Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 7
upplýsingar um fundina hér á bls. 13 í tímaritinu og eins á eftir - farandi vefsvæði, https://www.hjukrun.is/kjaramal/kjarasamn ingar-2019/. Í vetur hafa hjúkrunarfræðingar fundið fyrir óvenjumiklum meðbyr. fyrst ber að nefna framgöngu heilbrigðisráðherra á opinberum vettvangi í umræðu um skortinn á hjúkrunar fræð - ingum til starfa og þá ógn sem hann mun valda í náinni fram - tíð, sé ekkert að gert. Það er ljóst að gæði þjónustu og öryggi sjúklinga verður ekki tryggt nema breyting verði á þeirri stöðu sem nú er orðin. undanfarin misseri hafa ráðamenn þjóðar- innar viðurkennt að fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa, en úrræði og lausnir vantar. Velferðarnefnd alþingis sýndi mál- inu nýlega áhuga í tengslum við viðvarandi álag á Landspítala. umræðan hefur þá að mestu snúist um aðalvandann sem er að fleiri hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar til starfa, þó aðal- lega hjúkrunarfræðinga. Í stöðunni eru þó sóknarfæri sem fíh er tilbúið til að vinna að í sameiningu við yfirvöld og atvinnu- rekendur og vonast ég til að ársins 2019 verði minnst í framtíð - inni sem árs róttækra breytinga í kjaramálum hjúkrunar fræð- inga. Bætt aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu að því sögðu má ekki gleyma því tímamótaskrefi sem alþingi tók í desember þegar það samþykkti annars vegar breytingar á lyfjalögum og hins vegar lögum um landlækni og lýðheilsu. Þær eru þess efnis að hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Með þessu stóra skrefi er verið að bæta aðgengi kvenna að kyn- heilbrigðisþjónustu og nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræð - inga og ljósmæðra. Þetta eru stórar fréttir. Það var að mínu mati kominn tími til að yfirvöld stigju skrefið sem aðrar þjóðir, m.a. nágrannaþjóðir okkar, hafa tekið fyrir margt löngu og hafi þannig skjólstæðinginn að leiðarljósi. um er að ræða leyfi sem land- læknir mun veita að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum sem sett verða í reglugerð. reglugerðin verður samin á nýju ári, en eitt af skilyrðunum verður að viðkomandi þarf að hafa sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir. já, það gerast líka góðir hlutir þó þeir gerist stundum hægt. fram undan er líka skemmtilegt ár hjá hjúkrunarfræðingum því á árinu 2019 verður félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 100 ára og verður því fagnað allt árið. Þó kjaramálin muni taka sitt rými á árinu megum við ekki gleyma því að koma saman, gleðjast og halda upp á þennan stóra áfanga stærstu heilbrigðis- stéttar landsins. Skipulagðar hafa verið ýmsar uppákomur og viðburðir og vil ég hvetja alla hjúkrunarfræðinga til að taka þátt á einn eða annan hátt. Dagskráin er fjölbreytt og má sjá hana nánar hér: https://www.hjukrun.is/um-fih/frettir/stok-frett/ 2018/12/04/afmaelisfognudur-allt-arid/. Það er ljóst að hjúkrunarfræðingar þurfa að gera meira af því að koma saman, gleðjast og ræða málin. Við sáum það glöggt á hjúkrunarþinginu í nóvember síðastliðnum sem bar yfir- skriftina Þú hefur valdið – leiðtogafærni og forysta. Var þar sett aðsóknarmet þegar um 350 hjúkrunarfræðingar mættu á þing - ið og komust færri að en vildu. fíh stefnir á fleiri svona við - burði í framtíðinni því þetta er ómetanlegur vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga til að koma saman og styrkja böndin. Ég hlakka til að hitta ykkur sem flest á einhverjum af af- mælisviðburðum ársins eða eiga við ykkur samræður í fundar - herferðinni „Í aðdraganda kjarasamninga“. um leið og við fögnum saman afmælinu skulum við líka snúa bökum saman og ganga sameinuð fram í baráttunni fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga. Án hjúkrunarfræðinga verða engar fram- farir í íslenska heilbrigðiskerfinu. framundan er bæði gleði og barátta tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 7 Í stöðunni eru þó sóknarfæri sem Fíh er tilbúið til að vinna að í sameiningu við yfirvöld og atvinnurekendur og vonast ég til að ársins 2019 verði minnst í framtíðinni sem árs róttækra breytinga í kjaramálum hjúkrunarfræðinga. Það er ljóst að hjúkrunarfræðingar þurfa að gera meira af því að koma saman, gleðjast og ræða málin. Við sáum það glöggt á Hjúkrunar - þinginu í nóvember síðastliðnum sem bar yfir - skriftina Þú hefur valdið – leiðtogafærni og forysta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.