Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 57
AÐSEND GREIN Skert starfsgeta Skert starfsgeta getur stafað af líkamlegum eða sálrænum þáttum og varað í afmarkaðan tíma eða orðið varanleg. Einstaklingur með skerta starfsgetu þarf stundum að hætta störfum um tíma eða skipta um starf vegna sjúkdóms eða slyss. Fólki ætti að gefast tækifæri til að reyna sig í sínu gamla starfi aftur eða reyna sig í nýju starfi til að kanna getu sína til að starfa á ný (OECD, 2007; Sameinuðu þjóðirnar, 2006). Vinnan er fólki mikilvæg, ekki aðeins efnahagslega heldur veitir hún einnig félagslega stöðu og félagsleg tengsl, sem gefa fólki öryggi og lífsfyllingu (Blustein o.fl., 2008). Þegar einstaklingar standa frammi fyrir skerðingu á starfsgetu Mikilvægi meðferðar- sambands Gott viðmót og innsæi er forsenda þess að ráðgjafa takist að mynda góð tengsl við ráðþega og byggja upp gagnvirkt meðferðarsamband þar sem báðir aðilar vinna saman af fullri einlægni og trausti að lausn mála (Masdonati o. fl., 2009, 2014). Í ráðgjöf skiptir miklu máli að hafa tengslanet einstaklingsins í huga og horfa Það kom greinilega fram í rannsókninni hversu trúin á bata og jákvæðni voru eflandi og batahvetjandi en neikvæður hugsunarháttur að sama skapi niðurbrjótandi.“ þurfa þeir að endurskoða möguleika sína og það getur reynt á (Corbière og Amundson, 2007). Þessu fylgir oft óvissa og andleg streita og einstaklingum reynist oft erfitt að skipuleggja framtíðina þar sem þeir eru einstaklega viðkvæmir í þessum aðstæðum (Sigrún Hulda Steingrímsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2015) og þarfnast ráðgjafar og stuðnings (Egan, 2009). Þá eru hvatning og valdefling mikilvægir þættir, en hvatning inniber trú á möguleikum einstaklings og valdefling byggist á jafnrétti í samskiptum, að einstaklingurinn nái eða viðhaldi stjórn á eigin aðstæðum og lífi (Blustein o.fl., 2008; Breeding, 2008). Breytingar á lífi fólks geta komið skyndilega og reynst erfiðar en geta líka leitt til nýrra tækifæra (Bussolari og Goodell, 2009). Við þær aðstæður er mikilvægt að halda í trú á eigin getu og vera jákvæður. Það getur haft áhrif á hversu vel viðkomandi tekst að finna verkefni við hæfi því ef einstaklingurinn er virkur í breytingarferlinu getur það auðveldað honum að komast út í atvinnulífið á nýjan leik (Jacobs og Blustein, 2008). Einnig er mikilvægt að atvinnurekendur séu sveigjanlegir og tilbúnir að aðlaga störfin að þörfum einstaklinganna. Það er öllum mikilvægt að hafa merkingarbært hlut- verk. Í glímu við óvissu eru núvitund og virkni einstaklingsins mikilvæg bjargráð (Jacobs og Blustein, 2008; Blustein o.fl, 2008). Aðlögunarhæfni á starfsferli Óvæntir atburðir í lífinu geta reynt á aðlögunarhæfni fólks. Bjargráð einstakl- ingsins felast m.a. í leikni hans í að bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma (Savicas, 2005; Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Guðrún Birna Kjartansdóttir, 2009). Sjálfsmynd einstaklingsins og mat hans á eigin getu skipta verulegu máli fyrir áframhaldandi starfsþróun hans og líf. Mikilvægt er að einstaklingurinn nýti bjargráð sín og sé virkur í að takast á við breyttar aðstæður (Ebberwein o.fl., 2004). Þannig hefur hann áhrif á líf sitt í óvissu og breytingum. Lítið skref í átt til virkni getur leitt til breytinga (McMahon og Patton, 2006) samanber svonefnd „fiðrildaáhrif“. Hið óvænta getur falið í sér nýja möguleika fyrir einstaklinginn og það er hlutverk ráðgjafa að opna augu hans fyrir þeim tækifærum sem breytingar geta falið í sér (Bussolari og Goodell, 2009). 57virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.