Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 51
VIRK
VIÐFANGSEFNI RÁÐSTEFNUNNAR
• Hvernig nýtum við okkur ákveðna verkferla inni á vinnustaðnum sem stefna að
því að draga úr fjarveru starfsmanna frá vinnu vegna veikinda eða slysa
(e. disability management) og eflum þannig atvinnuþátttöku og endurkomu
til vinnu?
• Hvernig getum við spáð fyrir um það hvort starfsmaður muni koma fljótt/seint til
baka í vinnu eftir fjarveru vegna veikinda?
• Hafa sjúkdómsgreiningar einhver áhrif á það hvernig við metum hve mikla
starfsgetu einstaklingur hefur?
• Hvernig samræma vinnustaðir ákveðna stuðningsíhlutun og forvarnir þegar
kemur að fjarveru vegna veikinda og endurkomu til vinnu?
• Hve áhrifaríkt er IPS-módelið (Individual Placement and Support), sem byggir
á einstaklingsmiðaðri atvinnuleit og stuðningi, í að auðvelda einstaklingum
að komast aftur inn á vinnumarkaðinn?
R
áðstefnan sem ber yfirskriftina Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfs-
endurhæfingu á Norðurlöndunum er skipulögð af VIRK í samstarfi við National
Centre for Work and Rehabilitation, Linköpings Universitet, Svíþjóð; AIR- National
Advisory Unit on Occupational Rehabilitation, Rauland, Noregi; Marselisborg
Centret, Public Health and Quality Improvement, Central Region, Danmörk; og Finnish
Institute of Occupational Health, Finnlandi.
Þema ráðstefnunnar er matsferlið í starfsendurhæfingu og stjórnun þess en auk
þess verður sérstök áhersla lögð á samtengingu milli starfsendurhæfingar og
vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn
eftir veikindi og slys. Fjallað verður um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum á
milli Norðurlandanna og eftirfarandi viðfangsefni m.a. reifuð:
Þátttakendur og fyrirlesarar koma frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi,
Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi og munu þeir fjalla um rannsóknir og verkefni
sem tengjast endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys.
Sérstök áhersla verður lögð á að skoða „best practice” rannsóknir og gæðaverkefni
sem leggja áherslu á að auðvelda samvinnu milli vinnustaða og starfsendurhæfingar
sem skila mun einstaklingnum aftur til vinnu á sem skilvirkastan hátt fyrir alla
hagsmunaaðila.
Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu þ.e. sérfræðingum
í endurhæfingu innan trygginga- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, rannsakendum,
atvinnurekendum og starfsmönnum stéttarfélaga.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar á www.virk.is
Aðalfyrirlesarar
Dr. Tom Burns
Dr. Burns er heiðursprófessor í samfélags-
geðlækningum við University of Oxford,
Englandi. Titill erindis: „Modifying
IPS – does it still work?”
Dr. Reuben Escorpizo
Dr. Escorpizo er prófessor við University
of Vermont, Bandaríkjunum og stundar
rannsóknir við Swiss Paraplegic Research
í Sviss. Titill erindis: „Current and future
efforts on using the ICF in work disability.”
Dr. William Shaw
Dr. Shaw er yfir rannsóknum við Liberty
Mutual Research Institute for Safety,
í Massachusetts Bandaríkjunum og
kennir við University of Massachusetts
Medical School, Bandaríkjunum.
Titill erindis: „Improving employer
policies and practices to prevent
disability.”
51virk.is