Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 29
VIRK
Samstarf við þjónustuaðila
Þeir þjónustuaðilar sem eru í samstarfi við
VIRK um starfsendurhæfingarúrræði eru
tæplega 700 talsins og starfa um allt land.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er með
samning við átta starfsendurhæfingarstöðvar
en það er liður í því að tryggja að til
staðar sé fagleg þekking og reynsla á
sviði starfsendurhæfingar um allt land.
Á starfsendurhæfingarstöðvum er unnið
markvisst með þær hindranir sem eru
til staðar og samhliða því er unnið með
styrkleika einstaklings og þeir tengdir við
möguleg störf á vinnumarkaði. Rík áhersla
er lögð á að nálgun í starfsendurhæfingu
sé heildræn sem og að einstaklingurinn taki
virkan þátt í þeirri vinnu sem á sér stað. Á
þeim landsvæðum þar sem ekki er starfandi
starfsendurhæfingarstöð hafa ráðgjafar VIRK
það hlutverk að tengja mismunandi fagaðila
saman í heildstæð úrræði fyrir einstaklinginn.
Um 70 sálfræðingar starfa með VIRK og
veita einstaklingum með geðrænan vanda
einstaklingsviðtöl sem og hópmeðferð. Mikil
áhersla hefur verið lögð á að þróa hópúrræði
sem byggja á gagnreyndum aðferðum og
hafa sálfræðingar komið vel til móts við þarfir
einstaklinga í þjónustu VIRK með geðrænan
vanda.
Þá starfa einnig með VIRK tæplega 200
sjúkraþjálfarar. Þeir veita fjölbreytta ein-
staklingsþjónustu og hópúrræði fyrir
einstaklinga með stoðkerfisraskanir. Líkt og
með sálfræðinga hafa sjúkraþjálfarar um
allt land í samstarfi við VIRK þróað fjölbreytt
hópúrræði fyrir þennan hóp. Þá hafa
sjúkraþjálfarar einnig veitt einstaklingum
með stoðkerfisraskanir, sem eru að vinna
að því að gera hreyfingu að hluta af lífsstíl
sínum, stuðning. Sú þjónusta miðar alltaf
að því að gera einstaklinginn ábyrgan fyrir
eigin hreyfingu. Þá hafa fjölmargir fagaðilar,
s.s sálfræðingar og sjúkraþjálfarar þróað
saman úrræði sem taka mið af aðstæðum
þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu á
vegum VIRK. Töluverð gróska hefur átt sér
stað í þróun úrræða sem byggja á reynslu
síðastliðinna ára og hefur VIRK átt í farsælu
samstarfi við fagaðila um allt land vegna
þessa.
Hjá VIRK hefur alltaf verið lögð áhersla
á að aðlaga menntun og starfsreynslu
einstaklings að störfum sem eru í boði á
vinnumarkaði. Einnig er skoðað hvernig
hægt er að byggja ofan á þekkingu sem er til
staðar eða hvort starfstengd úrræði geti aukið
starfsmöguleika. Ef einstaklingur þarf að
fara í annað starf er markvisst skoðað hvaða
styrkleikar eru fyrir hendi og reynt að aðlaga
þá að öðru launuðu starfi, stundum þarf
menntun að koma til svo það sé raunhæft.
Um 100 símenntunaraðilar um allt land
veita námsúrræði með það að markmiði að
auka möguleika á vinnumarkaði.
Um 100 þjónustuaðilar veita þjónustu sem
flokkast sem heilsueflandi úrræði. Undir
þann flokk fellur m.a. líkamsrækt með
stuðningi íþróttafræðings, vatnsleikfimi og
ýmis hópúrræði á vegum fagaðila.
Fjöldi þjónustuaðila veita atvinnutengd
úrræði og má þar helst nefna vinnuprófanir,
úttekt, ráðgjöf og stuðning á vinnustað við
endurkomu til vinnu sem og úrræði sem
miða að því að búa einstaklinga undir
atvinnuleit. Þá starfa ráðgjafar VIRK náið
með atvinnurekendum á sínum svæðum.
Kaup á þjónustu fagaðila
Kaup VIRK á þjónustu fagaðila hafa aukist
mikið á undanförnum árum en árið 2015
námu þau um 900 miljónum króna og
lækka örlítið frá árinu áður eins og sjá má
á mynd 1. Mynd 2 sýnir skiptingu útgjalda
milli mismunandi tegunda af úrræðum á
árinu 2015.
Eftir mikinn vöxt síðustu ára var á árinu 2015
lögð rík áhersla á skilvirkni þeirrar þjónustu
sem VIRK kaupir af þjónustuaðilum. Þá var
unnið markvisst að því að þróa enn frekar
ferla til að tryggja eftirlit og hagkvæmni í
þjónustukaupum. Áfram verður lögð áhersla á
gagnsæi, hagkvæmni og skilvirkni í þjónustu-
kaupum á þessu ári samhliða því sem VIRK
vinnur áfram náið með þjónustuaðilum að
því að þróa einstaklingsmiðuð úrræði fyrir
þann fjölbreytta hóp einstaklinga sem sækja
starfsendurhæfingaþjónustu.
Mynd 2
Mynd 1
Sérhæfð starfsendur-
hæfingarúrræði
Sálfræðiþjónusta
Sjúkraþjálfun
Nám og námskeið
Heilsuefling / líkamsrækt
Annað
Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2015
vegna aðkeyptrar þjónustu frá samstarfsaðilum
Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum
um allt land árin 2010-2015
62%
18%
7%
3%
6%
4%
1.000
900
800
700
600
500
400
300
200
100
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015
Útgjöld í
milljónum kr.
Ár
29virk.is