Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 37
hjúkrunardeildarstjóra á barnaskurðdeild og dagdeild barna á Landspítala,“ segir herdís um leið og hún bætir því við að starfið hafi verið krefjandi og mikill lærdómur. Það fól í sér endur- skipulagningu á starfsemi, sameiningu og faglega uppbyggingu ásamt því spennandi verkefni að flytja inn í nýjan Barnaspítala hringsins. Árið 2007 ákvað herdís að hefja MBa-nám við viðskiptafræðideild háskóla Íslands. „já, það var frábært stjórn- unar- og rekstrarnám og ég bý enn að þeim brunni verkfæra og tengsla sem það nám gaf mér. Á sama tíma hafði ég eignast þriðja son okkar hjóna og skipti um vettvang innan Landspítala við stjórnun verkefna hjá framkvæmdastjórn spítalans á sviði þróunar á rafrænni sjúkraskrár. Það var mikið og skemmtilegt verkefni og afrakstur þeirrar vinnu var tekinn í notkun víða um land.“ Síðustu 20 ár hefur herdís jafnframt kennt samhliða störfum sínum við háskóla Íslands. að auki hefur hún tekið virkan þátt í félags- og fræðastörfum og tekið að sér trúnaðar- störf fyrir stjórnir félaga og fyrirtækja. Sveitastelpa í Flóanum og Suðursveit Þegar herdís er spurð að því hvað hafi orðið til þess að hún sótti um stöðu forstjóra heilbrigðisstofnunar Suðurlands stendur ekki á svarinu. „Lýsingin á embætti forstjóra hSu vakti hjá mér brennandi áhuga því ég sá þar einstakt tækifæri til að stýra starfsemi og uppbyggingu á nýrri sameinaðri stofnun hSu í stærsta heilbrigðisumdæmi landsins í samvinnu við stjórnsýslu, framkvæmdastjórn og starfsfólk. Ég bauð því fram krafta mína. Ég hef verið ótrúlega lánsöm að kynnast framúr- skarandi samstarfsfólki en ég þekkti fáa á hSu þegar ég hóf störf þar árið 2014. Þar er frábær hópur starfsmanna og okkur hefur gengið vel að manna lausar stöður. Suðurlandið þekkti ég ágætlega áður en ég hóf störf enda var ég sem stelpa í sveit bæði í flóanum og í Suðursveit,“ segir herdís. Hlakkar til hvers vinnudags herdís blómstrar í starfi sínu enda segist hún vera afskaplega ánægð með það og hlakkar alla daga til að mæta í vinnuna. „Starfið er mjög krefjandi og umfangsmikið en gott samstarfs- fólk er það sem skiptir öllu máli. gildin okkar á hSu eru fag- mennska, virðing og samvinna og ég reyni mitt besta að standa undir þeim,“ segir herdís. hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og vill að allir ástundi fagleg vinnubrögð heilindi, vinnu- semi og fúsleika til samvinnu. „Ég vil að starfsmenn fái tækifæri til að sýna frumkvæði en mitt hlutverk er að leiða fram breyt- ingar sem skila okkur betri árangri í heilbrigðisþjónustunni. Lykillinn að öllum árangri er samvinna en grunnurinn að góðu og árangursríku samstarfi er gagnkvæmt traust. Saman erum við öflug og getum unnið enn betur að því að uppfylla þarfir þeirra sem til okkar leita.“ herdís segir stærsta vandann, sem hún hafi staðið frammi fyrir þegar hún tók við starfinu 2014, hafa tvímælalaust verið af fjárhagslegum og rekstrarlegum toga enda höfðu fyrri stofnanir verið vanfjármagnaðar um langan tíma og skuldastaða heilbrigðisstofnana var afar umfangsmikil við sameininguna árið 2014. Fordæmalaus aukning á þjónustuþörf HSU frá því að herdís tók við starfi forstjóra hSu hefur stofnunin staðið frammi fyrir erfiðum verkefnum en stærsta breytingin og jafnframt erfiðasta glíman hefur verið gjörbreytt umhverfi sem hSu starfar við og ekki var hægt að sjá fyrir. „aðalbreyt- með forfallna bíladellu, lyftir lóðum og les úr biblíunni tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 37 Herdís með heimilishundinum Kletti sem er tveggja og hálfs árs. Hann er hreinræktaður Flat-Coated Retriever og heitir fullu nafni Norðan- heiða-hnjúkaþeyr Klettur. Ljósmynd/einkasafn. „Lýsingin á embætti forstjóra HSU vakti hjá mér brennandi áhuga því ég sá þar einstakt tækifæri til að stýra starfsemi og uppbyggingu á nýrri sameinaðri stofnun HSU í stærsta heilbrigðis- umdæmi landsins í samvinnu við stjórnsýslu, framkvæmdastjórn og starfsfólk. Ég bauð því fram krafta mína.“ „Aðalbreytingin, sem við höfum staðið frammi fyrir frá sameiningu, er sú fordæmalausa aukn- ing sem hefur orðið í þjónustuþörf á svæðinu samhliða sprengingu í fjölgun ferðamanna sem heimsækja Suðurland.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.