Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 64
veikindafjarveru og veikindaviðveru þannig að þeir sem eru með aukna fjarveru vegna veikinda eru þeir sömu sem segjast frekar mæta „veikir“ í vinnuna þegar þeir ættu frekar að taka sér veikindaleyfi (Gosselin, Lemyre, & Corneil, 2013; Hansen & Andersen , 2008). Þá hefur einnig verið sýnt fram á það með rannsóknum að þetta er starfsfólkið sem er líklegra til að fara í langtíma veikindi í framtíðinni samanborið við þá sem taka sér frekar veikindadaga og mæta síður í vinnu þegar þeir eru „veikir“ (Janssens, Clays, De Clercq, De Bacquer, & Braeckman, 2013; Hansen & Andersen, 2009) Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengslin milli veikindafjarveru og veikinda- viðveru hjá íslenskum starfsmönnum sem unnu á opinberum og einkareknum vinnustöðum og voru þátttakendur í þróun- arverkefninu Virkur vinnustaður. Frekari upplýsingar um niðurstöður úr verkefninu Virkur vinnustaður og upplýsingar um þau fyrirtæki sem tóku þátt má sjá í grein um verkefnið í Ársriti VIRK 2015 (Jónína Waagfjörð, 2015). Þátttakendur og aðferðir Hér er um þversniðsrannsókn að ræða sem byggir á rafrænni spurningakönnun sem lögð var fyrir starfsmenn á opinberum og einkareknum vinnustöðum, sem höfðu verið þátttakendur í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður, í nóvember 2014. Við tölfræðilega útreikninga var notast við nokkrar spurningar úr könnuninni sem tengdust fjarveru af vinnustað vegna veikinda og því að mæta „veikur“ í vinnuna (veikindaviðvera). Framkvæmd og söfnun gagna var í höndum Maskínu sem framkvæmir markaðs- og starfs- mannarannsóknir (www.maskina.is). Ekki var um persónugreinanleg gögn að ræða og var þátttaka í spurningakönnuninni valfrjáls sem og að svara einstökum spurningum í könnuninni. Alls svöruðu 884 starfsmenn (63,5%) spurningakönnuninni en svör frá 759 starfsmönnum (54,5%) voru notuð við töl- fræðiútreikningana þegar búið var að taka út svör þeirra starfsmanna sem ekki var hægt að greina kyn eða aldur hjá. Tafla 1 sýnir félagslegar og vinnutengdar breytur hjá þátttakendum í rannsókninni. Gögnum um veikindaviðveru var safnað með Já/Nei spurningunni „Hefur þú á síð- ustu 3 mánuðum mætt til vinnu, þrátt fyrir að þér fyndist þú ekki geta sinnt vinnunni þinni eins vel og þú ert vön/vanur og hefðir því frekar átt að taka þér veikindadag?“. Gögnum um veikindafjarveru var safnað með spurningunni „Hve marga daga varst þú fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum 12 mánuðum vegna eigin veikinda?“. Svör frá þessari spurningu voru flokkuð niður í fjóra flokka: Aldrei; 1 – 5 daga; 6 – 20 daga og 21 dag eða fleiri. Tölfræði Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við R tölfræðiprógrammið (R-3.2.3 fyrir Windows). Lýsandi tölfræði var notuð og marktektarprófið kí-kvaðrat notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) væri á hlutföllum mismunandi hópa. Til að kanna tengslin milli veikindafjarveru og veikindaviðveru var gagnlíkindahlutfall (OR) reiknað með fjöl- þátta lógetískri aðhvarfsgreiningu með 95% öryggisbili (CI) og leiðrétt var fyrir aldur, kyn, menntun og tegund vinnustaðar. Niðurstöður Samkvæmt niðurstöðum þá höfðu 80% þátttakenda verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda á síðustu 12 mánuðum og 56% þátttakenda (58% kvenna og 49% karla) svöruðu því játandi að þeir hafi mætt í vinnuna „veikir“ á síðustu 3 mánuðum þegar þeir hefðu frekar átt að taka sér veikindadag. Mynd 1 sýnir hlutfallslega Mynd 1. Hlutfallsleg fjarvera frá vinnu vegna veikinda hjá konum og körlum á síðustu 12 mánuðum. Mynd 2. Hlutfallsleg veikindaviðvera eftir aldurhópum á síðustu 3 mánuðum. Kona Karl Kyn 40 30 20 10 0 60 40 20 0 Aldrei <25 1-5 dagar 25-34 6-20 dagar 35-44 21+ dagar 45-54 55-68 Fjarverudagar Aldurshópar Nei Já Svar Ve ik in da vi ðv er a % H lu tfa ll % 64 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.