Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 14

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 14
Annað dæmi um kerfislægar hindranir er skattfrjáls barnalífeyrir einstæðra foreldra sem eru á örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þessar greiðslur geta valdið því að einstæðir foreldrar á örorkulífeyri eru með ráðstöfunartekjur sem ágæt störf á vinnumarkaði geta ekki keppt við og það gengur því ákaflega illa að ná árangri í starfsendurhæfingu með þessa einstaklinga þar sem fjárhagslegur hvati til vinnumarkaðsþátttöku er nær enginn. Það er gott að gera vel við barnafólk en það væri mun skynsamlegra að styðja þá almennt vel við alla einstæða foreldra með takmörkuð fjárráð – hvort heldur sem þeir eru á vinnumarkaði eða á örorku. Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK sjá einnig oft hvaða afleiðingar bótakerfið getur haft á einstaklinga á miðjum aldri sem hafa verið á örorkulífeyri en eru að reyna að fóta sig á vinnumarkaði þegar barnalífeyrir vegna barna þeirra er ekki lengur til staðar og framfærslutekjur þeirra detta niður í grunnlífeyrisgreiðslur. Þessir einstaklingar eru oft ákaflega illa staddir þar sem þeir hafa farið á mis við þau tækifæri sem bjóðast á vinnumarkaði hvað varðar framgang í launum, starfsframa og félagslegan þroska. Í þessum tilfellum hefur bótakerfið í raun fangað einstaklinga í gildrur fátæktar og félagslegrar einangrunar sem getur valdið varanlegum skaða til framtíðar bæði fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Í þessu samhengi má einnig benda á að hlutfallslega eru um tvisvar sinnum fleiri einstæðir foreldrar í þjónustu VIRK miðað við hlutfall þeirra af íbúum landsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ástæður þessa geta verið margvíslegar. Það er ekki ólíklegt að margir einstæðir foreldrar eigi erfiðara með endurkomu á vinnumarkað í kjölfar veikinda eða slysa vegna aðstæðna sinna og bent hefur verið á að þessi hópur hafi farið mjög illa út úr hruninu. Fyrirkomulag bótakerfisins býr hins vegar einnig til talsverðan hvata fyrir þennan hóp til að sækja um örorkulífeyri við erfiðar aðstæður í stað þess að áhersla sé lögð á að aðstoða og styðja þessa einstaklinga til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði. Það má líka benda á það í þessu samhengi að framfærsluaðilar eins og bæði Tryggingastofnun ríkisins og margir lífeyrissjóðir setja það oft sem skilyrði örorkulífeyris að einstaklingar hafi lokið starfsendurhæfingarþjónustu og vísa því mörgum þessara umsækjenda um örorkulífeyri til VIRK. Það er ljóst að árangursrík starfsendurhæfing er ein af allra arðbærustu fjárfestingum í okkar samfélagi og því mikilvægt að standa vörð um uppbyggingu hennar til framtíðar. Um leið er mikilvægt að aðrir aðilar velferðar- kerfisins og innan atvinnulífsins styðji við þessa fjárfestingu með því að hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar og leggja áherslu á mikilvægi þátttöku á vinnumarkaði á öllum þjónustustigum. Þetta á bæði við um þá sem bera ábyrgð á framfærslu einstaklinga í veikindum og einnig fagaðila innan félags- og heilbrigðiskerfisins. Það þarf að vera til staðar skýr sýn og stefna sem sem tryggir að mismunandi aðilar velferðarkerfisins vinni saman að þessu markmiði. Með uppbyggingu á VIRK eru lagðir miklir fjármunir í starfsendurhæfingu og það er mikilvægt að þeir skili ávinningi til einstakl- inga og samfélags. Talsverður ávinningur hefur nú þegar náðst með starfsemi VIRK en til að tryggja ávinning til framtíðar þá þarf líka að tryggja það að til staðar sé heildstæð stefna í þessum málaflokki og að þjónustuaðilar, framfærsluaðilar og stofnanir velferðarkerfisins vinni saman í takt við sameiginlega heildarsýn. Hér er því verk að vinna og talsverð tækifæri í að byggja upp betra velferðarkerfi sem bæði dregur fram styrkleika einstaklinga í meira mæli og hvetur og styður þá til sjálfshjálpar. Hér er því verk að vinna og talsverð tækifæri í að byggja upp betra velferðarkerfi sem bæði dregur fram styrkleika einstaklinga í meira mæli og hvetur og styður þá til sjálfshjálpar.“ 14 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.