun. Í rannsóknarferlinu var fylgt sjö meginþáttum Vancouver-skólans: að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman og að sannreyna. Við úrvinnslu gagnanna var unnið samkvæmt 12 þrepum Vancouver-skólans og heildarniðurstöður rannsóknarinnar voru sannreyndar með hverjum þátttakanda til að auka enn frekar réttmæti og áreiðanleika rannsóknarinnar. Niðurstöður og umræður Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar sýna hvernig veikindi og slys, sem valda skerðingu á starfsgetu, auka varnarleysi fólks á meðan á bataferli stendur. Allir þátttakendur höfðu verið veikir eða höfðu sögu um slys sem tók þá frá daglegum störfum sínum án fyrirvara. Þau þurftu að hætta störfum um lengri eða skemmri tíma vegna þessa heilsubrests, en fengu öll bót meina sinna á einhvern hátt. Á leið þátttakenda frá veikindum eða slysi að bata, upplifðu þeir óvissu, streitu, depurð og kvíða og hversu skaðleg félagsleg einangrun getur verið. Missir mikilvægra hlutverka og félagslegra tengsla jók á varnarleysi þeirra. Þátttakendur byrjuðu sögu sína með því að lýsa veikindum sínum og enduðu söguna þegar þeir höfðu fundið nýja leið í lífi sínu. Nánar um niðurstöður má sjá í töflu 1. ÞAÐ SEM BYGGÐI ÞÁTTTAKENDUR UPP Þegar þeir voru jákvæðir Þegar lesið var rétt í aðstæður þeirra Þegar þeir fengu góða ráðgjöf Þegar þeir fundu stuðning annarra Þegar þörfum þeirra var sinnt Þegar fagfólk hvatti þá til að gefast ekki upp Þegar þeir fundu samhygð Þegar þeir fundu umhyggju í hlýju viðmóti Þegar hlustað var á þá Þegar góð tengsl voru milli þeirra og fagaðila Þegar þeir fengu aðstoð sem þeir þurftu Þegar það ríkti traust í samskiptum Þegar þeir fengu réttar upplýsingar Þegar tekið var tillit til þeirra Þegar þeir fengu góða leiðsögn ÞAÐ SEM BRAUT ÞÁTTTAKENDUR NIÐUR Þegar þeir voru fórnarlömb eigin neikvæðni Þegar þeir upplifðu félagslega einangrun Þegar skortur var á ráðgjöf Þegar skortur var á stuðningi Þegar þeir fengu ekki tækifæri til að tala um aðstæður sínar Þegar heilsuvandi þeirra var ósýnilegur Þegar þeir upplifðu virðingarleysi Þegar þeir upplifðu umhyggjuleysi Þegar þeim fannst ekki hlustað á þá Þegar fagaðili bauð ekki upp á samvinnu Þegar þeim var ekki boðin hjálp Þegar þeir voru dregnir í efa Þegar um skort á upplýsingum var að ræða Þegar um skort á tillitsemi var að ræða Þegar þeir fengu ekki góða leiðsögn 58 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.