Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Side 8
Þjónustuaðilar í starfsendurhæfingu Auk þeirra einstaklinga sem starfa hjá VIRK og á vegum VIRK þá kemur mikill fjöldi þjónustuaðila að því að veita þjónustuna og stærsti hluti útgjalda VIRK fer í kaup á ýmiss konar starfsendurhæfingarþjónustu. Um er að ræða úrræði eins og þjónustu sérhæfðra starfsendurhæfingarstöðva, sál- fræðiþjónustu, sjúkraþjálfun, sjálfsstyrk- ingu, námskeið, vinnuprófanir og ýmislegt fleira. Fjöldi og fjölbreytni þessara úrræða er sífellt að aukast sem er mjög jákvætt fyrir þróun á starfsendurhæfingarþjónustu hér á landi. Gerð er nánari grein fyrir samstarfi okkar við þessa þjónustuaðila í umfjöllun aftar í ársritinu. Samstarf innan velferðarkerfisins VIRK gegnir í dag mikilvægu hlutverki innan velferðarkerfisins og hefur lagt mikið afl í að samþætta þjónustu atvinnutengdrar starfsendurhæfingar við þjónustu annarra stofnana. Áhersla er alltaf lögð á það að finna einstaklingum réttan farveg í góðu samstarfi við aðra fagaðila innan kerfisins. VIRK leggur einnig mikla áherslu á að leiðbeina einstaklingum um mögulegar þjónustuleiðir innan velferðarkerfisins hvort sem einstaklingurinn getur nýtt sér þjónustu VIRK eða ekki. Nefna má nokkur dæmi um það hvað VIRK hefur lagt fram í þessu samstarfi: • Ráðgjafar VIRK halda utan um endurhæfingaráætlanir sem eru forsenda þess að einstaklingar geti fengið endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem fær greiddan endurhæfingarlífeyri frá TR er í þjónustu hjá VIRK. • Sérfræðingar VIRK bjóða upp á fundi á heilsugæslustöðvum um allt land. Þar gefst heimilislæknum tækifæri til að fara yfir mál sinna einstaklinga og gott upplýsingaflæði er tryggt. • Ráðgjafar VIRK eru með aðsetur á Hvítabandinu og á Kleppi einu sinni í viku. Þessi viðvera hefur skipt miklu máli fyrir einstaklinga sem glíma við langvinna og alvarlega geðsjúkdóma og hefur orðið til þess að tengja betur saman þjónustu heilbrigðiskerfis og atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. • Reglubundnir fundir eru milli sér- fræðinga VIRK og sérfræðinga á geð- deildum LSH – bæði á geðdeild LSH við Hringbraut og á Kleppi. • VIRK hefur verið í sérstöku samstarfi við geðdeild LSH á Laugarásvegi sem hefur byggt á hugmyndafræði IPS (Individual Placement and Support). VIRK hefur lagt til atvinnuráðgjafa í verkefnið sem hefur aðstoðað unga einstaklinga með alvarlegar geð- greiningar við að finna starf við hæfi. Þetta samstarf hefur nú þegar skilað miklum ávinningi og fyrirhugað er að efla þetta starf verulega á komandi árum. • Reglulegir fundir eru milli sérfræðinga VIRK og Reykjalundar og milli VIRK og Grensás þar sem markmiðið er að tryggja samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. • VIRK vinnur markvisst með félags- þjónustu víða um land þar sem fagaðilar frá VIRK og félagsþjónustunni fara sameiginlega yfir mál einstaklinga sem eru á „gráu svæði“ með það að markmiði að finna árangursríkar leiðir að vinnumarkaði. Hér leggur VIRK t.d. til aðgengi að fagaðilum sem geta boðið einstaklingum upp á nánari skoðun með það í huga að finna færar leiðir hvort heldur sem er innan VIRK eða á vegum félagsþjónustunnar. • Reglulegir fundir eru með Vinnumálastofnun þar sem þverfagleg teymi fara yfir mál einstaklinga og koma þeim í réttan farveg. Þessi listi er ekki tæmandi og VIRK hefur lagt mikla áherslu á gott samstarf við alla aðila innan velferðarkerfisins með það að markmiði að tryggja góðan og samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. Samstarf við lífeyrissjóði VIRK er í samstarfi við flesta stærstu lífeyrissjóði landsins. Samstarfið felst í því að allar nýjar umsóknir um örorku eru rýndar af sérfræðingum VIRK og einstaklingum er boðið upp á starfsendurhæfingarþjónustu ef metið er að hún sé raunhæf og geti skilað árangri fyrir viðkomandi einstakling. Þetta samstarf hefur verið í þróun undanfarin ár og fleiri og fleiri lífeyrissjóðir hafa bæst inn í samstarfið. Það kemur einnig í ljós að það er mun algengara nú en áður að einstaklingar eru komnir inn í þjónustu VIRK áður en þeir sækja um örorkulífeyri og er það þróun í rétta átt. Það er hins vegar verkefni bæði VIRK og lífeyrisjóða um allt land að þróa samstarfið áfram til enn meiri árangurs en nú er. Einstaklingar í þjónustu 1794 nýir einstaklingar komu í þjónustu á árinu 2015 og frá upphafi hafa komið 9288 einstaklingar í þjónustu VIRK ef miðað er við stöðuna 31. desember 2015. Til VIRK leitar fjölbreyttur hópur einstaklinga á öllum aldri með mismunandi menntun og úr ólíkum starfsgreinum eins og sjá má á bls. 16 og 17. Aðstæður allra þessara einstaklinga eru misjafnar og krefjast þess að útbúin sé starfsendurhæfingaráætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Upphaf þjónustu Til að eiga rétt á þjónustu VIRK þurfa ein- staklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Að geta ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. • Að markmiðið sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. • Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfing- unni og þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Almennt er miðað við að formleg tilvísun frá lækni liggi fyrir áður en einstaklingur fer í fyrsta tíma hjá ráðgjafa VIRK. Ef mál einstaklings eru flókin og um er að ræða langa fjarveru frá vinnumarkaði þá er einstaklingum oft vísað í raunhæfimat starfsendurhæfingar hjá VIRK áður en þjónusta hefst. Markmiðið er að meta hvort starfsendurhæfingarþjónusta sé raunhæf og geti orðið árangursrík miðað við stöðu viðkomandi einstaklings á þeim tíma sem umsókn berst. Ef starfsendurhæfing er ekki metin raunhæf þá er einstaklingi vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins og þá oft í samstarfi við aðrar stofnanir. 8 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.