Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Page 60
herdís sveinsdóttir 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 vegar að nemendur öðlist ítarlega þekkingu á sviði doktors- verkefnis síns. nemendur eru teknir inn í námið á öllum tímum ársins. Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna, kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu og birt- ing í ritrýndum tímaritum. fimmtán hjúkrunarfræðingar hafa lokið doktorsprófi frá deildinni og eru nú 14 doktorsnemendur við deildina (sjá töflu 2). Færnisetur hjúkrunarfræðideildar hjúkrunarfræðideild hefur frá upphafi haft færnistofu þar sem grunnþjálfun hjúkrunarnema í klínískri færni fer fram. Árið 2008 var fyrsti sýndarsjúklingurinn keyptur í færnistofuna og haustið 2016 var útbúið fullkomið færni- eða hermisetur á tveim hæðum í Eirbergi og er þar nú að finna þrjá „fullorðna“ sýndar- sjúklinga auk eins „barns“ og er áætlað að kaupa inn einn „nýbura“. Þar fer fram hermikennsla sem er kennsluaðferð þar sem stuðst er við tilbúið umhverfi, aðstæður eða ástand. Lykillinn að árangursríku herminámi er góður undirbúningur, skýr náms- markmið og raunhæf tilfelli í samræmi við þarfir þátttakenda. Ánægja nemenda með færnisetrið og kennsluna þar er mikil og endurspeglast það í mati nemenda í kennslukönn- unum. Það er mikill akkur fyrir deildina að hafa yfir að ráða svo góðri aðstöðu og góðum kennurum, fyrir bragðið verður undirbúningur nemenda fyrir flókin störf hjúkrunarfræðinga sífellt betri. Lokaorð Eirberg hefur tekið stakkaskiptum síðastliðið ár en húsið var tekið í gegn eftir að mygla kom í ljós. aðstaða kennara og nem- enda hefur batnað auk þess að háma í Eirbergi hefur fengið andlitslyftingu. allir hjúkrunarfræðingar eru velkomnir í heim- sókn að sjá hversu vel hefur tekist til. Ég vil enda þessa grein á að þakka öllum þeim fjölda hjúkr- unarfræðinga sem hafa tekið þátt í að skipuleggja og endurbæta kennslu hjúkrunarfræðinema og sem kenna við deildina. framtíð hjúkrunar er björt þegar hjúkrunarstéttin hefur á að skipa jafn miklum fjölda framúrskarandi hjúkrunarfræðinga og við sjáum sinna kennslu hér við deildina ásamt þeim flottu hjúkrunarfræðingum sem útskrifast árlega. Heimildir Brynja Örlygsdóttir, helga jónsdóttir, herdís Sveinsdóttir og Þóra jenný gunnarsdóttir (2015). nýjar áherslur í grunnnámi við hjúkrunar - fræðideild háskóla Íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91 (2), 24–26

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.