Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 45
 VIÐTAL Er margt starfsfólk undir þinni stjórn? „Ég er yfir allri sjúkraþjálfun á LSH, undir minni stjórn eru um hundrað manns á átta starfseiningum og því er í mörg horn að líta. En vegna þess hve náið samstarf okkar Halldóru var hafði ég tekið eftir ákveðnum breytingum í skaphöfn hennar, það var „styttri í henni þráðurinn“, eins og hún orðaði það sjálf. Eftir að Halldóra hafði fengið áfall í vinn- unni þá kom hún til mín og við ákváðum að hún „fengi aðeins að hvíla sig,“ svo enn sé notað orðalag hennar. Hún kom svo aftur en þá var greinilegt að hún gat ekki valdið öllu því sem hún þurfti að gera, þetta var einfaldlega of mikið fyrir hana eins og hún var þá orðin til heilsunnar.“ Hefur þú áður séð kulnun í starfi? „Já, ég er búin að vinna sem yfirmaður í mörg ár og veit að kulnun er til í ýmsum myndum og á ýmsum stigum. Í tilviki Halldóru reyndist kulnunin langt gengin. En Halldóra hefur þannig persónuleika að það ástand duldist kannski lengur en ella vegna þess hve hress hún er að jafnaði í bragði og hve dugleg hún hefur verið við allskyns verkefni utan vinnunnar líka. Hún hefur til dæmis aldrei sagt: „Ég er svo þreytt, ég fer beint heim að sofa.“ Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að það er margt sem spilar inn í þegar einstaklingur fær kulnun. Segja má að þetta tengist lífsstíl viðkomandi manneskju að töluverðu leyti. Fólk getur orðið þreytt á vinnunni sinni án þess að um kulnun sé að ræða. Kannski er þetta orð ofnotað. Oft grípur fólk til þess ráðs, ef það finnur fyrir vinnuleiða, að finna sér ný verkefni. Það getur hjálpað í vægum tilvikum en ekki þegar fólk er virkilega með kulnun í starfi, eins og var í tilviki Halldóru.“ Samkennd mikilvæg í samskiptum Hefur þú sótt námskeið um kulnun? „Já, ég hef gert það. Hætta getur verið á slíku ástandi þar sem álag er óhóflegt eins og gerist stundum á hinum fjölbreytilegustu vinnustöðum, inni á heimilum og jafnvel í tómstundastarfi. Sé hið óhóflega álag utan vinnustaðar getur hann orðið griðastaður. Hætta er á kulnun þegar álagið fer yfir ákveðin mörk. Þá er mikilvægt að traust og trúnaður ríki og fólk þori að koma og segja sínum yfirmanni frá líðan sinni. Þýðingarmikið er þá að því sé vel tekið og viðkomandi fái stuðning frá yfirmanni og starfsfélögum. Mikilvægt er líka að starfsmanni sé gert ljóst að hann eigi afturkvæmt á vinnustaðinn. Í tilviki Halldóru þá byrjaði ég á að tala við hana, síðan, þegar ég áttaði mig á hve brýn nauðsyn var á að grípa inn í, þá vísaði ég henni á stuðningsteymi hér á spítalanum, sem tekur á móti starfsfólki sem á við veikindi eða kulnun að stríða. Ég get leitað til stuðningsteymisins og það getur í raun allt starfsfólk hér á LSH. Sjálf hef ég fundið fyrir álagi stundum en aldrei fyrir kulnun í starfi. En allir lenda í margvíslegum áföllum á lífsleiðinni, svona lagað er eitt af því. Samkennd er afar mikilvæg í samskiptum við fólk.“ Hvernig fundust þér úrræði VIRK? „Mér fannst þau virka mjög vel. Halldóra var í sambandi við mig í gegnum allt endurhæfingarferlið. Ég hvatti hana til þess að koma og vera í sambandi við vinnustaðinn. Hún gerði það. Hún skrifaði líka samstarfsfólkinu bréf um líðan sína. Mér fannst það einkar heppileg ráðstöfun. Þegar hún kom svo aftur til starfa þá kom hún á öðrum forsendum en áður. Fólk breytist við svona áföll. Halldóra er núna með markvissari stefnu í sínu starfi og hefur lært að setja sjálfri sér þau mörk sem gefast vel.“ Hefur þú lært á þessari reynslu Halldóru? „Já við höfum öll lært mikið af þessu, einkum mikilvægi þess að grípa fljótt inn í. Á LSH erum við með starfsmannastefnu þar sem fram kemur mikilvægi þess að yfirmaður hafi samband við starfsmann í veikindaferli. Sem og þýðingu þess að starfsmaðurinn haldi reglulegu sambandi við vinnustað sinn. Einnig er fjallað um endurkomu og að skoðað sé hvort ástæða sé til að breyta vinnufyrirkomulagi viðkomandi einstaklings. Þetta hefur allt átt við í tilviki Halldóru.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Hætta er á kulnun þegar álagið fer yfir ákveðin mörk. Þá er mikilvægt að traust og trúnaður ríki og fólk þori að koma og segja sínum yfirmanni frá líðan sinni. Þýðingarmikið er þá að því sé vel tekið og viðkomandi fái stuðning frá yfirmanni og starfsfélögum. Mikilvægt er líka að starfsmanni sé gert ljóst að hann eigi afturkvæmt á vinnustaðinn.“ 45virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.