Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 27
 VIRK Mynd 2 Undir flokkinn „Annað“ í mynd 1 falla eftirfarandi skilgreiningar: • Ekki náðist í einstakling • Einstaklingur var kominn í vinnu þegar ráðgjafi hafði samband • Nauðsynleg gögn bárust ekki • Einstaklingur afþakkaði mat á raunhæfi Ef niðurstaða beiðnateymis eða mats er að starfsendurhæfing sé ekki raunhæf eða tímabær er einstaklingi vísað í önnur úrræði. Þá er bréf sent til einstaklingsins og tilvísandi læknis. Þegar beiðnateymi kemst að þeirri niðurstöðu að starfsendurhæfing sé ekki tímabær falla mál í flestum tilfellum undir eftirtalda flokka: 1. Læknisfræðilegri greiningu/meðferð/endurhæfingu er ekki lokið. 2. Einstaklingur á við fíknivanda að stríða og þarf viðeigandi aðstoð/meðferð áður en starfsendurhæfing er líkleg til árangurs. 3. Starfsendurhæfing er ekki talin raunhæf eða er þegar fullreynd. 4. Ekki er talin þörf á heildstæðri/sérhæfðri starfsendurhæfingu. Stöðugt er verið að reyna að bæta upplýsingaöflun áður en einstaklingur fer í þjónustu til ráðgjafa VIRK til að tryggja að verið sé að senda einstakling í viðeigandi þjónustu. Einstaklingar á leið í þjónustu eru því beðnir að fylla út nokkra spurningalista og hefur það gefist vel. Markmiðið í framtíðinni er að geta verið með það góða skimun í upphafi þjónustu að hægt sé að áætla endurhæfingarþunga sem þjónustan getur tekið mið af. Almennt hefur ekki verið mikil bið eftir þjónustu ráðgjafa VIRK síðastliðið ár og fylgjast sérfræðingar á rýnideild VIRK reglulega með biðtíma til að geta gripið til viðeigandi ráðstafana ef sýnt er að bið sé orðin löng. Starfsendurhæfingarferli hjá VIRK Einstaklingur kemur með tilvísun frá lækni til VIRK Rýni beiðna af fagteymi VIRK Starfsendurhæfingarferli í umsjón ráðgjafa Full þátttaka á vinnumarkaði Lok þjónustu Starfsgetumat ef starfsgeta er skert eða óljós Mat á raunhæfi starfsendurhæfingar Nei Já Starfsendurhæfing ekki raunhæf – vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins Sa ms tar f v ið ým sa fa ga ðil a inn an ve lfe rða rke rfis ins Þverfagleg rýni á 3ja mánaða fresti Sérhæft mat eftir þörfum og aðstæðum Fjö lbr eyt t þ jón us ta á s við i sta rfs en du rhæ fin ga r v eit t af úrr æð aa ðil um um al lt l an d Starfsendurhæfing ekki raunhæf – vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins Mynd 2 hér fyrir neðan sýnir yfirlit yfir ferilinn hjá VIRK í grófum dráttum. Þeir einstaklingar sem fara í þjónustu til ráðgjafa VIRK hitta viðkomandi ráðgjafa í tvö til þrjú skipti til að klára upplýsingaöflun og leggja drög að fyrstu áætlun í starfsendurhæfingu. Áætlunin er síðan borin undir rýniteymi VIRK sem samanstendur af ráðgjafanum, lækni og sálfræðingi. Þegar áætlunin liggur fyrir pantar ráðgjafinn viðeigandi úrræði og úrræðaaðilar hafa samband við einstaklinginn til að boða hann til sín. Ráðgjafinn hittir einstakling síðan reglulega til að fylgja áætlun eftir. Áætlanir eru endurskoðaðar á þriggja til sex mánaða fresti af rýniteymi sem samanstendur af ráðgjafanum, sálfræðingi og sjúkraþjálfara. Fagaðilar í rýniteymum eru allir verktakar á vegum VIRK en eru í góðum tengslum við rýnideild VIRK sem sér um þjálfun þeirra og reglulega upplýsingagjöf. Þar sem að ráðgjafar VIRK eru staðsettir um allt land nýta rýniteymin sér fjarfundabúnað fyrir sína fundi og hefur það gefist vel. Ef áætlanir eru ekki að ganga eftir og framfarir eru litlar er einstakling vísað í þverfaglegt mat á vegum VIRK. Í lok ferils fara einstaklingar í starfsgetumat ef þeir ná ekki að útskrifast í fulla vinnu, atvinnuleit eða nám. 27virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.