Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 64
veikindafjarveru og veikindaviðveru þannig að þeir sem eru með aukna fjarveru vegna veikinda eru þeir sömu sem segjast frekar mæta „veikir“ í vinnuna þegar þeir ættu frekar að taka sér veikindaleyfi (Gosselin, Lemyre, & Corneil, 2013; Hansen & Andersen , 2008). Þá hefur einnig verið sýnt fram á það með rannsóknum að þetta er starfsfólkið sem er líklegra til að fara í langtíma veikindi í framtíðinni samanborið við þá sem taka sér frekar veikindadaga og mæta síður í vinnu þegar þeir eru „veikir“ (Janssens, Clays, De Clercq, De Bacquer, & Braeckman, 2013; Hansen & Andersen, 2009) Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengslin milli veikindafjarveru og veikinda- viðveru hjá íslenskum starfsmönnum sem unnu á opinberum og einkareknum vinnustöðum og voru þátttakendur í þróun- arverkefninu Virkur vinnustaður. Frekari upplýsingar um niðurstöður úr verkefninu Virkur vinnustaður og upplýsingar um þau fyrirtæki sem tóku þátt má sjá í grein um verkefnið í Ársriti VIRK 2015 (Jónína Waagfjörð, 2015). Þátttakendur og aðferðir Hér er um þversniðsrannsókn að ræða sem byggir á rafrænni spurningakönnun sem lögð var fyrir starfsmenn á opinberum og einkareknum vinnustöðum, sem höfðu verið þátttakendur í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður, í nóvember 2014. Við tölfræðilega útreikninga var notast við nokkrar spurningar úr könnuninni sem tengdust fjarveru af vinnustað vegna veikinda og því að mæta „veikur“ í vinnuna (veikindaviðvera). Framkvæmd og söfnun gagna var í höndum Maskínu sem framkvæmir markaðs- og starfs- mannarannsóknir (www.maskina.is). Ekki var um persónugreinanleg gögn að ræða og var þátttaka í spurningakönnuninni valfrjáls sem og að svara einstökum spurningum í könnuninni. Alls svöruðu 884 starfsmenn (63,5%) spurningakönnuninni en svör frá 759 starfsmönnum (54,5%) voru notuð við töl- fræðiútreikningana þegar búið var að taka út svör þeirra starfsmanna sem ekki var hægt að greina kyn eða aldur hjá. Tafla 1 sýnir félagslegar og vinnutengdar breytur hjá þátttakendum í rannsókninni. Gögnum um veikindaviðveru var safnað með Já/Nei spurningunni „Hefur þú á síð- ustu 3 mánuðum mætt til vinnu, þrátt fyrir að þér fyndist þú ekki geta sinnt vinnunni þinni eins vel og þú ert vön/vanur og hefðir því frekar átt að taka þér veikindadag?“. Gögnum um veikindafjarveru var safnað með spurningunni „Hve marga daga varst þú fjarverandi frá vinnu á síðastliðnum 12 mánuðum vegna eigin veikinda?“. Svör frá þessari spurningu voru flokkuð niður í fjóra flokka: Aldrei; 1 – 5 daga; 6 – 20 daga og 21 dag eða fleiri. Tölfræði Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við R tölfræðiprógrammið (R-3.2.3 fyrir Windows). Lýsandi tölfræði var notuð og marktektarprófið kí-kvaðrat notað til að meta hvort tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) væri á hlutföllum mismunandi hópa. Til að kanna tengslin milli veikindafjarveru og veikindaviðveru var gagnlíkindahlutfall (OR) reiknað með fjöl- þátta lógetískri aðhvarfsgreiningu með 95% öryggisbili (CI) og leiðrétt var fyrir aldur, kyn, menntun og tegund vinnustaðar. Niðurstöður Samkvæmt niðurstöðum þá höfðu 80% þátttakenda verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda á síðustu 12 mánuðum og 56% þátttakenda (58% kvenna og 49% karla) svöruðu því játandi að þeir hafi mætt í vinnuna „veikir“ á síðustu 3 mánuðum þegar þeir hefðu frekar átt að taka sér veikindadag. Mynd 1 sýnir hlutfallslega Mynd 1. Hlutfallsleg fjarvera frá vinnu vegna veikinda hjá konum og körlum á síðustu 12 mánuðum. Mynd 2. Hlutfallsleg veikindaviðvera eftir aldurhópum á síðustu 3 mánuðum. Kona Karl Kyn 40 30 20 10 0 60 40 20 0 Aldrei <25 1-5 dagar 25-34 6-20 dagar 35-44 21+ dagar 45-54 55-68 Fjarverudagar Aldurshópar Nei Já Svar Ve ik in da vi ðv er a % H lu tfa ll % 64 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.