Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 8
Þjónustuaðilar í starfsendurhæfingu Auk þeirra einstaklinga sem starfa hjá VIRK og á vegum VIRK þá kemur mikill fjöldi þjónustuaðila að því að veita þjónustuna og stærsti hluti útgjalda VIRK fer í kaup á ýmiss konar starfsendurhæfingarþjónustu. Um er að ræða úrræði eins og þjónustu sérhæfðra starfsendurhæfingarstöðva, sál- fræðiþjónustu, sjúkraþjálfun, sjálfsstyrk- ingu, námskeið, vinnuprófanir og ýmislegt fleira. Fjöldi og fjölbreytni þessara úrræða er sífellt að aukast sem er mjög jákvætt fyrir þróun á starfsendurhæfingarþjónustu hér á landi. Gerð er nánari grein fyrir samstarfi okkar við þessa þjónustuaðila í umfjöllun aftar í ársritinu. Samstarf innan velferðarkerfisins VIRK gegnir í dag mikilvægu hlutverki innan velferðarkerfisins og hefur lagt mikið afl í að samþætta þjónustu atvinnutengdrar starfsendurhæfingar við þjónustu annarra stofnana. Áhersla er alltaf lögð á það að finna einstaklingum réttan farveg í góðu samstarfi við aðra fagaðila innan kerfisins. VIRK leggur einnig mikla áherslu á að leiðbeina einstaklingum um mögulegar þjónustuleiðir innan velferðarkerfisins hvort sem einstaklingurinn getur nýtt sér þjónustu VIRK eða ekki. Nefna má nokkur dæmi um það hvað VIRK hefur lagt fram í þessu samstarfi: • Ráðgjafar VIRK halda utan um endurhæfingaráætlanir sem eru forsenda þess að einstaklingar geti fengið endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem fær greiddan endurhæfingarlífeyri frá TR er í þjónustu hjá VIRK. • Sérfræðingar VIRK bjóða upp á fundi á heilsugæslustöðvum um allt land. Þar gefst heimilislæknum tækifæri til að fara yfir mál sinna einstaklinga og gott upplýsingaflæði er tryggt. • Ráðgjafar VIRK eru með aðsetur á Hvítabandinu og á Kleppi einu sinni í viku. Þessi viðvera hefur skipt miklu máli fyrir einstaklinga sem glíma við langvinna og alvarlega geðsjúkdóma og hefur orðið til þess að tengja betur saman þjónustu heilbrigðiskerfis og atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. • Reglubundnir fundir eru milli sér- fræðinga VIRK og sérfræðinga á geð- deildum LSH – bæði á geðdeild LSH við Hringbraut og á Kleppi. • VIRK hefur verið í sérstöku samstarfi við geðdeild LSH á Laugarásvegi sem hefur byggt á hugmyndafræði IPS (Individual Placement and Support). VIRK hefur lagt til atvinnuráðgjafa í verkefnið sem hefur aðstoðað unga einstaklinga með alvarlegar geð- greiningar við að finna starf við hæfi. Þetta samstarf hefur nú þegar skilað miklum ávinningi og fyrirhugað er að efla þetta starf verulega á komandi árum. • Reglulegir fundir eru milli sérfræðinga VIRK og Reykjalundar og milli VIRK og Grensás þar sem markmiðið er að tryggja samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. • VIRK vinnur markvisst með félags- þjónustu víða um land þar sem fagaðilar frá VIRK og félagsþjónustunni fara sameiginlega yfir mál einstaklinga sem eru á „gráu svæði“ með það að markmiði að finna árangursríkar leiðir að vinnumarkaði. Hér leggur VIRK t.d. til aðgengi að fagaðilum sem geta boðið einstaklingum upp á nánari skoðun með það í huga að finna færar leiðir hvort heldur sem er innan VIRK eða á vegum félagsþjónustunnar. • Reglulegir fundir eru með Vinnumálastofnun þar sem þverfagleg teymi fara yfir mál einstaklinga og koma þeim í réttan farveg. Þessi listi er ekki tæmandi og VIRK hefur lagt mikla áherslu á gott samstarf við alla aðila innan velferðarkerfisins með það að markmiði að tryggja góðan og samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. Samstarf við lífeyrissjóði VIRK er í samstarfi við flesta stærstu lífeyrissjóði landsins. Samstarfið felst í því að allar nýjar umsóknir um örorku eru rýndar af sérfræðingum VIRK og einstaklingum er boðið upp á starfsendurhæfingarþjónustu ef metið er að hún sé raunhæf og geti skilað árangri fyrir viðkomandi einstakling. Þetta samstarf hefur verið í þróun undanfarin ár og fleiri og fleiri lífeyrissjóðir hafa bæst inn í samstarfið. Það kemur einnig í ljós að það er mun algengara nú en áður að einstaklingar eru komnir inn í þjónustu VIRK áður en þeir sækja um örorkulífeyri og er það þróun í rétta átt. Það er hins vegar verkefni bæði VIRK og lífeyrisjóða um allt land að þróa samstarfið áfram til enn meiri árangurs en nú er. Einstaklingar í þjónustu 1794 nýir einstaklingar komu í þjónustu á árinu 2015 og frá upphafi hafa komið 9288 einstaklingar í þjónustu VIRK ef miðað er við stöðuna 31. desember 2015. Til VIRK leitar fjölbreyttur hópur einstaklinga á öllum aldri með mismunandi menntun og úr ólíkum starfsgreinum eins og sjá má á bls. 16 og 17. Aðstæður allra þessara einstaklinga eru misjafnar og krefjast þess að útbúin sé starfsendurhæfingaráætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Upphaf þjónustu Til að eiga rétt á þjónustu VIRK þurfa ein- staklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Að geta ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. • Að markmiðið sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. • Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfing- unni og þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Almennt er miðað við að formleg tilvísun frá lækni liggi fyrir áður en einstaklingur fer í fyrsta tíma hjá ráðgjafa VIRK. Ef mál einstaklings eru flókin og um er að ræða langa fjarveru frá vinnumarkaði þá er einstaklingum oft vísað í raunhæfimat starfsendurhæfingar hjá VIRK áður en þjónusta hefst. Markmiðið er að meta hvort starfsendurhæfingarþjónusta sé raunhæf og geti orðið árangursrík miðað við stöðu viðkomandi einstaklings á þeim tíma sem umsókn berst. Ef starfsendurhæfing er ekki metin raunhæf þá er einstaklingi vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins og þá oft í samstarfi við aðrar stofnanir. 8 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.