Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 14
14 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 hjúkrunarfræðingar eru stór starfstétt og það er öllum hjúkr- unarfræðingum til hagsbóta að hafa öfluga tengiliði inni á flest um vinnustöðum. Með því heyrast viðhorf hjúkrunar - fræðinga alls staðar að og sjónarmið þeirra koma skýrt fram. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í nokkurn tíma skoðað hlutverk og verkefni trúnaðarmanna félagsins. nú- gildandi kerfi hefur verið óbreytt frá stofnun þess. Starfs- menn kjara- og réttindasviðs fíh hafa nú í haust unnið að breytingum og einföldun á trúnaðarmannakerfinu. Þetta breytta fyrirkomulag var samþykkt af stjórn fíh um miðjan nóvember. Kerfið einfaldað til að laða að fleiri trúnaðarmenn Oft hefur reynst erfitt að fá trúnaðarmenn til starfa og utan- umhald kerfisins verið flókið. Með breytingunum verður kerfið einfaldara og ábyrgð og álagi létt af hinum hefðbundna trúnaðarmanni. Þetta er gert í þeirri von að betur gangi að fá hjúkrunarfræðinga til að vera trúnaðarmenn. nýju trún - aðar mannakerfi er skipt í tvo flokka, annars vegar hefð - bundið trúnaðarmannakerfi og hins vegar trúnaðarmanna - ráð. Trúnaðarmenn verða fyrst og fremst tengiliðir inn á deildir og/eða stofnanir. Þeim til stuðnings verður minni hópur aðaltrúnaðarmanna sem situr í trúnaðarmannaráði. Trúnaðarmannaráð fær sérstaka fræðslu og laun frá félaginu fyrir störf sín. Starfsskyldur þeirra eru ríkari en almennra trúnaðarmanna sem og ábyrgð gagnvart félaginu. Trúnaðar- menn í trúnaðarmannaráði munu meðal annars hafa það hlutverk að þjóna fleiri en einni starfseiningu. Til þess að einfalda utanumhald með kerfinu hefur verið ákveðið að kosning trúnaðarmanna og aðaltrúnaðarmanna í trúnaðarmannaráð skuli fara fram á tveggja ára fresti. Þannig er hægt að yfirfara kerfið á tveggja ára fresti þó vissulega sé hægt að skipta um trúnaðarmenn þess á milli ef nauðsyn ber til. kosning trúnaðarmanna fer fram í janúar 2019 og kosning í trúnaðarmannaráð í febrúar 2019. Endur skoðað trúnaðar- mannakerfi byggist á eldri vinnureglum fíh um trúnaðar- menn og þeim lögum sem trún aðar menn starfa eftir. Viltu hafa áhrif á launa- og starfskjör þín og annarra hjúkrunarfræðinga? Trúnaðarmenn eru mikilvægir tengiliðir og nú á að setja á laggirnar öflugt trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga Starfar trúnaðarmaður á þinni deild? Hefðir þú áhuga á að vera trúnaðarmaður? Ágætu hjúkrunarfræðingar. → Komið er að kjöri trúnaðarmanna Fíh fyrir starfstímabilið 2019–2021. → Mjög mikilvægt er að til staðar sé trúnaðarmaður á starfseiningum hjúkrunarfræðinga. → Meginhlutverk trúnaðarmanna er að: → Vera tengiliður milli hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. → Koma upplýsingum um kjara- og réttindamál til hjúkrunarfræðinga á starfseiningu eða stofnun. → Standa vörð um réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga. → Kynna sér ítarlega kjarasamninga Fíh. → Upplýsa hjúkrunarfræðinga um ný og breytt atriði kjarasamninga. → Fylgjast með að réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga séu virtar. → Taka við kvörtunum og fyrirspurnum hjúkrunarfræðinga, leita svara við þeim eða koma þeim í viðeigandi farveg innan stofnunar eða hjá kjara- og réttindasviði Fíh. Kosið er í ráðið á tveggja ára fresti fyrir 1. febrúar hvers árs sem stendur á oddatölu. Tilnefningar frá stofnun eða deild skulu berast til kjararáðgjafa Fíh á netfangið eva@hjukrun.is fyrir 25. janúar 2019. Endurskoðað trúnaðarmannakerfi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.