Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 63
 VIRK Inngangur Í dag er í auknum mæli litið á þá hegðun að mæta „veikur“ í vinnuna eða veikindaviðveru (e. sickness presenteeism) sem bæði efnahagslegan vanda sem og vanda út frá vinnuverndarsjónarmiðum. Rannsóknir benda til þess að það að mæta „veikur“ í vinnuna sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir lélega almenna heilsu í framtíðinni (Bergström, et al., 2009). Í rannsókn sem Kivimäki og félagar birtu árið 2005 kom í ljós að tíðni alvarlegrar kransæðstíflu var tvöfalt hærri meðal óheilbrigðra starfsmanna sem voru með enga fjarveru vegna veikinda í samanburði við óheilbrigða starfsmenn sem voru með miðlungs veikindafjarveru og töldu þeir þetta endurspegla hversu skaðlegt það væri að temja sér að mæta „veikur“ í vinnuna (Kivimäki, o.fl., 2005). Ef það að mæta „veikur“ í vinnuna er skoðað út frá efnahagslegu sjónarmiði þá má ætla að sá starfsmaður sem mætir „veikur“ í vinnuna muni ekki vera eins afkastamikill (minnkuð framleiðni) og þegar hann mætir heilbrigður í vinnuna. Jafnvel þó erfitt geti verið að mæla veikindaviðveru á áreiðanlegan hátt hjá starfsmönnum þá hafa rannsóknir reynt að meta þann kostnað sem fyrirtæki og vinnustaðir verða fyrir vegna þessarar hegðunar og hafa þær rannsóknir bent til þess að sá kostnaður sé jafnvel hærri en sá sem hlýst af veikindafjarveru (e. absenteeism) (Schultz & Edington, 2007). Þegar starfsmaður mætir „veikur“ í vinnuna hefur það bæði áhrif á hve mikið hann getur „framleitt“ (vinnur hægar, tekur oftar pásur og/eða þarf að endurtaka sömu verkefnin) og einnig á gæði vinnunnar (fleiri mistök) (Hemp, 2004). Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á framleiðni og gæði vinnunnar, má einnig búast við því að í sumum tilfellum aukist sýkingarhætta hjá samstarfsmönnum sem valdið getur auknum veikindum hjá þeim. Tíminn sem það tekur starfsmanninn að ná fullum bata lengist einnig og samkvæmt rannsóknum þá má búast við aukinni veikindafjarveru í framtíðinni hjá þeim starfsmönnum sem temja sér að mæta „veikir“ í vinnuna (Gustafsson & Marklund, 2011). Í dag er talið að stoðkerfisvandamál, þung- lyndi og kvíðaröskun séu algengustu ástæður- nar fyrir því að starfsmenn mæta í vinnuna „veikir“ (Aronsson, Gustafsson, & Dallner, 2000) en aðrar ástæður geta einnig verið ofnæmi, astmi, höfuðverkir, meltingartruflanir og kulnun í starfi (Goetzel, o.fl., 2004). Mikilvægar lýðfræðilegar breytur sem taldar eru hafa forspárgildi fyrir veikindaviðveru eru kyn, aldur, starfsánægja, álag og fjöl- skylduaðstæður (Aronsson & Gustafsson, 2005). Í dag er talið mikilvægt að skoða saman veikindafjarveru og veikindaviðveru og hver áhrifin eru á vinnustaðinn. Erlendar rann- sóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli BREYTUR ÞÁTTTAKENDUR KONUR KARLAR Þátttakendur n(%) 759 566 (75) 193 (25) FÉLAGSLEGAR BREYTUR: Aldur (n=759) Meðaltal(sd) 43.6 (12.72) 43.6 (12.74) 43.5 (12.71) n(%) n(%) n(%) (17 – 24) 53 (7) 39 (7) 14 (7) (25 – 34) 163 (21) 123 (22) 40 (21) (35 – 44) 169 (22) 127 (22) 42 (22) (45 – 54) 191 (26) 140 (25) 51 (26) (55 – 68) 183 (24) 137 (24) 46 (24) Menntun (n=749) n(%) n(%) n(%) Grunnskóli 172 (23) 128 (23) 44 (23) Framhaldsskóli 260 (35) 176 (31) 84 (44) Háskóli 317 (42) 255 (46) 62 (33) VINNUTENGDAR BREYTUR: Veikindaviðvera (n=744) n(%) n(%) n(%) Nei 329 (44) 232 (42) 97 (51) Já 417 (56) 323 (58) 94 (49) Veikindafjarvera (n=748) n(%) n(%) n(%) Aldrei 150 (20) 97 (18) 53 (28) 1 – 5d 333 (45) 251 (45) 82 (42) 6 – 20d 227 (30) 174 (31) 53 (28) 21d+ 38 (5) 34 (6) 4 (2) Vinnustaður (n=759) n(%) n(%) n(%) Einkarekinn 355 (47) 185 (33) 170 (88) Opinber 404 (53 ) 381 (67) 23 (12) Vinnuálag (n=753) n(%) n(%) n(%) Fremur/mjög ósáttur 133 (18) 102(18) 31 (16) Í meðallagi 193 (25) 144 (26) 49 (26) Fremur/mjög sáttur 427 (57) 316 (56) 111 (58) Starfsánægja (n=757) n(%) n(%) n(%) Fremur/mjög óánægð 50 (6) 35 (6) 15 (8) Í meðallagi 127 (17) 87 (15) 40 (21) Fremur/mjög ánægð 580 (77) 443 (79) 137 (71) Tafla 1. Lýsandi tölfræði – félagslegar og vinnutengdar breytur hjá öllum þátttakendum. 63virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.