Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Síða 61
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 61 Persónumiðaða matstækið Hermes. Þróun og notkun í endurhæfingarhjúkrun. Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar var annars vegar að lýsa heimspekilegum og fræðilegum hugmyndum og aðferðum sem nýttar voru við þróun persónumiðaðs matstækis í endurhæfingarhjúkrun sem nefnt var hermes, og hins vegar innleiðingu og notkun matstækisins í endurhæfingarhjúkrun. ritgerðin byggist á þremur rannsóknum. fyrsta rannsóknin var hugtakagreining á persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu sem byggist á samþættingu 60 eigindlegra rannsókna. Önnur rannsóknin var þátttökurannsókn en í henni tóku þátt 12 hjúkrunarfræðingar í endurhæfingu og ráðgjafi. Í gegnum rannsóknina var matstækið hermes, sem byggt var á fræðilegum og fyrirbærafræðilegum grunni, þróað. gögnum var safnað með rýnihópum, einstaklingsviðtölum og endurskoðun á skráningu á hermes. Þriðja rannsóknin var vettvangsathugun. Þátttakendur voru 14 sjúklingar með langvinna verki í endurhæfingu og fimm hjúkrunarfræðingar þeirra og var gögnum safnað með þátttökuathugun og hálf-stöðluðum viðtölum. Aukinn skilningur á veikindum og aðstæðum sjúklinga og mat á árangri endurhæfingar helstu niðurstöður rannsóknanna voru að þróun og notkun hermes stuðlaði að per- sónumiðaðri þátttöku sjúklinga í heilsufarsmati. Viðhorf sjúklinga komu skýrt fram í matinu sem veitti heildræna sýn á heilsufarsvanda. Þá stuðlaði notkun hermes að styðjandi tengslum og opinni samræðu með túlkandi ívafi milli sjúklinga og hjúkr- unarfræðinga um heilsufarsvanda. Með þessu móti myndaðist skilningur á veikind- unum og aðstæðum sjúklinga sem gat verið hjálplegur við að koma til móts við heilsufarsleg áhyggjuefni. Þá auðveldaði hermes mat á árangri endurhæfingarinnar. notkun hermes getur stuðlað að persónumiðaðri þátttöku sjúklinga í endurhæf- ingu. Því er matstækið talið nýtilegt í endurhæfingarhjúkrun. Einnig er vel hugsanlegt að matstækið sé gagnlegt á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustu. umsjónarkennari var dr. kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild sem einnig var leiðbeinandi ásamt dr. kristjáni kristjánssyni, prófessor við jubilee Centre for Character and Virtues, university of Birmingham, Bretlandi. auk þeirra sat í doktorsnefnd Þóra jenný gunnarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild. and- mælendur eru dr. Brendan McCormack, prófessor við Queen Margaret university, Skotlandi, og dr. Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við félagsvísindasvið háskóla Ís- lands. Dr. Kristín Þórarinsdóttir. Nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði Kristín Þórarinsdóttir varði doktorsritgerð sína við hjúkrunar - fræðideild Háskóla Íslands 27. nóvember síðastliðinn. Doktorsrit- gerðin ber heitið Persónumiðaða matstækið Hermes. Þróun og notkun í endurhæfingarhjúkrun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.