Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 7
 VIRK VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK Hlutverk og stefna VIRK starfar í samræmi við lög nr. 60/2012 og skipulagsskrá. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendur- hæfingarþjónustu. Hlutverki sínu gegnir VIRK í samstarfi við flesta aðila innan velferðarkerfisins og starfsemin er bæði flókin, viðkvæm og dreifð um allt land. Á árinu 2015 var farið í stefnumótunarvinnu með þátttöku stjórnar, starfsmanna, ráð- gjafa og ýmissa sérfræðinga sem vinna fyrir VIRK og niðurstöður hennar má m.a. sjá í mynd 1 þar sem fram koma upplýsingar um gildi VIRK og dregnar eru saman helstu niðurstöður er varða hlutverk og framtíðarsýn. Í kjölfar þessa voru settir fram helstu þættir starfsáætlunar fyrir árið 2016 sem síðan voru nánar útfærðir innan sviða og deilda. ISO 9001 vottun Á árinu 2015 var unnið markvisst að því að skýra og bæta alla þjónustuferla hjá VIRK eftir mikinn vöxt á undanförnum árum og sú vinna mun halda áfram á árinu 2016. Gerð er grein fyrir helstu þáttum þessara þjónustuferla hér aftar í ársritinu. Mikil áhersla er lögð á bæði gæði og öryggi í þjónustu og því var tekin ákvörðun um það á árinu 2015 að stefna markvisst að formlegri vottun gæðakerfis VIRK. Faggild skoðunarstofa BSI á Íslandi lauk síðan ytri úttekt á starfsemi VIRK í janúar 2016 og í niðurstöðum úttektarinnar voru engin frávik skráð. Frá og með 1. febrúar 2016 hefur því gæðakerfi VIRK verið formlega vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Hér er um að ræða stóran áfanga hjá VIRK þar sem markmiðið er að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar til framtíðar. Mannauður VIRK Að starfsemi VIRK kemur mikill fjöldi hæfra sérfræðinga með fjölbreytta mennt- un og reynslu. Á skrifstofunni starfa 32 starfsmenn í 29 stöðugildum og 48 ráð- gjafar eru starfandi í samstarfi við stéttar- félög um allt land. Auk þessa þá koma um 40 utanaðkomandi sérfræðingar að upp- byggingu á endurhæfingaráætlunum og mati á starfsgetu einstaklinga í þjónustu. Þessi hópur hefur víðtæka menntun og reynslu á sviði starfsenduræfingar og veitir ráðgjöfum og einstaklingum í þjónustu mikilvæga aðstoð við uppbyggingu og eftirfylgni starfsendurhæfingaráætlana. Aftar í ársritinu eru nánari upplýsingar um mannauð VIRK. HLUTVERK VIRK Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. • VIRK skipuleggur, fjármagnar og hefur umsjón með störfum ráðgjafa, sérfræðinga og þjónustuaðila sem koma að mótun og framkvæmd einstaklingsmiðaðra áætlana í starfsendurhæfingu • VIRK metur raunhæfi starfsendurhæfingar og starfsgetu einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests • VIRK nýtir þekkingu, rannsóknir og reynslu til að tryggja samþætta, árangurs- ríka og örugga þjónustu á sviði starfsendurhæfingar og starfsgetumats • VIRK stuðlar að auknum rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar • VIRK stuðlar að samstarfi mismunandi aðila sem koma að starfsendurhæfingu einstaklings • VIRK vinnur með fagaðilum, fyrirtækjum og stofnunum að því að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði FRAMTÍÐARSÝN VIRK • VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði • Samræmt starfsgetumat er grunnur að ákvarðanatöku varðandi vinnugetu einstaklinga • Almenningur, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld eru vel upplýst um ávinning af starfsemi VIRK • VIRK er virt þekkingarsetur og leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar GILDI VIRK Fagmennska • Við búum yfir þekkingu, færni og reynslu • Við erum áreiðanleg • Við leggjum áherslu á trúnað, öryggi og traust Virðing • Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og samferðafólki okkar • Við leggjum áherslu á samvinnu og samstarf í öllum verkefnum • Við erum sveigjanleg • Við leggjum áherslu á umburðarlyndi og auðmýkt Metnaður • Við höfum kraft og hugrekki til að fara nýjar leiðir • Við sýnum frumkvæði og framsækni • Við lærum af reynslunni og viljum stöðugt gera betur Mynd 1 7virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.