Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2018, Side 65
„það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 94. árg. 2018 65 um bætta heilsu. Til þess að svo mætti verða þurftu þjón- ustuþegarnir sjálfir að leggja meira af mörkum í meðferðarferl- inu en heilbrigðiskerfið gerir almennt ráð fyrir í dag. Slík aðferð virkar hvetjandi fyrir þjónustuþegann sem finnur að á hann er hlustað og borin virðing fyrir skoðunum hans í stað þess að fagfólk stjórni og gefi fyrirmæli sem einstaklingurinn á að fylgja hvað sem vilja hans líður (nolte, 2005). Um námskeiðin og mat á þeim haustið 2014 hófst námið, bæði fræðilegt og klínískt, við hVS. fræðilega námskeiðið var undirbúningur undir þverfræðilega klíníska námskeiðið en nemendur gátu líka tekið það eitt og sér. könnun var lögð fyrir nemendur í lok hvers námskeiðs. Þverfræðilega námið var mikil nýjung enda höfðu nem- endur ekki vanist því að vinna markvisst með öðrum nem- endum hVS að sameiginlegum verkefnum fyrr en á þessum námskeiðum. fræðilega námskeiðið, hVS003f, Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum, var 2 ECTS-eininga skyldunámskeið. Það var þannig byggt upp að nemendur komu fyrst allir saman í tvær samfelldar kennslustundir síðdegis, en það gat verið flókið að finna sameiginlegan tíma í stundaskrá nemendanna, meðal annars vegna fastmótaðs klínísks náms þeirra. handbók nám- skeiðsins var kynnt fyrir nemendum, farið í áhersluþætti og sérstaklega fjallað um hugmyndafræðilegar áherslur nám- skeiðsins. nemendur unnu síðan saman í 8–10 nemenda þver - fræðilegum teymum undir handleiðslu leiðbeinenda. hvert teymi hittist í fjögur skipti síðdegis á fimmtudögum og vann að fjölþættum verkefnum sem m.a. byggðust á tilbúnum til- fellum. námskeiðinu lauk að jafnaði með kynningu nemenda og var hún einnig haldin síðdegis. Leiðbeinendur nemendateymanna sóttu hálfs dags nám- skeið áður en þeir byrjuðu teymisfundina með nemendum og var farið yfir Handbók leiðbeinenda. Einnig var fundað með þeim á örfundum í hádegi á meðan á námskeiðinu stóð. Sex leiðbeinendur tóku þátt í heils dags námskeiði, Facilitator Tra- ining, vorið 2013 í umsjón dr. Susanne Lindqvist. Eins tóku þrír leiðbeinendur þátt í Team Steps-námskeiði á vegum Landspít al - ans vorið 2016. fyrstu tvö árin voru leiðbeinendur frá öllum deildum hVS nema læknadeild en það breyttist á þriðja árinu sem námið var kennt. Við uppbyggingu námskeiðsins var meðal annars byggt á skýrslu um grundvallarhæfniviðmið (e. core competencies) þverfaglegrar teymisvinnu sem unnin var af sérfræðingahópi í Bandaríkjunum (iECEP, 2011). Þessi hæfniviðmið voru um a) lífsgildi og siðferðisleg málefni, b) hlutverk og ábyrgð heil- brigðisstétta, c) boðskipti og d) teymisvinnu. Samkvæmt skýrslu sérfræðingahópsins var nemendum ætlað að tileinka sér þessi hæfniviðmið í þverfræðilegu námi til að verða betur til þess fallnir að vinna þverfaglega í heilbrigðiskerfinu. Í fræði - lega námskeiðinu var aðallega lögð áhersla á fagmennsku, boðskipti, teymisvinnu, hlutverk og ábyrgð heilbrigðisstétta, siðareglur og siðferðileg málefni. unnu nemendur í teymum að verkefnum er tengdust þessum málefnum. Þegar æfingar voru undirbúnar var einnig tekið mið af æfingum sem höfðu verið prófaðar meðal nemenda í þverfræðilegu námi erlendis. Dæmi um það er æfing í rótargreiningu (e. root cause analysis) sem var notuð við uEa í Bretlandi og hafði sú æfing skírskotun til margra hæfniviðmiða. námsefnið var endurskoðað eftir hvert ár með tilliti til um- sagna nemenda og leiðbeinenda. nemendur greindu frá marg- víslegum ávinningi við þetta námskeið: lærðu um starfssvið hver annars, kynntust öðrum nemendum og öðluðust vitneskju um það hvernig nemendur úr öðrum fræðigreinum nálguðust viðfangsefnin. jafnframt prófuðu þeir sig í mismunandi hlut- verkum í teymum og lærðu að gagnrýna teymisvinnuna. Í þessu nýja námskeiði fólust einnig ýmsir erfiðleikar. Má til dæmis nefna að þegar nokkrir nemendur voru úr sömu fræði - grein þá gat framlag þeirra verið einsleitt. nemendum með mikla klíníska reynslu að baki, eins og hjúkrunarfræðinemum og nem um í ljósmóðurfræði, fannst, í sum um tilvikum, aðra nemendur í teym inu skorta klíníska reynslu. Í öðrum tilfellum náðu þessir nemendur að nýta reynslu sína til að auðvelda öðrum nemendum að vinna að verk efnunum. Þau ár, sem námskeiðið var kennt, skáru læknanemar sig úr hópi nemenda, meðal annars varð andi óánægju með stað - setningu nám skeið sins í læknanáminu, hvernig væri unnið með tilfelli og að þeir væru þegar komnir með reynslu af teymis - vinnu. Mikill meirihluti nemenda gaf námskeiðinu góða ein- kunn og var meðaleinkunn á lokaárinu 7,9. undantekning var að læknanemar gáfu námskeiðinu að jafnaði lélega einkunn en þó mátti sjá breytingu á því eftir því sem árin liðu. Leið - beinendum í námskeiðinu fannst hins vegar læknanemar taka virkan þátt í teymisvinnunni engu síður en aðrir nemendur. klíníska námskeiðið, HVS004F//HVS006F, Þverfræðileg klín- ísk samvinna: Heilsutorg, var einnig 2 ECTS-einingar. Það var skylda hjá nemendum í sjúkraþjálfun, námsbraut í klínískri næringarfræði og lyfjafræði. heilsutorg var starfrækt í samvinnu við heilsugæslu glæsibæjar samkvæmt samstarfssamningi hÍ Leitast var við að ná góðri samvinnu og gagn- kvæmum skilningi með viðtalinu og að leita bestu leiða til að ná sameiginlegum markmiðum um bætta heilsu. Til þess að svo mætti verða þurftu þjónustuþegarnir sjálfir að leggja meira af mörkum í meðferðarferlinu en heilbrigðis- kerfið gerir almennt ráð fyrir í dag. Mikill meirihluti nemenda gaf námskeiðinu góða einkunn og var meðaleinkunn á lokaárinu 7,9. Undantekning var að læknanemar gáfu námskeiðinu að jafnaði lélega einkunn en þó mátti sjá breytingu á því eftir því sem árin liðu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.