Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 23
 VIRK Hlutverk VIRK er að móta, samþætta og hafa eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK og nánari verklagslýsingu sem þeim ber að kynna sér. Siðareglur ráðgjafa VIRK halda á lofti þeim gildum og markmiðum sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður byggir starfsemi sína á. Gildi VIRK eru; fagmennska, virðing og metnaður. Með fagmennsku tryggjum við áreiðanleika, þekkingu, öryggi og traust. Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum og samferðafólki okkar ásamt því að leggja áherslu á samvinnu og samstarf. Við höfum metnað og kjark til að fara nýjar leiðir. RÁÐGJAFI VIRK & STARFIÐ 1. grein Ráðgjafi hefur í heiðri sanngirni og heiðarleika og starfar í anda jafnréttis. Frumskylda hans er að veita einstaklingum faglega og áreiðanlega þjónustu og virða velferð og mannhelgi. Ráðgjafi skal ekki mismuna einstaklingum vegna persónulegra tengsla, kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða annarra sambærilegra þátta. 2. grein Ráðgjafi heldur þagnarskyldu í heiðri og virðir umgengni við trúnaðargögn. Ráðgjafi starfar samkvæmt útgefnu verklagi VIRK um meðhöndlun trúnaðargagna. Hann aflar, skráir og miðlar einungis upplýsingum sem hafa verið samþykktar með upplýstu samþykki einstaklings. Hann gætir ávallt fyllstu vandvirkni og virðingar við skráningu og meðhöndlun persónulegra gagna. 3. grein Ráðgjafi vinnur af heilindum og tileinkar sér gildandi verkferla í gæðahandbók VIRK og starfar innan þess ramma. Ráðgjafi sýnir kostnaðar- vitund í starfi og fer ávallt vel með fjármuni VIRK. 4. grein Ráðgjafi ástundar fagleg vinnubrögð og starfar sem hluti af þverfaglegu teymi. Hann lærir af reynslu og leitast við að bæta þekkingu sína og hæfni í starfi. Ráðgjafi tekur þátt í þróun þekkingar í starfsendurhæfingu og byggir störf sín á gagnreyndum aðferðum. 5. grein Ráðgjafi skal ávallt forðast hagsmunaárekstra í starfi sínu. Honum er óheimilt að þiggja persónulega gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá einstaklingum í þjónustu eða úrræðaaðilum. Ráðgjafi misnotar ekki stöðu sína í þágu einkahagsmuna og ber að upplýsa stjórnendur VIRK um ólögmæta eða ótilhlýðilega háttsemi sem hann kann að verða var við í störfum sínum. Um störf ráðgjafans gilda almenn vanhæfissjónarmið samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993. RÁÐGJAFI VIRK & EINSTAKLINGUR Í ÞJÓNUSTU 6. grein Ráðgjafi sýnir einstaklingum í þjónustu virðingu, nærgætni og skilning en setur jafnframt skýr mörk. Hann upplýsir einstaklinga um réttindi þeirra og skyldur í þjónustu- og starfsendurhæfingarferli VIRK. Ráðgjafi hefur trú á eigin getu einstaklings og stuðlar að því að hann geti tekið upplýsta ákvörðun í starfsendurhæfingarferli sínu. Hann tryggir skilvirkt upplýsingaflæði á milli allra aðila er koma að starfsendurhæfingu einstaklinga og fylgir málum eftir. 7. grein Ráðgjafi stendur vörð um og virðir rétt einstaklinga til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku í hvívetna. Ráðgjafi skráir einungis upplýsingar sem varða starfsendurhæfingarferil einstaklings. Ráðgjafarsambandi lýkur um leið og þjónustu VIRK. Þagnarskylda helst þótt ráðgjafi láti af störfum. Þagnarskyldan nær þó ekki til atvika sem ráðgjafa ber að tilkynna samkvæmt lögum. 8. grein Ráðgjafi vinnur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun sem er unnin í samvinnu við þverfagleg teymi sérfræðinga VIRK. Ráðgjafi hefur samvinnu að leiðarljósi, laðar fram áhugahvöt einstaklings til breytinga, hvetur og styður en er ekki meðferðaraðili. Hann tryggir gagnsæi og gæði gagna í gegnum allan starfsendurhæfingarferil einstaklinga í samvinnu við aðra sérfræðinga. RÁÐGJAFI VIRK & SAMSTARFSFÓLK 9. grein Ráðgjafi miðlar eigin þekkingu og reynslu til annarra ráðgjafa sem og samstarfsfólks. Ráðgjafi leitast við að eiga farsæl samskipti og mynda góð tengsl við samstarfsfólk sem og aðra ráðgjafa. Hann vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, tilvísandi lækna, fagaðila í starfsendur- hæfingu, aðila á vinnumarkaði sem og heilbrigðis- og starfsendurhæfingarstofnanir. RÁÐGJAFI VIRK & SAMFÉLAGIÐ 10. grein Ráðgjafi tekur virkan þátt í að efla þekkingu á sviði starfsendurhæfingar á Íslandi. Hann talar af sanngirni og hollustu um VIRK og leitast eftir því að efla starfsemi sjóðsins og vera dyggur málsvari hans í samfélaginu. 23virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.