Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 47
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 47 Nú eru liðin 100 ár síðan spænska veikin kom til Íslands og hafði hún áhrif á lífshlaup margra Íslendinga. Ein ung kona gerðist sjálf - boðaliði en löngun hennar til að hjálpa öðrum leiddi hana í hjúkrun- arnám til Kaupmannahafnar þaðan sem veikindin bárust til Íslands. Þorbjörg Árnadóttir fæddist 1898 á Skútustöðum við Mývatn. haustið 1913 fluttist hún til reykjavíkur til náms og lauk vorið 1916 prófi frá Verslunarskólanum. Þá var faðir hennar nýlátinn og fjölskyldan á leið til reykjavíkur. Eftir útskrift vann hún hjá Bæjar- símanum en í september fékk hún vinnu á skrifstofu Sigurðar Briem póstmálastjóra. Ári seinna keypti móðir hennar hús í Miðstræti og opnaði matsölu handa stúdentum. Í nóvember 1918 hafði Þorbjörg starfað á Póstmálaskrifstofunni í rúm tvö ár. Þá gerðust í reykjavík atburðir sem áttu eftir að hafa afgerandi áhrif á líf hennar. haustið hafði verið mjög kalt, næturfrost strax í september og tveggja stafa kuldatölur fram í nóvember en svo hlýnaði eitthvað og hélst það fram að áramótum. Seinni partur ársins var mjög viðburðaríkur en 12. október varð gos í kötlu. Öskufallið var mikið og jökul- hlaupið ægilegt. fyrirvarinn var nánast enginn og einungis nokkrum klukkutímum eftir að menn höfðu fundið fyrsta jarðskjálftann breiddist hlaupið út um Mýrdalssandinn. gosinu var talið lokið 4. nóvember en þá var skollin á ein versta plága sem lagst hefur á reykjavík, sú sem við nú köllum spænsku veikina. Tveimur dögum seinna töldu menn að helmingur bæjarbúa væri rúmliggjandi. næstu þrjár vikur voru algjör hryllingur.1 reyndar barst veiran, sem olli spænsku veikinni, fyrst til reykjavíkur í júlí, meðal annars með farþegaskipinu Botníu frá kaupmannahöfn, en einkennin voru þá frekar veik. hugsanlegt er að Þorbjörg hafi smitast þá en það getur útskýrt af hverju hún lagðist ekki í nóvember þrátt fyrir náin samskipti við veikt fólk. Hátt í 500 létust í kjölfar stökkbreyttrar veiru að kvöldi 19. október kom Botnía aftur til reykjavíkur og bar aftur með sér inflú- ensuveiruna. nú var veiran hins vegar stökkbreytt og lagðist mjög þungt á þá sem smituðust. Talið er að um 10.000 hafi veikst og um 250 látist í reykjavík. fólkið heima hjá Þorbjörgu í Miðstræti 3 virðist hafa sloppið nokkuð vel en líklega hefur Olla systir hennar veikst. hinum megin götunnar, í Miðstræti 6, bjó Steinunn Bjarnadóttir. hún veiktist kringum 10. nóvember og lést 10 dögum seinna. hún var ógift og einungis 24 ára eða jafngömul Sigríði Eiríksdóttur sem þá var við hjúkrunarnám í kaupmanna- höfn. Í Vonarstræti 12 lagðist nánast allt heimilisfólkið og þar á meðal systurnar kristín og katrín Thoroddsen. kristín var nýkomin heim úr hjúkrunarnámi í Dan- mörku og katrín var enn stúdent í læknadeild. Þorbjörg Árnadóttir. Myndin er tekin eftir komu hennar til Kaupmannarhafnar 1919. Sjálfboðaliði í spænsku veikinni Christer Magnusson 1 Bestu samantektina til þessa um spænsku veikina á Íslandi er að finna í Viggó Ásgeirsson (2008). Mjög margir reyndust veikir, barnshafandi konur höfðu fætt fyrir tímann og sums staðar lágu veik börn við hliðina á látnum for- eldrum. Þegar veikindin stóðu sem hæst voru flestar matvörubúðir og mjólkurbúðir og mörg bakarí lokuð þar sem starfsfólkið var veikt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.