Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 41
 VIÐTAL Að því loknu fór ég inn á salerni og þar lyppaðist ég niður og kastaði upp. Á meðan hugsaði ég: „Annað hvort er ég að fá heilablæðingu eða hjartaáfall.“ Jafnframt hugsaði ég: „Ég er þó á gjörgæslunni, það er ekki langt að fara.“ HALLDÓRA EYJÓLFSDÓTTIR rannsóknarsjúkraþjálfari Um þetta leyti komu upp erfiðleikar á vinnustaðnum, yfirmaður hætti skyndilega og ég var gerð að aðstoðar yfirsjúkraþjálfara. Það bættist ofan á allt annað sem ég hafði á minni könnu. Auk mikillar vinnu var heimilið og allskonar félagsstörf sem ég sinnti á þessum tíma. Ég átti sæti í stjórn Sjúkraþjálfarafélagsins og söng í tveimur kórum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fór ég í mastersnám og útskrifaðist úr því með fullri vinnu árið 2008. Það hefur verið mér til mikillar hjálpar að ég á góðan mann sem hefur stutt mig í gegnum þykkt og þunnt. Hann er kletturinn í lífi mínu, hefur alltaf staðið þétt með mér en jafnframt gefið mér það svigrúm sem ég hef þurft. Sá stuðningur er ekki sísta ástæða þess hve fljót ég var að ná mér upp eftir veikindin.“ Hvenær varstu orðin svo illa á þig komin að þú þurftir faglega aðstoð? „Ég hafði sem fyrr sagði lengi fundið fyrir þreytu í vinnunni og mín viðbrögð við því voru að taka fleiri og fleiri verkefni að mér í stað þess að staldra við og taka því rólega. Ég hugsaði: „Þetta er leiðinlegt, ég verð að gera eitthvað nýtt.“ Ég var sett yfir Endurhæfingarteymi krabba- meinsgreindra, sem var enn eitt álags- verkefnið ofan á mína venjubundnu vinnu. Það var árið 2013 og þá var ég farin að finna fyrir allskonar einkennum. Um sumarið fór ég með fjölskyldu minni í gott sumarfrí til Svíþjóðar í fjórar vikur. En þegar ég kom til vinnu í júlí var mikið álagsástand á vinnustaðnum eins og gerist gjarnan hér á spítalanum á sumrin. Í september fór ég að finna fyrir svima og verulegum hjartsláttartruflunum. Ég fór til heimilislæknis sem taldi mig vera með vanvirkan skjaldkirtil. Blóðprufa staðfesti þá greiningu ekki. En ég lagaðist samt ekki, heldur var komin með verki um allan líkamann, auk þess sem sviminn var enn til staðar, svefnleysi og kvíði. Svo gerðist það að mamma mín fékk blóðtappa í nóvember 2013 og dóttir mín handleggsbrotnaði um sama leyti. Vegna þessa svaf ég ekkert í tvo sólarhringa. Ég fór þó til vinnu. Á einni vaktinni var ég stödd á gjörgæsludeild og var að taka fram úr rúmi mann sem var nýlega kominn úr hjartaaðgerð. Þetta hef ég gert ótal sinnum og þurfti ekki að hugsa mig um hvað það snerti. En meðan ég var með manninn á rúmstokknum þá gerðist eitthvað í höfðinu á mér. Ég fékk hræðilegan svima og vanlíðan, varð mjög máttlaus og þurfti að kasta upp. Mér tókst þó að koma manninum upp í rúmið aftur með hjálp hjúkrunarfræðings. Að því loknu fór ég inn á salerni og þar lyppaðist ég niður og kastaði upp. Á meðan hugsaði ég: „Annað hvort er ég að fá heilablæðingu eða hjartaáfall.“ Jafnframt hugsaði ég: „Ég er þó á gjörgæslunni, það er ekki langt að fara.“ Meðan ég var að taka mig saman í andlitinu þá kom sú hugsun til mín að ég væri með kvíða. Ég gerði mér skyndilega grein fyrir að ég væri í ofsakvíðakasti. Sú niðurstaða varð til þess að ég komst fram og sagði við samstarfskonu að ég væri svo illa haldin af svima að ég yrði að fara heim. Þetta gerðist á laugardegi og ég var í rúminu alla helgina. Á mánudag ætlaði ég á fætur en gat ekki farið framúr. Ég var algjörlega „búin á því“, alveg kraftlaus, gat ekki einu sinni sest upp. Maðurinn hringdi og sagði að ég væri veik. 41virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.