Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 38
ingin, sem við höfum staðið frammi fyrir frá sameiningu, er sú fordæmalausa aukning sem hefur orðið í þjónustuþörf á svæðinu samhliða sprengingu í fjölgun ferðamanna sem heimsækja Suðurland. Ofan á það bætist svo mjög hröð íbúafjölgun. Þjónustan á bráðamóttöku, í sjúkraflutningum, í heilsugæslu og í heimahjúkrun hefur vaxið um tugi prósenta á fjórum árum. Við höfum því þurft að laga okkur að því að veita sífellt meiri þjónustu fyrir hlutfallslega minna fé án þess að það bitni á gæðum þjónustunnar,“ segir herdís og heldur áfram. „Í eðli sínu er heilbrigðisþjónusta síbreytileg og þarf að vera það til að við þróumst fram á við. Því er stöðugar breytingar, bæði í rekstri, hagræðingu, þjónustuframboði, faglegum kröfum og stöðug þróun hjá okkur í starfsmannamálum.“ Frá vöggu til grafar herdís er næst spurð að því hvaða hlutverki hjúkrunarfræðingar hafi gegnt í þeim breytingum sem stofnunin hefur gengið í gegnum. „Starf hjúkrunarfræðinga á hSu hefur þá sérstöðu að einstaklingum er fylgt frá vöggu til grafar. Sem dæmi má nefna að störf hjúkrunarfræðinga í heilsugæslunni á landsbyggðinni gera kröfur til yfirgrips- mikillar þekkingar í hjúkrun og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í heilsu- gæslu. Til okkar leita bæði börn, fullorðnir og aldraðir út af öllum tegundum heilsu- farsviðfangsefna, hvort sem um er að ræða andleg eða líkamleg veikindi eða slys. hjúkrunarfræðingar gegna æ meira hlutverki í framlínu þjónustunnar hjá hSu og við stöndum frammi fyrir því að þjálfa nú upp hæfnisþætti hjá hjúkrunarfræð ingum sem þurfa að hafa afar fjölbreytta færni til að takast á við vaxandi ábyrgð í heilsugæslu nútímans og til framtíðar.“ Les vers úr biblíunni í upphafi vinnudags Þegar herdís var spurð hvernig hefðbundinn vinnudagur væri hjá henni kom fram að hún byrjar oftast á að stilla hugann og taka sér hljóða 5 mínútna stund þegar hún kemur inn á skrifstofu þar sem hún les gjarnan vers úr biblíunni. Svo tekur hún til við verkefni dagsins, les fyrst tölvubréf, útdeilir verkefnum, skipuleggur vinnufundi, fer yfir verkefnalistann sinn, vinnur sjálf heilmikla greiningarvinnu, hrindir verkefnum í framkvæmd og gefur sér einnig tíma fyrir óformleg samskipti sem skila oft miklu. „Mikill tími fer í fundi sem eru til gagns þegar tilgangurinn er skýr og markviss og unnið er úr málefnunum. Starf forstjórans er líka fólgið í að hlusta, taka yfirvegaðar ákvarðanir og leiða aðra til góðra verka,“ segir herdís. magnús hlynur hreiðarsson 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 Herdís að taka á móti forsetahjónunum við heilsugæslustöðina í Laugarási í Bláskógabyggð en forsetahjónin komu þangað í tilefni af 20 ára afmæli sveitarfélagsins. Ljósmynd/einka- safn.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.