Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 30
Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, leiðbeinir fólki um heilbrigðar lífsvenjur. Fyrir fimm árum stofnaði hún ásamt æskuvinkonu sinni, Ragnhildi Bjarkadóttur sálfræðingi, fyrirtækið Auðnast. Starf þeirra er tvíþætt, þær sinna einstaklingum, pörum og fjölskyldum ásamt því að sinna fyrirtækjum og stofnunum. Hrefna segir mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem valda hverjum og einum streitu til að fólk sé betur í stakk búið að takast á við álag og hversdagslegt amstur. Hver ert þú og hvert ert þú að fara? eru mikilvægar spurningar sem við þurfum að spyrja okkur. Þrátt fyrir að þetta séu einfaldar spurningar er ekki þar með sagt að ein- falt sé að svara þeim. Svarið við fyrri spurningunni felst í hver sjálfsmynd þín er, með öðrum orðum hvaða skoðun hver einstaklingur hefur á sjálfum sér, sínum verkum og athöfnum. Seinna svarið felst í hvað býr að baki vegferð hvers manns — hverju maður sækist eftir í lífinu. Svarið liggur ekki alltaf ljóst fyrir né heldur hvers vegna vegfar- andinn valdi þá leið sem hann fór. Áður en lengra er haldið skulum við skoða aðeins hvernig þessar spurningar tengjast streitu og álagi. af samtölum mínum við fólk sýnist mér að hamingjan sé hvað mikilvægust í lífinu. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem geta hjálpað okkur í vegferðinni að ham- ingjuríku lífi og ég hvet lesendur til þess að leita svara við þeim spurningum sem lagðar eru hér fram. Þekkið eigin streituvalda hver einstaklingur verður að þekkja sína streituvalda. Það sem veldur streitu hjá einum þarf ekki að valda öðrum streitu. Við eigum ekki að bera okkur saman við aðra heldur þarf hver og einn að skoða, kortleggja og þekkja eigin streituvalda. Hverjir eru þínir streituvaldar? Eins þarft þú, kæri lesandi, að vita hvaða hlutverkum þú gegnir í lífinu. Sum hlutverk eru betri en önnur og þú valdir þau, önnur ekki. Leitastu við að spyrja þig spurninga eins og: hvers vegna vinn ég á þessum stað? hver var ástæðan fyrir því að ég sótti hér um þetta starf? hvað gleður mig í þessu starfi og hvernig kemur sú gleði fram? hvers vegna féll ég fyrir maka mínum? hvenær finn ég fyrir tengslum mínum við aðra og hvað er það sem nærir mig í tengslum við annað fólk? hvað er skemmtilegt við að vera mamma eða pabbi og hvað ekki? hvaða hlutverk hef ég tekið 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 „Hver einstaklingur verður að þekkja sína streituvalda. Það sem veldur streitu hjá einum þarf ekki að valda öðrum streitu. Við eigum ekki að bera okkur saman við aðra heldur þarf hver og einn að skoða, kortleggja og þekkja eigin streituvalda.“ Kemur streita í veg fyrir hamingju þína? Hrefna Hugósdóttir Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjöl - skyldu fræðingur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.